Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Skeljungsmálið: Besta leiðin til að eignast fyrirtæki er að vinna við að selja það

Þrír af sak­born­ing­un­um í Skelj­ungs­mál­inu eign­uð­ust lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið Fjarðalax ár­ið 2013 eft­ir að tveir þeirra höfðu kom­ið að sölu þess í gegn­um Straum. Líkt og í Skelj­ungs­mál­inu högn­uð­ust þre­menn­ing­arn­ir vel á við­skipt­un­um með lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið. Í báð­um til­fell­um unnu þre­menn­ing­arn­ir eða hluti þeirra að sölu Skelj­ungs og Fjarðalax.

Skeljungsmálið: Besta leiðin til að eignast fyrirtæki er að vinna við að selja það
Rassía héraðssaksóknara Embætti héraðssaksóknara, Ólafs Þórs Haukssonar, fór í rassíu vegna Skeljungsmálsins í liðinni viku. Fimm eru með réttarstöðu sakbornings, meðal annars Einar Örn Ólafsson, fyrrverandi starfsmaður Íslandsbanka og Skeljungs.

Þrír af þeim fimm fjárfestum sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á Skeljungsmálinu svokallaða komu að sambærilegri fléttu með laxeldisfyrirtækið Fjarðalax í gegnum fjárfestingarbankann Straum árið 2013. RÚV sagði frá rannsókn Skeljungsmálsins á þriðjudaginn.

Tveir af fjárfestunum, Kári Þór Guðjónsson og Halla Sigrún Hjartardóttir, komu að sölutilraunum á Fjarðalaxi árið 2013, Halla Sigrún sem starfsmaður Straums og Kári Þór sem ráðgjafi þáverandi eigenda Fjarðalax, Cold Northern Seafood. Á endanum fór svo að þau sjálf keyptu laxeldisfyrirtækið fyrir 10 milljónir dollara en þar af var skuld við eigendur upp á 8 milljónir dollara.  

Fyrirtækið sem þremenningarnir notuðu til að kaupa Fjarðalax árið 2013 hagnaðist svo um ríflega 1.400 milljónir króna árið 2016 þegar fyrirtækið sameinaðist laxeldisfyrirtækinu Arnarlaxi og norski laxeldisrisinn Salmar AS kom inn í hluthafahópinn sem leiðandi aðili. 

Í Fjarðalaxmálinu, rétt eins og í Skeljungsmálinu, högnuðust þremenningarnir ágætlega persónulega á viðskiptum með fyrirtæki sem þau öll, eða eitthvert þeirra, hafði komið að því að reyna að selja út úr banka.   

Svipað málTalsvert var skrifað um kaup þremenninganna á Fjarðalaxi árið 2013 og 2014.

 „Á endanum sting ég upp á þessum viðskiptum og eigendur samþykkja það að það megi reyna þessa leið“

Lét af störfumRétt eins og Einar Örn Ólafsson lét Halla Sigrún Hjartardóttir af störfum í Straumi eftir sölu á fyrirtæki sem hún eignaðist hlut í sjálf.

Kári: Snérist um að bjarga verðmætum

Kári Þór Guðjónsson rakti það í viðtali við DV í árslok 2014 hvernig það kom til að hann og viðskiptafélagar hans keyptu Fjarðalax: „Fyrirtækið var í sölu í næstum því heilt ár áður en það var selt en það tókst ekki að selja það. [...] Ég var ráðgjafi eigenda í verkefninu. í fyrsta lagi að reyna að redda fjár- mögnun,“ sagði Kári og  útskýrði að hans hlutverk hefði meðal annars verið að reyna að bjarga þeim verðmætum sem voru inni í fyrirtækinu. „Í raun og veru var kom- inn á samningur við innlenda aðila sem vildu kaupa þetta. [...] Það gekk hins vegar ekki upp að kaupa félagið á tveimur til þremur vikum án þess að gera áreiðanleikakönnun og þess vegna duttu menn út. [. ..] Ég var náttúrulega bara einhvers konar fulltrúi eigenda að reyna að forða því að fyrirtækið færi í þrot. Á endanum sting ég upp á þessum viðskiptum og eigendur samþykkja það að það megi reyna þessa leið og samþykkja það að Halla fengi þá að vera með í þessu, taka þátt í þessum kaupum,“ sagði Kári. 

Eftir að Halla, sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Straums, tilkynnti stjórnendum Straums að hún hefði áhuga um að kaupa Fjarðalax var „óhjákvæmilegt“ að hún léti af störfum í bankanum samkvæmt því sem kom fram í frétt DV árið 2014. Þáverandi stjórnarformaður Straums, Christopher M. Perrin, kom meðal annars að málinu fyrir hönd bankans. Í viðtali við DV í árslok 2013 sagði Halla Sigrún að það væri af og frá að hún hefði hætt í Straumi vegna trúnaðarbrests en að hún kannaðist við þessa „leiðinlegu kjaftasögu“.

Eftir stóðu þau Halla Sigrún, Kári Þór og Einar Örn Ólafsson hins vegar með fyrirtæki sem þau gátu unnið með og högnuðust síðan á með sameiningu Fjarðalax og Arnarlax eftir að norsk laxeldisfyrirtæki byrjuðu að renna hýru auga til Íslands sem laxeldislands þar sem kostnaður við laxeldisleyfi í Noregi er kominn upp úr öllu valdi.  

Endurtekið efniFjarðalaxmálið er eins og endurtekning á Skeljungsmálinu nema vegna þess að eignarhald Einars Ólafssonar og viðskiptafélaga hans var óþekkt í fimm ár eftir viðskiptin. Ólafur Þór Hauksson er héraðssaksóknari sem rannsakar Skejlungsmálið.

Bæði hættu eftir sölu fyrirtækis

Þessi Fjarðalaxsaga ber mörg keimlík einkenni annarrar sögu, Skeljungviðskiptunum, sem þremenningarnir tengdust sterkum böndum á árunum 2008 og 2009. 

Þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson störfuðu öll í fyrirtækjaráðgjöf Glitnisbanka sem hafði með höndum að selja olíufélögin Skeljung og dótturfélag þess, hið færeyska P/F Magn frá bankanum á árunum 2008 og 2009. Glitnir seldi meirihluta í Skeljungi til hjónanna Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur og Guðmundar Arnar Þórðarsonar árið 2008 og árið 2009 seldi þrotabú Fons P/F Magn, sem á þessum tíma var bókfærð eign Fons þó raunverulegur eigandi væri í reynd bankinn sem hafði sölutryggt viðskiptin, til hjónanna eftir að Glitnir hafði gefið það frá sér að selja olíufélagið.

Fyrirtækjaráðgjöf Glitnis seldi því ekki P/F Magn til Svanhildar Nönnu og Guðmundar heldur Fons en rétt eins og með Fjarðalax höfðu þremenningarnir unnið að því formlega, fyrir hönd Glitnis/Íslandsbanka, að finna nýja eigendur að færeyska olíufélaginu. 

Fyrirtækjaráðgjöf Glitnis, sem Einar Örn Ólafsson starfaði hjá, seldi hins vegar sannarlega meirihluta í Skeljungi til hjónanna um haustið 2008. Í apríl 2009 lét Einar Örn snögglega af störfum í Íslandsbanka, áður Glitni, vegna „trúnaðarbrests“ eins og það var orðað í frétt DV þar sem forsvarsmenn bankans höfðu komist að því að Einar Örn væri að leita sér að nýju starfi. Í maí 2009 var hann svo ráðinn forstjóri Skeljungs og voru þeir sem réðu hann því sama fólkið og hann hafði haft milligöngu um að selja meirihlutann í Skeljungi til rúmlega hálfu ári áður. Í kjölfarið fór fram skoðun á því innan bankans hvort eðlilega hefði verið staðið að sölunni. Kári Þór Guðjónsson og Halla Sigrún Hjartardóttir létu einnig af störfum í Íslandsbanka um þetta leyti.  

Eignarhaldið var óþekkt

Sá stóri munur er hins vegar á Skeljungsmálinu og Fjarðalaxmálinu er að eignarhald þremenninganna á laxeldisfyrirtækinu var þekkt og komu þau Kári, Halla Sigrún og Einar Örn fram sem kaupendur fyrirtækisins af Straumi eins og Kári hefur rakið. Halla Sigrún sagði einnig í viðtali við DV í árslok 2013, eftir að Bjarni Benediktsson var nýbúinn að skipa Höllu Sigrúnu sem stjórnarformann Fjármálaeftirlitsins, að hún hafi viljað gera eitthvað annað en að starfa í fyrirtækjaráðgjöf: „Ég hætti hjá Straumi af því mig langaði að fara í önnur verkefni, meðal annars tók ég að mér stjórnarformennsku í Fjarðalaxi (...) Ég var búinn að vera í fyrirtækjaráðgjöf í tólf ár.“ Halla Sigrún lét forsvarsmenn Straums því vita af áhuga sínum á Fjarðalaxi og tók hún við sem stjórnarformaður við eigendaskiptin á fyrirtækinu.

Eignarhald þremenninganna á þeim fyrirtækjum, Skeljungi og P/F Magni, sem þau höfðu komið að sölu á þegar þau störfuðu í Íslandsbanka á árunum 2008 og 2009 var hins vegar ekki opinbert og það var í rauninni ekki vitað að þau hefðu eignast eitthvað í umræddum fyrirtækjum fyrr en í október 2014 þegar Morgunblaðið greindi frá því að þau Einar Örn, Halla Sigrún og Kári Þór hefðu hagnast um rúmlega 800 milljónir króna hvert árið 2013 þegar íslenskir lífeyrissjóðir keyptu Skeljung og P/F Magn af þáverandi hluthöfum olíufélaganna. Eignarhaldsfélag þremenninganna eignuðust hlutabréf í móðurfélagi P/F Magns, Heddu, fyrir lítið - 24 milljónir króna- og seldu hlutabréfin svo með um 800 milljóna króna hagnaði.  

„Ég hef ekki átt nein viðskipti við Skeljung umfram það að kaupa bensín.“

Bara bensinHalla Sigrún sagði að hún hefði bara átt bensínsviðskipti við Skeljung.

Halla Sigrún sagði ekki satt frá

Halla Sigrún sagði því ekki satt og rétt frá þegar hún svaraði spurningu blaðamanns DV í árslok 2013 að hún ætti ekkert í Skeljungi eða í neinum félögum sem tengdust olíufélaginu. Þá átti félag í hennar eigu bæði hlutabréf í P/F Magni, í gegnum Heddu eignarhaldsfélag, og einnig í Skeljungi sjálfum í gegnum sama eignarhaldsfélag. „Ég vil ekki tjá mig um viðskipti mín í fjölmiðlum. […] Ég hef ekki átt nein viðskipti við Skeljung umfram það að kaupa bensín.“ Nokkrum mánuðum síðar opinberaði Morgunblaðið eignarhald hennar og viðskiptafélaga hennar á hlutabréfum í Skeljungi og P/F Magni.

Í kjölfar frétta Morgunblaðsins hóf Íslandsbanki aftur skoðun á sölu Skeljungs og P/F Magns árin 2008 og 2009. Halla Sigrún greindi  frá því sjálf um þetta leyti að hún myndi hætta sem stjórnarformaður FME um áramótin 2014/2015. Viðskiptin voru svo kærð til embættis sérstaks saksóknara árið 2016 og hefur rannsókn málsins leitt af sér þá rassíu sem RÚV sagði frá fyrst allra í vikunni.

Hvernig og af hverju eigendur Heddu eignarhaldsfélags ehf. og P/F Magns, Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson, ákváðu að þremenningarnir myndu fá að eignast umrædd hlutabréf á slíkum kostakjörum hefur aldrei verið útskýrt. Hugsanlegt er að rannsókn sérstaks saksóknara muni leiða þetta í ljós. Gerðu þau einhvern baksamning við kaupendur Skeljungs og P/F Magns í aðdraganda sölu fyrirtækjanna á árunum 2008 og 2009 sem gerði þeim kleift að eignast umrædd hlutabréf og græða ævintýralega á þeim? 

Viðskipti þremenninganna með Fjarðalax hafa hins vegar ekki haft neina eftirmála og er ólíklegt að svo verði. 

Bæði þessi dæmi sýna hins vegar að ein besta leiðin til að eignast fyrirtæki og græða á því er að vinna við að selja þau fyrir hönd einhvers annars, til dæmis fyrir einhvern banka. Þá búa þeir sem selja fyrirtækið bæði yfir innanbúðarupplýsingum um eignir þess og raunverulegt og jafnvel mögulegt verðmæti þess og geta þá líka stýrt eignarhaldi fyrirtækjanna í rétta átt eða bara keypt það sjálf.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Viðskiptafléttur

Eignarhaldi fjölskyldu Hreiðars Más í sjóði Stefnis leynt í gegnum skattaskjól
FréttirViðskiptafléttur

Eign­ar­haldi fjöl­skyldu Hreið­ars Más í sjóði Stefn­is leynt í gegn­um skatta­skjól

Ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar og tengdra að­ila hef­ur síð­ast­lið­in ár ver­ið í eigu Tor­tóla­fé­lags sem eig­in­kona hans á. Sjóð­ur í stýr­ingu Stefn­is, dótt­ur­fé­lags Ari­on banka, var form­leg­ur hlut­hafi en á bak við hann er Tor­tólu­fé­lag. Fram­kvæmda­stjóri Stefn­is seg­ir að fyr­ir­tæk­ið hafi ekki vit­að hver hlut­hafi sjóðs­ins var.
Leita sannleikans um harmþrungið leyndarmál
Fréttir

Leita sann­leik­ans um harm­þrung­ið leynd­ar­mál

Mæðg­urn­ar Astra­ea Jill Robert­son og Amy Robert­son, af­kom­end­ur konu sem fóst­ur­móð­ir Júlí­us­ar Víf­ils Ingvars­son­ar sendi í fóst­ur í Skotlandi ár­ið 1929, komu til Ís­lands í byrj­un árs í leit að svör­um við spurn­ing­um sem leit­að hafa á fjöl­skyld­una. Þeim finnst tími til kom­inn að stíga fram og segja sögu móð­ur þeirra og ömmu sem var alltaf hald­ið í skugg­an­um.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
4
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár