Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Nefnd um tækifæri og ógnanir framtíðarinnar skipuð þingmönnum

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra hef­ur skip­að „fram­tíð­ar­nefnd“ um tækni­breyt­ing­ar, lang­tíma­breyt­ing­ar á nátt­úr­unni og lýð­fræði­lega þró­un. Unn­ur Brá Kon­ráðs­dótt­ir, fyrr­ver­andi þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins og nú­ver­andi að­stoð­ar­mað­ur Katrín­ar, starfar með nefnd­inni, sem er ein­vörð­ungu skip­uð þing­mönn­um.

Nefnd um tækifæri og ógnanir framtíðarinnar skipuð þingmönnum
Katrín og Unnur Brá Fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokks var ráðin aðstoðarmaður forsætisráðherra til að gegna hlutverki verkefnisstjóra við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Mynd: Alþingi

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað „framtíðarnefnd“ sem ætlað er að fjalla um tækifæri og ógnanir Íslands í framtíðinni. Mun hún fjalla meðal annars um langtímabreytingar á náttúrunni, lýðfræðilega þróun og þau hröðu umskipti sem eru í vændum með síaukinni sjálfvirkni og tæknibreytingum.

Eingöngu þingmenn sitja í nefndinni, sem mun skila árlegum skýrslum til Alþingis. Unnur Brá Konráðsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og aðstoðarmaður Katrínar, starfar með nefndinni.

Nefndinni er falið að skoða áskoranir og tækifæri vegna tæknibreytinga, áhrif tækniframfara og hina svokölluðu fjórðu iðnbyltingu. Nefndin skal stuðla að upplýstri umræðu um tækifæri og ógnanir framtíðarinnar og verði virkur umræðuvettvangur um framtíðarfræði.

Nefndarmenn eru Smári McCarthy, formaður, Líneik Anna Sævarsdóttir, varaformaður, Andrés Ingi Jónsson, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Bryndís Haraldsdóttir, Njáll Trausti Friðbertsson, Halla Signý Kristjánsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Þorsteinn Víglundsson, Logi Einarsson og Inga Sæland.

Ráðin til að endurskoða stjórnarskrána

Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokks og núverandi verkefnisstjóri hjá forsætisráðuneytinu, er fulltrúi ráðuneytisins og starfsmaður nefndarinnar. 

Unnur var ráðin sem aðstoðarmaður forsætisráðherra frá 1. apríl til að gegna hlutverki verkefnisstjóra við endurskoðun stjórnarskrárinnar. 

Tilkynnt var um ráðninguna í byrjun febrúar og haft eftir Katrínu Jakobsdóttur að það væri „mikill akkur í því að fá reynslumikinn lögfræðing með bakgrunn úr stjórnmálum, sem þar að auki nýtur trausts þvert á flokka og í samfélaginu, til að stýra þessu vandasama verkefni næstu árin“. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár