Námsmaður á Íslandi sem kemur frá landi utan Evrópusambandsins segir kerfið gera fólki í sinni stöðu mjög erfitt fyrir. Margir neyðist til að vinna svart sökum þess hversu lágt starfshlutfall er heimilað og dæmi eru um að fólk millifæri peninga sína á milli til að mæta kröfum Útlendingastofnunar um framfærslu.
Námsmenn frá löndum utan ESB mega vinna 15 klukkustundir á viku samkvæmt íslenskum lögum, sem gerir um 40 prósent starfshlutfall. Þetta starfshlutfall er lægst hér á landi af öllum Norðurlöndunum, en í Noregi og Danmörku mega námsmenn frá löndum utan ESB vinna 20 klukkustundir á viku en auk þess er námsmönnum heimilt að vera í fullu starfi í Danmörku yfir sumartímann. Í Finnlandi mega námsmenn frá löndum utan ESB vinna 25 klukkustundir á viku og í Svíþjóð eru engin takmörk.
Athugasemdir