Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Hannes bað þekktan hagfræðing um aðstoð við að breyta Íslandi í skattaskjól

Hann­es Hólm­steinn Giss­ur­ar­son stjórn­mála­fræði­pró­fess­or, sem hef­ur und­an­far­in ár unn­ið að rann­sókn á er­lend­um áhrifa­þátt­um efna­hags­hruns­ins, skrif­að­ist á við frjáls­hyggju­mann­inn James M. Buchan­an fyr­ir hrun og bað hann um að­stoð í hug­mynda­stríð­inu á Ís­landi. Hann­es sagði álíka af­ger­andi breyt­ing­ar hafa orð­ið á ís­lenska hag­kerf­inu og í Chile og lýsti hug­mynd­um sín­um um stór­fellda lækk­un fyr­ir­tækja­skatts sem síð­ar urðu að veru­leika.

Hannes bað þekktan hagfræðing um aðstoð við að breyta Íslandi í skattaskjól

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, skrifaðist á við bandaríska hagfræðinginn James M. Buchanan upp úr aldamótum og óskaði eftir aðstoð hans við að sannfæra íslenskan almenning og stjórnmálamenn um nauðsyn stórfelldra skattalækkana svo breyta mætti Íslandi í „skattaskjól“. 

Hannes sagði Buchanan frá afrekum Davíðs Oddssonar, vinar síns, og lýsti þeirri skoðun að ríkisstjórnir Davíðs hefðu umbreytt íslenska hagkerfinu með jafn afgerandi hætti og tekist hefði í Chile undir Pinochet og í Bretlandi undir forystu Thatchers. 

Þetta kemur fram í bréfum sem Hannes sendi Buchanan árin 2000 og 2005. Stundin komst yfir afrit af bréfunum en þau eru varðveitt í skjalasafni Buchanans í George Mason-háskóla í Virginíu. 

Buchanan hlaut Nóbelsverðlaun Seðlabanka Svíþjóðar í hagfræði árið 1986 og er þekktastur fyrir framlag sitt til stjórnarskrárhagfræði og svokallaðra almannavalsfræða (e. Public Choice Theory). Buchanan taldi að beita mætti aðferðum hagfræðinnar við greiningu á stjórnmálum, enda létu stjórnmálamenn, embættismenn og kjósendur jafnan stjórnast af eiginhagsmunum rétt eins og leikendur á frjálsum markaði. Hvatti Buchanan til þess að svigrúmi stjórnmálamanna til lagasetningar, skattheimtu og fjárútláta væru settar þröngar skorður í stjórnarskrá.

Samskipti Hannesar og Buchanans veita athyglisverða innsýn í baráttu Hannesar fyrir frjálshyggju og varpa ljósi á það mikla áhrifavald sem hann hafði á Íslandi í valdatíð Sjálfstæðisflokksins fyrir hrun. Þá eru bréfin vitnisburður um það kapp sem Hannes og íslenskir frjálshyggjumenn lögðu á að fá erlenda vopnabræður sína til Íslands til að ljá boðskapnum um markaðsfrelsi, lægri skatta og minni samneyslu aukna vigt. 

Fögnuðu verðlaunumMyndin birtist í Morgunblaðinu í desember 1986 eftir að vinir Buchanans höfðu haldið veislu honum til heiðurs í Stokkhólmi vegna nóbelsverðlaunanna. Buchanan er til vinstri, Hannes til hægri og í miðjunni er Ingemar Ståhl, hagfræðiprófessor í Lundi.

Buchanan var einn þeirra frjálshyggjumanna sem komu til Íslands og héldu fyrirlestra á níunda áratugnum í boði Félags frjálshyggjumanna. Með þessu var jarðvegurinn undirbúinn fyrir þau hugmyndafræðilegu og pólitísku umskipti sem urðu á Davíðstímanum. Eftir aldamót, þegar Davíð Oddsson var forsætisráðherra og íslenska frjálshyggjutilraunin komin á fullt, skrifaði Hannes bréf til Buchanans og bað hann um að koma aftur til Íslands. 

Hvatti Buchanan til að koma til ÍslandsHér má sjá tölvupóst Hannesar til Buchanans frá 2000. Pósturinn virðist vera viðbragð við svari Buchanans við fyrra bréfi Hannesar.

Skattalækkanir síður afturkræfar

„Það er sérstaklega brýnt að þú komir til Íslands einhvern tímann næsta vetur ef þú hefur tök á. Nú er ég að hvetja til þess að við lækkum skatta í stað þess að greiða niður skuldir, því skattalækkanir eru síður afturkræfar (e. more irreversible). Forsætisráðherra, sem er góður vinur minn, skilur þetta vel,“ skrifar Hannes í tölvupósti til Buchanans þann 4. ágúst 2000 [þýðingin er blaðamanns]. Þá segir hann hagfræðinga einblína á rekstrarstöðu ríkissjóðs til skamms tíma fremur en kerfislæg atriði sem skipta máli til langs tíma. 

„Forsætisráðherra, sem er góður 
vinur minn, skilur þetta vel“

„Reyndar tel ég að Ísland geti orðið skattaskjól (e. tax haven), ekki fyrir svarta starfsemi, heldur fyrir fyrirtæki sem sækjast eftir því að starfa á lágskattasvæðum. Ég held við ættum að lækka fyrirtækjaskatt úr 30 prósentum niður í 10 prósent og þá skapast sjálfkrafa þrýstingur á að lækka líka tekjuskatt einstaklinga. Þannig er hægt að skapa fjöldafylgi við skattalækkanir um leið og við njótum góðs af uppsveiflu þar sem ný fyrirtæki flýja skattasamræminguna í Evrópu […] og festa rætur á Íslandi. Ég vil gjarnan skrifa þér meira um þetta síðar, en þú yrðir ómetanlegur bandamaður í að sannfæra stjórnmálamenn og almenning hér á landi um ágæti skattalækkana.“  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sagnfræði

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár