Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Umboðsmaður spyr hvort ráðuneytið ætli að „grípa til einhverra viðbragða gagnvart sýslumanni“

Sýslu­mað­ur tel­ur sig óbund­inn af stjórn­sýslu­lög­um við fram­kvæmd sátta­með­ferð­ar.

Umboðsmaður spyr hvort ráðuneytið ætli að „grípa til einhverra viðbragða gagnvart sýslumanni“

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu telur sig ekki bundinn af stjórnsýslulögum og upplýsingalögum við framkvæmd lögbundinnar sáttameðferðar í fjölskyldumálum. 

Þetta kemur fram í svari sýslumanns við fyrirspurnarbréfi frá umboðsmanni Alþingis. Tilefnið er kvörtun konu til umboðsmanns vegna synjunar sýslumanns á beiðni um afrit af tölvupóstum sem fóru á milli sáttamanns hjá embættinu og barnsföður hennar.

Umboðsmaður óskaði eftir upplýsingum frá sýslumanni um lagagrundvöll synjunarinnar. Í svari sýslumanns kemur fram að embættið telji að „sáttameðferð samkvæmt framangreindu lagaákvæði falli hvorki undir stjórnsýslulög nr. 37/1993 né upplýsingalög nr. 140/2012 og því verði ákvæðum þessara laga ekki beitt um aðgang að gögnum í því tilviki sem kvörtunin lýtur að“. 

Árið 2012 var fest í lög að foreldrar væru skyldugir samkvæmt barnalögum til að leita sátta áður en krafist væri úrskurðar eða höfðuð mál um forsjá, lögheimili, umgengni, dagsektir eða aðför.

Undanfarnar vikur hefur átt sér stað hávær umræða í samfélaginu um stöðu brotaþola innan kerfisins. Greint hefur verið frá tilvikum þar sem konur úr ofbeldissamböndum eru þvingaðar til langdreginna samningaviðræðna við kvalara sína eftir sambúðarslit, og hvernig ofbeldismenn eiga til að misnota þau úrræði sem eru til staðar og tefja lögskilnaðarferli, svo sem með því að sinna ekki boðunum og mæta ekki í sáttameðferðir og fyrirtökur. 

Sáttameðferð er lögbundið ferli þar sem sýslumaður fer með lykilhlutverk samkvæmt barnalögum. Yfirlýst markmið sáttameðferðar er að hjálpa foreldrum að gera samning um þá lausn máls sem er barni fyrir bestu og samkvæmt 3. mgr. 33. gr. barnalaga ber foreldrum að „mæta sjálfir á þá sáttafundi sem sáttamaður boðar til“. Þá setur ráðherra reglur um sáttameðferð, svo sem um framkvæmd þess, vottun um meðferð og hæfi sáttamanna. 

Í 71. gr. barnalaga, í kafla um meðferð og úrlausn stjórnvalda á málum samkvæmt lögunum, segir orðrétt: Að því leyti sem ekki er kveðið á um annað í lögum þessum fer um meðferð máls samkvæmt stjórnsýslulögum. Þótt ekki sé tekið fram í 33. gr. um sáttameðferð að slík mál séu undanþegin gildissviði stjórnsýslulaga lítur sýslumaður svo á að ferlið falli hvorki undir stjórnsýslulög né upplýsingalög. 

Umboðsmaður spyr um afstöðu ráðuneytisins

Umboðsmaður Alþingis hefur kallað eftir afstöðu dómsmálaráðuneytisins til þessara sjónarmiða sýslumanns. Í fyrirspurnarbréfi til ráðuneytisins, dagsettu 4. júní 2018, óskar umboðsmaður þess sérstaklega að ráðuneytið taki afstöðu til eftirfarandi atriða:

1. Hvort útgáfa vottorðs um sáttameðferð samkvæmt 33. gr. a. laga nr. 76/2003 sé stjórnvaldsákvörðun sem falli undir ákvæði stjórnsýslulaga nr. 37/1993.

2. Hvort sáttameðferð sáttamanns samkvæmt sama lagaákvæði í tilefni af ágreiningi um forsjá barns sé liður í meðferð máls sem lokið getur með útgáfu vottorðs um sáttameðferð.

3. Hvort sáttameðferð sáttamanns samkvæmt ákvæðinu sé hluti af starfsemi sýslumanns, sbr. 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, eða eftir atvikum starfsemi einkaaðila sem með lögum eða með ákvörðun eða samningi sem byggist á heimild í lögum hefur verið falið að taka stjórnvaldsákvörðun eða sinna þjónustu sem kveðið er á um í lögum að stjórnvald skuli sinna eða telst að öðru leyti liður í opinberu hlutverki stjórnvalds, sbr. 1. mgr. 3. gr. sömu laga. 

4. Með hliðsjón af afstöðu ráðuneytisins til framangreindra atriða óska ég loks eftir því að ráðuneytið upplýsi mig um hvort það hyggist grípa til einhverra viðbragða gagnvart sýslumanni vegna þeirrar afstöðu og þá hvaða viðbragða.

Fram kemur að umboðsmaður beini spurningunum til ráðuneytisins í ljósi þess yfirstjórnunar- og eftirlitshlutverks sem það fer með gagnvart sýslumanni. 

Hafa eftirlit með sýslumanniStarfsemi sýslumanns heyrir undir dómsmálaráðuneytið samkvæmt forsetaúrskurði. Hér má sjá Sigríði Andersen dómsmálaráðherra ásamt Hauki Guðmundssyni ráðuneytisstjóra.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnsýsla

Umboðsmaður taldi forræðið liggja hjá stjórnvaldinu en ekki ríkislögmanni
FréttirStjórnsýsla

Um­boðs­mað­ur taldi for­ræð­ið liggja hjá stjórn­vald­inu en ekki rík­is­lög­manni

Ákvörð­un­ar­vald um hvort bóta­skylda sé við­ur­kennd ligg­ur hjá því stjórn­valdi sem bóta­kröfu er beint að og stjórn­völd hafa for­ræði á kröfu­gerð, rök­semd­um og ágrein­ings­at­rið­um þeg­ar mál fara fyr­ir dóm­stóla. Þetta er af­staða um­boðs­manns Al­þing­is sam­kvæmt ábend­inga­bréfi sem hann sendi heil­brigð­is­ráð­herra ár­ið 2014, en for­sæt­is­ráðu­neyt­ið gaf út yf­ir­lýs­ingu á föstu­dag þar sem fram kom að rík­is­lög­mað­ur hefði „al­mennt for­ræði á kröfu­gerð og fram­setn­ingu henn­ar“.

Mest lesið

Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
1
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
2
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
5
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
4
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár