Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Nefnd um tækifæri og ógnanir framtíðarinnar skipuð þingmönnum

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra hef­ur skip­að „fram­tíð­ar­nefnd“ um tækni­breyt­ing­ar, lang­tíma­breyt­ing­ar á nátt­úr­unni og lýð­fræði­lega þró­un. Unn­ur Brá Kon­ráðs­dótt­ir, fyrr­ver­andi þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins og nú­ver­andi að­stoð­ar­mað­ur Katrín­ar, starfar með nefnd­inni, sem er ein­vörð­ungu skip­uð þing­mönn­um.

Nefnd um tækifæri og ógnanir framtíðarinnar skipuð þingmönnum
Katrín og Unnur Brá Fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokks var ráðin aðstoðarmaður forsætisráðherra til að gegna hlutverki verkefnisstjóra við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Mynd: Alþingi

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað „framtíðarnefnd“ sem ætlað er að fjalla um tækifæri og ógnanir Íslands í framtíðinni. Mun hún fjalla meðal annars um langtímabreytingar á náttúrunni, lýðfræðilega þróun og þau hröðu umskipti sem eru í vændum með síaukinni sjálfvirkni og tæknibreytingum.

Eingöngu þingmenn sitja í nefndinni, sem mun skila árlegum skýrslum til Alþingis. Unnur Brá Konráðsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og aðstoðarmaður Katrínar, starfar með nefndinni.

Nefndinni er falið að skoða áskoranir og tækifæri vegna tæknibreytinga, áhrif tækniframfara og hina svokölluðu fjórðu iðnbyltingu. Nefndin skal stuðla að upplýstri umræðu um tækifæri og ógnanir framtíðarinnar og verði virkur umræðuvettvangur um framtíðarfræði.

Nefndarmenn eru Smári McCarthy, formaður, Líneik Anna Sævarsdóttir, varaformaður, Andrés Ingi Jónsson, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Bryndís Haraldsdóttir, Njáll Trausti Friðbertsson, Halla Signý Kristjánsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Þorsteinn Víglundsson, Logi Einarsson og Inga Sæland.

Ráðin til að endurskoða stjórnarskrána

Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokks og núverandi verkefnisstjóri hjá forsætisráðuneytinu, er fulltrúi ráðuneytisins og starfsmaður nefndarinnar. 

Unnur var ráðin sem aðstoðarmaður forsætisráðherra frá 1. apríl til að gegna hlutverki verkefnisstjóra við endurskoðun stjórnarskrárinnar. 

Tilkynnt var um ráðninguna í byrjun febrúar og haft eftir Katrínu Jakobsdóttur að það væri „mikill akkur í því að fá reynslumikinn lögfræðing með bakgrunn úr stjórnmálum, sem þar að auki nýtur trausts þvert á flokka og í samfélaginu, til að stýra þessu vandasama verkefni næstu árin“. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár