Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Umboðsmaður spyr hvort ráðuneytið ætli að „grípa til einhverra viðbragða gagnvart sýslumanni“

Sýslu­mað­ur tel­ur sig óbund­inn af stjórn­sýslu­lög­um við fram­kvæmd sátta­með­ferð­ar.

Umboðsmaður spyr hvort ráðuneytið ætli að „grípa til einhverra viðbragða gagnvart sýslumanni“

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu telur sig ekki bundinn af stjórnsýslulögum og upplýsingalögum við framkvæmd lögbundinnar sáttameðferðar í fjölskyldumálum. 

Þetta kemur fram í svari sýslumanns við fyrirspurnarbréfi frá umboðsmanni Alþingis. Tilefnið er kvörtun konu til umboðsmanns vegna synjunar sýslumanns á beiðni um afrit af tölvupóstum sem fóru á milli sáttamanns hjá embættinu og barnsföður hennar.

Umboðsmaður óskaði eftir upplýsingum frá sýslumanni um lagagrundvöll synjunarinnar. Í svari sýslumanns kemur fram að embættið telji að „sáttameðferð samkvæmt framangreindu lagaákvæði falli hvorki undir stjórnsýslulög nr. 37/1993 né upplýsingalög nr. 140/2012 og því verði ákvæðum þessara laga ekki beitt um aðgang að gögnum í því tilviki sem kvörtunin lýtur að“. 

Árið 2012 var fest í lög að foreldrar væru skyldugir samkvæmt barnalögum til að leita sátta áður en krafist væri úrskurðar eða höfðuð mál um forsjá, lögheimili, umgengni, dagsektir eða aðför.

Undanfarnar vikur hefur átt sér stað hávær umræða í samfélaginu um stöðu brotaþola innan kerfisins. Greint hefur verið frá tilvikum þar sem konur úr ofbeldissamböndum eru þvingaðar til langdreginna samningaviðræðna við kvalara sína eftir sambúðarslit, og hvernig ofbeldismenn eiga til að misnota þau úrræði sem eru til staðar og tefja lögskilnaðarferli, svo sem með því að sinna ekki boðunum og mæta ekki í sáttameðferðir og fyrirtökur. 

Sáttameðferð er lögbundið ferli þar sem sýslumaður fer með lykilhlutverk samkvæmt barnalögum. Yfirlýst markmið sáttameðferðar er að hjálpa foreldrum að gera samning um þá lausn máls sem er barni fyrir bestu og samkvæmt 3. mgr. 33. gr. barnalaga ber foreldrum að „mæta sjálfir á þá sáttafundi sem sáttamaður boðar til“. Þá setur ráðherra reglur um sáttameðferð, svo sem um framkvæmd þess, vottun um meðferð og hæfi sáttamanna. 

Í 71. gr. barnalaga, í kafla um meðferð og úrlausn stjórnvalda á málum samkvæmt lögunum, segir orðrétt: Að því leyti sem ekki er kveðið á um annað í lögum þessum fer um meðferð máls samkvæmt stjórnsýslulögum. Þótt ekki sé tekið fram í 33. gr. um sáttameðferð að slík mál séu undanþegin gildissviði stjórnsýslulaga lítur sýslumaður svo á að ferlið falli hvorki undir stjórnsýslulög né upplýsingalög. 

Umboðsmaður spyr um afstöðu ráðuneytisins

Umboðsmaður Alþingis hefur kallað eftir afstöðu dómsmálaráðuneytisins til þessara sjónarmiða sýslumanns. Í fyrirspurnarbréfi til ráðuneytisins, dagsettu 4. júní 2018, óskar umboðsmaður þess sérstaklega að ráðuneytið taki afstöðu til eftirfarandi atriða:

1. Hvort útgáfa vottorðs um sáttameðferð samkvæmt 33. gr. a. laga nr. 76/2003 sé stjórnvaldsákvörðun sem falli undir ákvæði stjórnsýslulaga nr. 37/1993.

2. Hvort sáttameðferð sáttamanns samkvæmt sama lagaákvæði í tilefni af ágreiningi um forsjá barns sé liður í meðferð máls sem lokið getur með útgáfu vottorðs um sáttameðferð.

3. Hvort sáttameðferð sáttamanns samkvæmt ákvæðinu sé hluti af starfsemi sýslumanns, sbr. 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, eða eftir atvikum starfsemi einkaaðila sem með lögum eða með ákvörðun eða samningi sem byggist á heimild í lögum hefur verið falið að taka stjórnvaldsákvörðun eða sinna þjónustu sem kveðið er á um í lögum að stjórnvald skuli sinna eða telst að öðru leyti liður í opinberu hlutverki stjórnvalds, sbr. 1. mgr. 3. gr. sömu laga. 

4. Með hliðsjón af afstöðu ráðuneytisins til framangreindra atriða óska ég loks eftir því að ráðuneytið upplýsi mig um hvort það hyggist grípa til einhverra viðbragða gagnvart sýslumanni vegna þeirrar afstöðu og þá hvaða viðbragða.

Fram kemur að umboðsmaður beini spurningunum til ráðuneytisins í ljósi þess yfirstjórnunar- og eftirlitshlutverks sem það fer með gagnvart sýslumanni. 

Hafa eftirlit með sýslumanniStarfsemi sýslumanns heyrir undir dómsmálaráðuneytið samkvæmt forsetaúrskurði. Hér má sjá Sigríði Andersen dómsmálaráðherra ásamt Hauki Guðmundssyni ráðuneytisstjóra.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnsýsla

Umboðsmaður taldi forræðið liggja hjá stjórnvaldinu en ekki ríkislögmanni
FréttirStjórnsýsla

Um­boðs­mað­ur taldi for­ræð­ið liggja hjá stjórn­vald­inu en ekki rík­is­lög­manni

Ákvörð­un­ar­vald um hvort bóta­skylda sé við­ur­kennd ligg­ur hjá því stjórn­valdi sem bóta­kröfu er beint að og stjórn­völd hafa for­ræði á kröfu­gerð, rök­semd­um og ágrein­ings­at­rið­um þeg­ar mál fara fyr­ir dóm­stóla. Þetta er af­staða um­boðs­manns Al­þing­is sam­kvæmt ábend­inga­bréfi sem hann sendi heil­brigð­is­ráð­herra ár­ið 2014, en for­sæt­is­ráðu­neyt­ið gaf út yf­ir­lýs­ingu á föstu­dag þar sem fram kom að rík­is­lög­mað­ur hefði „al­mennt for­ræði á kröfu­gerð og fram­setn­ingu henn­ar“.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár