Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Mæla með nýrri flugstöð á BSÍ reit

Verk­efna­hóp­ur ráð­herra legg­ur til að rík­ið taki þátt í hug­mynda­sam­keppni borg­ar­inn­ar um BSÍ reit. Hóp­ur­inn tel­ur að sam­göngu­mið­stöð þar nýt­ist þrátt fyr­ir að flug­völl­ur­inn fari úr Vatns­mýr­inni.

Mæla með nýrri flugstöð á BSÍ reit
Reykjavíkurflugvöllur Deilt hefur verið um staðsetningu flugvallarins í áratugi.

Verkefnahópur samgönguráðherra leggur til að ný flugstöð við Reykjavíkurflugvöll rísi á BSÍ reit. Hún verði hluti af samgöngumiðstöð sem nýtist þrátt fyrir að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni og kosti tæpa 2,8 milljarða í framkvæmd.

Hópurinn var skipaður af Jóni Gunnarssyni, fyrrverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og skilaði hann tillögum í dag. Hópurinn nefndi tvo aðra möguleika fyrir nýja flugstöð. Annars vegar nýbyggingu við Hótel Natura og hins vegar nýbyggingu norðaustan við núverandi flugstöð. Voru báðir möguleikarnir taldir dýrari og óhentugri en samgöngumiðstöð á BSÍ reit.

SamgöngumiðstöðSamgöngumiðstöð á BSÍ reit yrði tengd með undirgöngum undir Miklubraut.

Undirgöng tengi við flugvöll eða mögulega byggð í Vatnsmýri

Hópurinn taldi samlegð og hagræði nást af því að tengja flugið öllum almenningssamgöngum innan borgarinnar og við flugvöllinn í Keflavík. „Gera má ráð fyrir að tenging flugsins við almenningssamgöngur á þessum stað bjóði upp á ýmis tækifæri til að bæta rekstrargrundvöll flugrekenda,“ segir í skýrslu verkefnahópsins. „Gangi áætlanir eftir mun farþegafjöldi með flugi, almenningssamgöngum og ferðaþjónustu sem fer um samgöngumiðstöð á BSÍ reitnum verða a.m.k. 10 milljónir manns á ári.“

Í skýrslunni kemur fram að fulltrúar Reykjavíkurborgar hafi komið því á framfæri við ríkið að það geti gerst aðili að hugmyndasamkeppni um BSÍ reitinn sem fyrirhuguð er á næstunni. Tæki ríkið þátt gæti flugstöð orðið hluti af samkeppni um fyrirhugaða samgöngumiðstöð. „Þá er kostur við þessa leið að öll fjárfesting nýtist áfram þótt flugvöllurinn fari, ekki þarf að byggja með hliðsjón af mögulegum flutningi flugstöðvarinnar eins og reiknað var með í hinum kostunum tveimur sem skoðaðir voru,“ segir í skýrslunni. „Sömuleiðis nýtast undirgöng undir Miklubraut áfram við að tengja flugvallarsvæðið við samgöngumiðstöðina, Landsspítalareitinn og miðbæ Reykjavíkur.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flugvallarmál

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
4
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
3
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár