Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Sagði ríkisstjórnina vega að einkarekinni heilbrigðisþjónustu

Þor­steinn Víg­lunds­son, þing­mað­ur Við­reisn­ar, seg­ir rík­is­stjórn­ina sækja að hinum einka­rekna hluta heil­brigðis­kerf­is­ins og hef­ur áhyggj­ur af því að skil­virkni sé ekki nægi­leg í rík­is­rek­inni heil­brigð­is­þjón­ustu.

Sagði ríkisstjórnina vega að einkarekinni heilbrigðisþjónustu

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir ríkisstjórnina sækja að hinum einkarekna hluta heilbrigðiskerfisins og hefur áhyggjur af því að skilvirkni sé ekki nægileg í ríkisrekinni heilbrigðisþjónustu. Þetta sagði hann í umræðu um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar á fimmtudag.

„Útgjöld eru ekki markmið í sjálfu sér. Útgjaldaaukning er ekki markmið í sjálfu sér, heldur hvað fáum við fyrir fjármagnið og hvernig er skilvirkni ríkisrekstrarins fyrir okkur, og þar hef ég töluverðar áhyggjur af skilvirkni heilbrigðiskerfisins,“ sagði Þorsteinn.

„Þar finnst mér t.d. í stefnu núverandi ríkisstjórnar vera sótt mjög að hinu einkarekna – og mikilvægt að gera þar skýran greinarmun á einkavæddu og einkareknu heilbrigðiskerfi – sem hefur sýnt sig vera mjög skilvirkt á köflum en vissulega á að gera mjög miklar kröfur þar líka. En þar sýnist mér að við séum einmitt að lenda í þessari gildru. Markmiðin séu stórkostleg útgjaldaaukning án þess að við sjáum svo glögglega hvað við fáum fyrir það fjármagn og um leið sé sótt mjög að einkarekna hluta kerfisins án þess að þar sé til grundvallar lagt neitt mat á hvort einhver fjárhagslegur ávinningur sé af því fyrir ríkissjóð, hvort með þessu sé verið að fá bætta þjónustu eða á hagkvæmara verði hjá hinu opinbera heilbrigðiskerfi heldur en hjá hinu einkarekna.“ 

Einkaframtakið verði að leika lykilhlutverk

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, hefur talað fyrir auknum einkarekstri í heilbrigðisþjónustu um árabil. Hann tók að hluta undir með Þorsteini. 

Óli Björn Kárasonformaður efnahags- og viðskiptanefndar

„Ég er bara sammála háttvirtum þingmanni Þorsteini Víglundssyni, að það er bara stundum eins og að eina markmið okkar sé að auka ríkisútgjöld og við gleymum því og ég held að það hafi verið það sem ég var að reyna að koma á framfæri hér áðan í ræðu minni að við gleymum því að nota réttu mælikvarðana: Hvað erum við að fá fyrir peninginn? Og ég held að það eigi auðvitað að horfa til þess að setja réttu mælikvarðana inn í fjármálaáætlun og gera ákveðnar kröfur um þá þjónustu sem við erum að fá,“ sagði Óli Björn.

„Þar skiptir einkaframtakið gríðarlega
miklu máli og á að leika lykilhlutverk
samhliða hinu ríkisrekna kerfi“

„Ég vil að það sé gerður skýr greinarmunur á því hver greiðir, þ.e.a.s. við úr sameiginlegum sjóði, og hver veitir. Og það á að vera samkeppni um að veita þjónustuna. Vegna þess að tvennt gerist, þjónustan verður betri og hún verður ódýrari fyrir okkur sameiginlega. Þess vegna er svo mikilvægt að byggja upp heilbrigt kerfi í heilbrigðisþjónustu ef svo má að orði komast og þar skiptir einkaframtakið gríðarlega miklu máli og á að leika lykilhlutverk samhliða hinu ríkisrekna kerfi.“ 

Ríkisstjórnin vegi að atvinnufrelsi lækna

Læknafélag Íslands gaf út harðorða ályktun í vikunni þar sem stjórnvöld eru gagnrýnd og sögð brjóta ákvæði samnings við sérfræðilækna.

„Að fyrirmælum heilbrigðisráðuneytisins hafa skýr ákvæði gildandi samnings LR og SÍ um nýliðun sérfræðilækna ekki verið virt. Afleiðingar þess eru þær að læknum í ýmsum sérgreinum hefur fækkað sem getur leitt til skorts á sérhæfðri þjónustu við langveika sjúklinga, töf á greiningum alvarlegra sjúkdóma, óviðunandi eftirfylgni á meðferð og skorts á meðferðarúrræðum,“ segir í ályktuninni.

„Þetta er skerðing sem bitnar fyrst og fremst á sjúklingum og öryggi þeirra en einnig á atvinnufrelsi lækna. Slíkar aðgerðir hafa ákveðinn fælingarmátt og letja íslenska lækna frá því að koma til Íslands að afloknu löngu sérfræðinámi, sem aftur bíður heim hættu á stöðnun í heilbrigðisþjónustunni. Virk endurnýjun í læknastétt og aðgengi að nægjanlegum fjölda sérfræðilækna hérlendis á öllum sviðum læknisfræðinnar er þjóðaröryggismál.“ 

Viðbragð við framúrkeyslu

Bent er á að Sjúkratryggingar Íslands og heilbrigðisráðuneytið hafi t.a.m. hafnað umsóknum sérfræðilækna á sviði barnageðlækninga, taugalækninga, gigtlækninga, hjartalækninga, húðlækninga, öldrunarlækninga og augnlækninga.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur beitt sér gegn einkavæðingu heilbrigðiskerfisins.

„Aðgerðum ráðuneytisins má því að öllum líkindum jafna við brot á þessum grundvallar mannréttindum landsmanna, þar sem í mörgum þessara sérgreina læknisfræðinnar er viðurkenndur langvarandi skortur á aðgengi að læknisþjónustu og langir biðlistar eftir greiningu og meðferð hafa myndast. Á sama tíma eru engar skorður settar við samninga annarra heilbrigðisstétta og SÍ. Rök heilbrigðisráðuneytisins eru að mati stjórnar LÍ ekki byggð á faglegum grunni eða vegna offramboðs á ákveðinni þjónustu heldur þau að fjármagn skorti til að uppfylla samninginn og hann hafi farið fram úr áætluðum fjárheimildum. Stjórn LÍ gerir alvarlega athugasemdi við þessa nálgun og þennan málflutning.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.
Nýja ríkisstjórnin: Umhverfismálin færast frá Vinstri grænum til Sjálfstæðisflokks
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Nýja rík­is­stjórn­in: Um­hverf­is­mál­in fær­ast frá Vinstri græn­um til Sjálf­stæð­is­flokks

Menn­ing­ar­mál og við­skipti fara í sama ráðu­neyti, og mennta­mál­in klofna í tvö ráðu­neyti. Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son úr Sjálf­stæð­is­flokki verð­ur um­hverf­is­ráð­herra í stað Guð­mund­ar Inga Guð­brands­son­ar úr Vinstri græn­um. Orku­mál­in verða færð und­ir um­hverf­is­ráð­herra.

Mest lesið

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
2
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Úr öskunni við Vesúvíus: Höfundur Atlantis skammar þrælastúlku á banabeðinu!´
8
Flækjusagan

Úr ösk­unni við Vesúvíus: Höf­und­ur Atlant­is skamm­ar þræla­stúlku á bana­beð­inu!´

Fyr­ir tæp­um fimm ár­um birt­ist á vef­síðu Stund­ar­inn­ar, sem þá hét, stutt flækj­u­sögu­grein um nýja tækni sem þá átti að fara að beita á fjöld­ann all­an af papýrus­roll­um sem fund­ist höfðu í stóru bóka­safni í bæn­um Hercul­an­um í ná­grenni Napólí. Þannig papýrus­roll­ur voru bæk­ur þess tíma. Þeg­ar Vesúvíus gaus ár­ið 79 ET (eft­ir upp­haf tíma­tals okk­ar) grófst Hercul­an­um á kaf...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
7
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
8
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
6
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
9
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár