Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Mæla með nýrri flugstöð á BSÍ reit

Verk­efna­hóp­ur ráð­herra legg­ur til að rík­ið taki þátt í hug­mynda­sam­keppni borg­ar­inn­ar um BSÍ reit. Hóp­ur­inn tel­ur að sam­göngu­mið­stöð þar nýt­ist þrátt fyr­ir að flug­völl­ur­inn fari úr Vatns­mýr­inni.

Mæla með nýrri flugstöð á BSÍ reit
Reykjavíkurflugvöllur Deilt hefur verið um staðsetningu flugvallarins í áratugi.

Verkefnahópur samgönguráðherra leggur til að ný flugstöð við Reykjavíkurflugvöll rísi á BSÍ reit. Hún verði hluti af samgöngumiðstöð sem nýtist þrátt fyrir að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni og kosti tæpa 2,8 milljarða í framkvæmd.

Hópurinn var skipaður af Jóni Gunnarssyni, fyrrverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og skilaði hann tillögum í dag. Hópurinn nefndi tvo aðra möguleika fyrir nýja flugstöð. Annars vegar nýbyggingu við Hótel Natura og hins vegar nýbyggingu norðaustan við núverandi flugstöð. Voru báðir möguleikarnir taldir dýrari og óhentugri en samgöngumiðstöð á BSÍ reit.

SamgöngumiðstöðSamgöngumiðstöð á BSÍ reit yrði tengd með undirgöngum undir Miklubraut.

Undirgöng tengi við flugvöll eða mögulega byggð í Vatnsmýri

Hópurinn taldi samlegð og hagræði nást af því að tengja flugið öllum almenningssamgöngum innan borgarinnar og við flugvöllinn í Keflavík. „Gera má ráð fyrir að tenging flugsins við almenningssamgöngur á þessum stað bjóði upp á ýmis tækifæri til að bæta rekstrargrundvöll flugrekenda,“ segir í skýrslu verkefnahópsins. „Gangi áætlanir eftir mun farþegafjöldi með flugi, almenningssamgöngum og ferðaþjónustu sem fer um samgöngumiðstöð á BSÍ reitnum verða a.m.k. 10 milljónir manns á ári.“

Í skýrslunni kemur fram að fulltrúar Reykjavíkurborgar hafi komið því á framfæri við ríkið að það geti gerst aðili að hugmyndasamkeppni um BSÍ reitinn sem fyrirhuguð er á næstunni. Tæki ríkið þátt gæti flugstöð orðið hluti af samkeppni um fyrirhugaða samgöngumiðstöð. „Þá er kostur við þessa leið að öll fjárfesting nýtist áfram þótt flugvöllurinn fari, ekki þarf að byggja með hliðsjón af mögulegum flutningi flugstöðvarinnar eins og reiknað var með í hinum kostunum tveimur sem skoðaðir voru,“ segir í skýrslunni. „Sömuleiðis nýtast undirgöng undir Miklubraut áfram við að tengja flugvallarsvæðið við samgöngumiðstöðina, Landsspítalareitinn og miðbæ Reykjavíkur.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flugvallarmál

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár