Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Haldið áfram eða endað eftir framhjáhald

Sál­fræð­ing­ur var­ar við því að sýnd sé dóm­harka eft­ir fram­hjá­hald.

Haldið áfram eða endað eftir framhjáhald
Endalok eða upphaf? Framhjáhald getur verið upphaf að nýju sambandi við sama maka, ef unnið er rétt úr því. Mynd: Shutterstock

Í parsamböndum geta komið upp hin ýmsu svik bæði í formi lyga og særinda. Við mannfólkið höfum þó valið að taka svik er varðar framhjáhald upp á sér plan sem bæði ófyrirgefanlegt og óafsakanlegt með öllu. Hver hefur ekki heyrt orðtiltækið „Once a cheater always a cheater“. Í dag er framhjáhald ein helsta ógn hjónabandsins og ástæða fjölda skilnaðar í nútíma samfélagi. En þarf framhjáhald að vera endastöð? 

Ragnhildur BjarkadóttirRáðleggur hjónum eftir framhjáhald að leita ekki sökudólgs, en að tryggja að ekki sé skotist undan ábyrgð.

Til er þögull hópur para sem kosið hefur að láta framhjáhald ekki verða lokapunktinn í sínu hjónabandi. Stór hluti þessara para kýs þó að halda þessari ákvörðun út af fyrir sig vegna sterkra og afdráttarlausra samfélagsskoðana á ótryggð í hjónabandi. Þolendur framhjáhalds finna fyrir skömm yfir að hafa lent í hjúskaparbroti og upplifa í framhaldinu enn dýpri skömm við að  geta ekki rætt brotið opinskátt í nærumhverfinu. Ástæða þess er að erfitt þykir að ræða framhjáhaldið opinskátt af ótta við að vera stimplaður sem undirlægja, já eða dyramotta fyrir að hafa ákveðið að segja ekki skilið við hjónabandið í kjölfar brotsins.                           

Ragnhildur Bjarkadóttir, sálfræðingur hjá Auðnast, hefur sérhæft sig í fjölskyldu- og parameðferð og hefur víðtæka reynslu af því að vinna með pörum sem hafa lent á endastöð með sitt samband sökum framhjáhalds. Þetta eru pör, eðlilegt fólk úr öllum stigum þjóðfélagsins sem hafa lent í brotsjó með hjónabandið. Þau vitja til hennar í leit að vonarglætu, einhvers konar haldreipi og aðstoð á djúpsárustu augnablikum parsambandsins. Ragnhildur setur sig hvorki með né á móti þeim ákvörðunum sem pör taka í  kjölfar framhjáhalds en gefur innsýn í reynsluheim í formi ráðgjafar sem sérfræðingur í sinni grein.

Makinn settur í guðatölu

„Staðreyndin er sú að hjónabandið þarf að rækta, það vitum við. Að hjónabandinu þarf að hlúa vel að og næra til þess að afrakstur þess skili sér. Ef það er gert verður blómatímabilið lengra og krefjandi tímabilin viðráðanlegri. En það eru margir sem taka afdrifarík feilspor í ræktun hjónabandsins sem geta léttilega leitt til bresta, framhjáhalds og jafnvel sundrungar, en framhjáhald er ein helsta ástæða hjónaskilnaðar hérlendis. Mín reynsla sem fagaðili  hefur leitt í ljós rauðan þráð sem einkennir brostin parsambönd. Sá þráður er misskilningurinn um að hjónabandið eigi að vera einhvers konar verksmiðja sem framleiði hamingju og flugeldakynlíf í massavís, með öllu óháð vinnuframlagi. Sem hluthafar hjónabands virðumst við eiga það til að forðast skilmálana sem fylgja því að skuldbinda sig að öðrum aðila,“ segir hún.

„Mín reynsla sem fagaðili  hefur leitt í ljós rauðan þráð sem einkennir brostin parsambönd.“

„Ég get útskýrt það með léttri samlíkingu, en þegar við byrjum í nýrri vinnu þá án umhugsunar skrifum við undir samning sem skuldbindur okkur að vissu vinnuframlagi, tilgreindum vinnustundum, trúnaðar fyrirkomulagi og jafnvel mögulegri framtíðarsýn. En með hjónabandið eiga þessir þættir bara einhvern veginn að vera til staðar og birtast einstaklingnum án þess að hann leggi nokkuð á sig. Við setjum maka okkar í hálfgerða guðatölu um að hann eigi að uppfylla svo ótal margt. Hann á að vera besti vinurinn, okkar helsta klappstýra, ómótstæðilegur elskhugi, góður hlustandi, sem getur komið manni til að hlæja þegar þess þarf og lesi hugsanir manns þegar svo ber undir. En hvað ef eitthvað af ofantöldu klikkar? Getur mögulega myndast hætta á því að fólk leiti þessara uppfyllingarþátta utan hjónabandsins?“

ÁstinEf samband er ekki ræktað fjarar undan því.

Hverjir halda framhjá?

Framhjáhald er algengt og helst ekki í hendur við það hversu aðlaðandi makinn er. „Ég heyrði út undan mér um daginn vinkvennahóp ræðandi framhjáhald Jay Z gagnvart Beyonce, ofuparsins sem virðist allt hafa. Ein konan greip þá inn í og sagði; er einhver hólpinn úr því Jay Z heldur framhjá eiginkonu sinni, sem er ein fallegasta og hæfileikaríkasta kona heims, sem er um leið holdgervingur ofurkonunnar? Það er nefnilega málið að ríkidómur, velgengni og fegurð kemur hreinlega ekkert málinu við. Það er ekki einhver ein formúla af fólki sem heldur framhjá. Hjúskaparbrot geta meira að segja átt sér stað í hamingjusömum hjónaböndum,“ segir Ragnhildur.

„Það að upplifa að maður sé eftirsóttur í augum annarra er nefnilega nærandi tilfinning“

Hún bætir enn fremur við að „margvíslegar ástæður liggi að baki framhjáhaldi og margt sem getur kynt undir það. Stundum er um að ræða einna nætur gaman þar sem losti og spenna grípur viðkomandi, en í slíkum aðstæðum er það oft sameiginleg aðdáun sem grípur fólk og ruglar marga í ríminu, og enn frekar þegar áfengi er haft um hönd. Það að upplifa að maður sé eftirsóttur í augum annarra er nefnilega nærandi tilfinning, þá sérstaklega þegar hjónabandið svona hversdagslega er stútfullt af samskiptum sem innihalda praktíska hluti, líkt og: „Ætlar þú að skutla á handboltaæfingu? Ertu búin að borga reikningana?““

Ragnhildur segir slík samskipti nauðsynleg fyrir heimilisbatteríið, en geri á sama tíma ekkert fyrir sjálfstraustið. „Málið er að aðdáun úr óvæntri átt frá öðrum aðila en maka kitlar sjálfstraustið og getur mögulega leitt til þess að framhjáhald kvikni. Eins geta innri vandkvæði líkt og ábótavant sjálfstraust og efi um eigið ágæti ýtt undir þrá fyrir viðurkenningu af einhverju tagi.“

Lagði hjartað að veði Eftir mikla reiði og doða ákvað kona, sem komst að því að eiginmaðurinn hefði verið ótrúr, að vera hugrökk, leggja hjartað að veði og halda hjónabandinu áfram. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.

 

Tvöfalt líf

Ragnhildur segir framhjáhald geta tekið lengri tíma að þróast. „Þetta getur byrjað á vinskap sem leiðir á endanum út í eitthvað annað og dýpra. Fólk getur í framhaldinu lifað tvöföldu tilhugalífi í dágóðan tíma. Algengt er að samskiptin sem leiði út í framhjáhald eigi sér stað á vinnustað þar sem viðkomandi á í daglegum samskiptum. Framhjáhald getur einnig byrjað að þróast á líkamsræktarstöðvum eða í félagsskap í tengslum við áhugamál að ógleymdum netheiminum. Það sem á sér stað þegar rætur framhjáhaldsins taka að myndast er að það verður til einhvers konar nándartilfinning í bland við hrifningu. Skyndilega er viðkomandi búinn að eignast svokallaðan trúnaðarvin sem hann ræðir við um persónulega hluti og upplifir í gegnum vinskapinn hrifningu og áhugasemi sem hann finnur ekki í parsambandinu. Þetta getur svo síðar hægt og rólega þróast og teygt anga sína yfir í líkamlegt samneyti.“

Ragnhildur segist oft heyra skjólstæðinga sína á stofunni hjá sér sem hafa gerst brotlegir í hjónabandinu hafa upplifað sig hafa fundið sálufélaga sinn í framhjáhaldinu. Það án þess að þekkja viðkomandi á djúpu nótunum og ekki í hálfkvisti jafnvel og maka sinn. „Þetta þykir mér umhugsunarvert þar sem á sama tíma virðist sú vinna hafa gleymst í hjónabandinu, þessi sálufélagavinna og viðhald nándarsamskipta. En það eru margar ástæður fyrir því að djúp samskipti séu ómeðvitað sett á pásu í hjónalífinu. Það getur verið vegna vinnuálags, þreytu, krefjandi barna, tölvuleikja, tómstunda eða persónulegra vandkvæða. Það er einmitt þetta, það gleymist að það þarf að rækta hinn svokallaða sálufélaga og til þess þarf að búa til tíma og hlúa að samskiptunum. Það koma vissulega upp erfiðir tímar í flestum hjónaböndum en að komast í gegnum þá sterkari gerir stoðir parsambandsins öflugri en áður,“ segir Ragnhildur. 

Af hverju heldur fólk framhjá? „Ástæðurnar er yfirleitt persónubundnar en sammerkt með þeim öllum er að viðkomandi er yfirleitt ekki hamingjusamur í núverandi stöðu, hvort heldur með sig sjálfan persónulega eða í hjónabandinu. Það er að segja, viðkomandi getur verið að ganga í gegnum persónulega erfiðleika eða vinnandi úr gömlum andlegum særindum, eða verið óhamingjusamur í samskiptum við maka sinn. Mjög algengt sjónarhorn sem ég heyri er að hinn brotlegi upplifir sig einmana í hjónabandinu. Þetta er þó ekki algilt því ágætis hjónabönd geta líka lent á vegg.“ 

Enginn einn sökudólgur

Hverjum er framhjáhald að kenna? Ragnhildur segist eiga erfitt með að líta á framhjáhald með þeim hætti að benda eigi á sökudólg. „Það er oftast djúp saga á bakvið framhjáhaldið er varðar einstaklinginn sem hélt framhjá, maka hans eða jafnvel sá sem viðkomandi hélt framhjá. Yfirleitt þegar ég fer að rekja söguna með fólki kemur í ljós að sökudólgaaðferðin skilar engum árangri, þetta er allt saman eitt stórt tangó, mennskir brestir.“

Ábyrgðin er Ragnhildi hugleikin því þrátt fyrir feilsporið er brýnt að minna á mikilvægi þess að minna á ábyrgðina þegar kemur að framhjáhaldi. Sá sem heldur framhjá þarf að taka fulla ábyrgð á broti sínu. 

Hjónabandið sett í öndunarvél

Hvað eiga hjón að gera í kjölfar framhjáhalds ef þau vilja bæta hlutina? „Fólk þarf að byrja á því að leita sér aðstoðar. Það dettur engum í hug við beinbrot að kaupa sér gipsi, fara með það heim og setja það á sig sjálfur. Þegar framhjáhald á sér stað í hjónabandi þarf fólk hjálp, svo einfalt er það. Ráðgjafi eða sálfræðingur getur hjálpað ykkur við að finna hvaða aðstoð þið þurfið og hvaða aðferðir eru heppilegastar í ykkar tilviki. Sá sem heldur framhjá ber ávallt strax frá byrjun ábyrgð á gjörðum sínum, það er algjör forsenda.“

Er hægt að koma í veg fyrir framhjáhald? Ragnhildur leggur áherslu á mikilvægi forvarnarvinnu sem mögulega getur komið í veg fyrir bresti í hjónabandi. „Hjá mörgum pörum er hægt að koma í veg fyrir framhjáhald með forvarnarvinnu. Með því að fólk geri sér grein fyrir því að hjónaband kostar vinnu, tíma, málamiðlanir, hreinskilni, traust og þolinmæði. Með þessum lykilatriðum er hægt að leggja traustan grunn til þess að byggja hamingju og einingu ofan á. Við þetta bætist síðan leikur, gleði og spenna sem yfirleitt er erfiðara að viðhalda í langtímasambandi. En slík vinna dregur töluvert úr líkum á framhjáhaldi.“

Ragnhildur segir marga af sínum skjólstæðingum sem hafa lent í framhjáhaldi koma í það sem hún kallar fjórðungsuppgjör. „Það felur í sér að pör koma á þriggja mánaða millibili. Við förum yfir grunnþættina; hvað hefur gengið vel, hvað má bæta, hver eru verkefni næstu mánaða o.s.frv. Hér er allt rætt: kynlíf - fjárhagur - samtöl - vinir - fjölskylda - tengdó - fantasíur og tiltekt svo fátt eitt sé nefnt. Það má lýsa ferlinu við heilsuræktina. Við komum í veg fyrir vanheilsu með hreyfingu, það sama á við um og hjónbandið, þú kemur í veg fyrir vanheilsu í hjónabandinu með því að rækta sambandið.“ 

Að fyrirgefa

Er hægt að fyrirgefa framhjáhald og hvernig fer maður að því? „Það er vel hægt sé viljinn fyrir hendi og leiðin þangað er margvísleg og háð persónueinkennum hvers og eins. Sumir kjósa að ræða framhjáhaldið einu sinni og síðan aldrei aftur, á meðan aðrir vilja ræða mikið og margt. Traustið fer þegar framhjáhald á sér stað og fer drjúgur tími í að byggja það upp.“

Ragnhildur segir lykilatriði að bregðast við þegar framhjáhald hefur átt sér stað. „Ég lýsi því oft þannig að eftir framhjáhald, ef vilji er fyrir hendi, þurfti að setja parsambandið í öndunarvél á gjörgæslu, markmið parsins sé svo að koma því í endurhæfingu. Það krefst þess að báðir aðilar séu meðvitaðir um að aðstæðurnar eru krítískar, allir eru viðkvæmir og að sökudólgaaðferðin skilar yfirleitt ekki árangri. Eins er mikilvægt að sættast við allar erfiðar tilfinningar og leyfa þeim að koma upp á yfirborðið. Reiði, leiði, sektarkennd, öfund, höfnun og dofi eru algengar tilfinningar sem allar þurfa sinn tíma. En eins og með svo margt þá er það er persónubundið í hverju endurhæfingin felst en yfirleitt er þemað; skýr samskipti, umburðarlyndi og hreinskilni.“

Þetta með óttann

Eins segir Ragnhildur mikilvægt í byrjun batans að gerður sé fullgildur samningur um að báðir aðilar séu skuldbundnir því að reyna að gera sitt allra besta áður en frekari ákvarðanir eru teknar. „Að hræðast ekki að vera ósammála, því það er ekki hægt að vera sammála um allt. Fólk óttast of mikið það að vera ósammála – kunna ekki að finna málamiðlanir, eða hræðast það og fara í kjölfarið að draga ályktanir um að ástin sé líklegast farin að fölna því þeir séu ekki sammála um alla hluti eða að þeim finnist ekki hann/ hún skilja sína hlið. Staðreyndin hér er sú að fólk verður að geta verið ósammála, farið út í sitthvort hornið í smá stund, rifist og rökrætt. En slíkt er ekki hægt sé maður alltaf hræddur um að hinn aðilinn pakki niður í tösku og fari. Eins er vert að muna að fórnalambið í framhjáhaldinu þarf ekki að vera fórnalambið í hjónabandinu sjálfu. Það er enginn einn vondur og annar góður.“

Opna á umræðuna

„Að lenda í framhjáhaldi getur verið líkt og að verða fyrir einhverri plágu. Eftir framhjáhald fer af stað hið þögla sorgarferli þar sem einstaklingurinn fær oft ekki þá samúð sem hann þarfnast. Það er eins með framhjáhaldið og hvers kyns óvæntar plágur, að þær geta vissulega fellt mann. En ef maður nær að standa þær af sér á hvorn háttinn sem er getur það gefið af sér dýrmætt upphaf í nýrri mynd. Sumt fólk fer í gegnum nokkur mismunandi sambönd í gegnum lífið á meðan aðrir mögulega fara í gegnum tvö misjöfn sambönd en þó með sama aðilanum. Reynum að leggja okkur fram við að beita ekki dómhörku ef vinafólk eða fjölskyldumeðlimir lenda í framhjáhaldi. Veitum stuðning, sýnum samkennd og forðast eftir fremsta megni að taka afstöðu. Ef við gerum það þá minnkum við líkurnar á því að pör sem verða fyrir framhjáhaldi beri harm sinn áfram í hljóði.“

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár