Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Hannes bað þekktan hagfræðing um aðstoð við að breyta Íslandi í skattaskjól

Hann­es Hólm­steinn Giss­ur­ar­son stjórn­mála­fræði­pró­fess­or, sem hef­ur und­an­far­in ár unn­ið að rann­sókn á er­lend­um áhrifa­þátt­um efna­hags­hruns­ins, skrif­að­ist á við frjáls­hyggju­mann­inn James M. Buchan­an fyr­ir hrun og bað hann um að­stoð í hug­mynda­stríð­inu á Ís­landi. Hann­es sagði álíka af­ger­andi breyt­ing­ar hafa orð­ið á ís­lenska hag­kerf­inu og í Chile og lýsti hug­mynd­um sín­um um stór­fellda lækk­un fyr­ir­tækja­skatts sem síð­ar urðu að veru­leika.

Hannes bað þekktan hagfræðing um aðstoð við að breyta Íslandi í skattaskjól

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, skrifaðist á við bandaríska hagfræðinginn James M. Buchanan upp úr aldamótum og óskaði eftir aðstoð hans við að sannfæra íslenskan almenning og stjórnmálamenn um nauðsyn stórfelldra skattalækkana svo breyta mætti Íslandi í „skattaskjól“. 

Hannes sagði Buchanan frá afrekum Davíðs Oddssonar, vinar síns, og lýsti þeirri skoðun að ríkisstjórnir Davíðs hefðu umbreytt íslenska hagkerfinu með jafn afgerandi hætti og tekist hefði í Chile undir Pinochet og í Bretlandi undir forystu Thatchers. 

Þetta kemur fram í bréfum sem Hannes sendi Buchanan árin 2000 og 2005. Stundin komst yfir afrit af bréfunum en þau eru varðveitt í skjalasafni Buchanans í George Mason-háskóla í Virginíu. 

Buchanan hlaut Nóbelsverðlaun Seðlabanka Svíþjóðar í hagfræði árið 1986 og er þekktastur fyrir framlag sitt til stjórnarskrárhagfræði og svokallaðra almannavalsfræða (e. Public Choice Theory). Buchanan taldi að beita mætti aðferðum hagfræðinnar við greiningu á stjórnmálum, enda létu stjórnmálamenn, embættismenn og kjósendur jafnan stjórnast af eiginhagsmunum rétt eins og leikendur á frjálsum markaði. Hvatti Buchanan til þess að svigrúmi stjórnmálamanna til lagasetningar, skattheimtu og fjárútláta væru settar þröngar skorður í stjórnarskrá.

Samskipti Hannesar og Buchanans veita athyglisverða innsýn í baráttu Hannesar fyrir frjálshyggju og varpa ljósi á það mikla áhrifavald sem hann hafði á Íslandi í valdatíð Sjálfstæðisflokksins fyrir hrun. Þá eru bréfin vitnisburður um það kapp sem Hannes og íslenskir frjálshyggjumenn lögðu á að fá erlenda vopnabræður sína til Íslands til að ljá boðskapnum um markaðsfrelsi, lægri skatta og minni samneyslu aukna vigt. 

Fögnuðu verðlaunumMyndin birtist í Morgunblaðinu í desember 1986 eftir að vinir Buchanans höfðu haldið veislu honum til heiðurs í Stokkhólmi vegna nóbelsverðlaunanna. Buchanan er til vinstri, Hannes til hægri og í miðjunni er Ingemar Ståhl, hagfræðiprófessor í Lundi.

Buchanan var einn þeirra frjálshyggjumanna sem komu til Íslands og héldu fyrirlestra á níunda áratugnum í boði Félags frjálshyggjumanna. Með þessu var jarðvegurinn undirbúinn fyrir þau hugmyndafræðilegu og pólitísku umskipti sem urðu á Davíðstímanum. Eftir aldamót, þegar Davíð Oddsson var forsætisráðherra og íslenska frjálshyggjutilraunin komin á fullt, skrifaði Hannes bréf til Buchanans og bað hann um að koma aftur til Íslands. 

Hvatti Buchanan til að koma til ÍslandsHér má sjá tölvupóst Hannesar til Buchanans frá 2000. Pósturinn virðist vera viðbragð við svari Buchanans við fyrra bréfi Hannesar.

Skattalækkanir síður afturkræfar

„Það er sérstaklega brýnt að þú komir til Íslands einhvern tímann næsta vetur ef þú hefur tök á. Nú er ég að hvetja til þess að við lækkum skatta í stað þess að greiða niður skuldir, því skattalækkanir eru síður afturkræfar (e. more irreversible). Forsætisráðherra, sem er góður vinur minn, skilur þetta vel,“ skrifar Hannes í tölvupósti til Buchanans þann 4. ágúst 2000 [þýðingin er blaðamanns]. Þá segir hann hagfræðinga einblína á rekstrarstöðu ríkissjóðs til skamms tíma fremur en kerfislæg atriði sem skipta máli til langs tíma. 

„Forsætisráðherra, sem er góður 
vinur minn, skilur þetta vel“

„Reyndar tel ég að Ísland geti orðið skattaskjól (e. tax haven), ekki fyrir svarta starfsemi, heldur fyrir fyrirtæki sem sækjast eftir því að starfa á lágskattasvæðum. Ég held við ættum að lækka fyrirtækjaskatt úr 30 prósentum niður í 10 prósent og þá skapast sjálfkrafa þrýstingur á að lækka líka tekjuskatt einstaklinga. Þannig er hægt að skapa fjöldafylgi við skattalækkanir um leið og við njótum góðs af uppsveiflu þar sem ný fyrirtæki flýja skattasamræminguna í Evrópu […] og festa rætur á Íslandi. Ég vil gjarnan skrifa þér meira um þetta síðar, en þú yrðir ómetanlegur bandamaður í að sannfæra stjórnmálamenn og almenning hér á landi um ágæti skattalækkana.“  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sagnfræði

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
5
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár