Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sjö ára barni birt stefna á hendur móður þess

Um­boðs­mað­ur barna seg­ir um skýrt brot á lög­um sé að ræða. Bæði sé ver­ið að brjóta lög um með­ferð einka­mála og barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna. Móð­ir­in seg­ir sér gjör­sam­lega mis­boð­ið

Sjö ára barni birt stefna á hendur móður þess
Brotið gegn barnasáttmálanum Óheimilt er samkvæmt lögum um meðferð einkamála að afhenda börnum undir fimmtán ára stefnur. Það að sjö ára dreng hafi verið afhent stefna í gær er einnig brot á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Myndin er sviðsett. Mynd: Shutterstock

Stefnuvottur Sýslumannsins á Suðurnesjum afhenti í gær sjö ára gömlum dreng stefnu á hendur móður hans í Reykjanesbæ. Slíkt er með öllu óheimilt en ekki má afhenda neinum stefnu nema viðkomandi hafi náð fimmtán ára aldri hið minnsta. Umboðsmaður barna hyggst senda áréttingu til allra sýslumannsembætta vegna þessa.

Í gærkvöldi, 28. maí, brá Sigrún Dóra Jónsdóttir sér út á bílaplan við heimili sitt í Reykjanesbæ með fjögurra ára gömlum syni sínum, þar sem drengurinn var að æfa sig að hjóla. Á meðan að Sigrún var úti við bankaði stefnuvottur Sýslumannsins á Suðurnesjum upp á og fór annar sonur Sigrúnar, sjö ára gamall, til dyra. Þegar drengurinn hafði upplýst stefnuvottinn um að móðir sín væri ekki heima rétti stefnuvottur honum stefnuna og sagði honum að afhenda móður sinni skjalið.

Sigrún segir í samtali við Stundina að henni sé algjörlega misboðið vegna vinnubragðanna. „Það varð svo sem enginn skaði af þessu í gærkvöldi, sonur minn er aðeins sjö ára og áttaði sig ekki á hvað var um að ræða. Ef eldri sonur minn, þrettán ára sem líka var heima, hefði farið til dyra og tekið á móti þessu er ég hins vegar hrædd um að hann hefði tekið þetta nærri sér.“

„Þú réttir ekki barni svona póst“

Sigrún hafði samband við Lögregluna á Suðurnesjum í gær og tilkynnti um málið enda segist hún telja að um lögbrot sé að ræða. Þá sendi hún erindi á Sýslumanninn á Suðurnesjum, Umboðsmann barna, Sviðsstjóra Velferðarsviðs Reykjanesbæjar, dómsmálaráðherra og velferðarnefnd Alþingis þar sem hún vekur athygli á málinu.

Sigrún segist ekki ætla að opna stefnuna enda líti hún svo á að henni hafi ekki borist með réttmætum hætti. Þar í ofanálag hafi ekki verið kvittað fyrir móttöku hennar enda ekki við því að búast að sjö ára barn kvitti fyrir slíkt. „Þetta er bara rangt og menn hljóta að átta sig á því, sama hvern er um að ræða og sama hvað lögin segja, þú réttir ekki barni svona póst.“

Guðríður Bolladóttir, lögfræðingur hjá embætti Umboðsmanns barna, segir þessi vinnubrögð með öllu óheimil. „Það er ekki heimilt að birta stefnu fyrir barni sem er yngra en fimmtán ára. Það kemur bara fram í lögum um meðferð einkamála. Að afhenda barni stefnu með þessum hætti er brot á réttindum barnsins. Embætti umboðsmanns barna lítur svo á að þetta sé ekki eingöngu brot á lögum um meðferð einkamála heldur jafnframt í ósamræmi við eina af meginreglum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, um að það sem sé barninu fyrir bestu eigi alltaf að vera í forgangi. Við erum í þessum töluðu orðum að leggja lokahönd á erindi til allra sýslumannsembætta landsins þar sem við áréttum þessi sjónarmið og brýnum fyrir sýslumönnum að þeir sem sjái um stefnubirtingu sé kunnugt um þessar reglur og þeir fari að þeim. Þarna hefur orðið einhver misbrestur á því.“

Guðríður segir að sér sé ekki kunnugt um að viðlíka hafi áður komið fyrir, þó hún vilji ekki fullyrða það. Umboðsmaður barna muni svara erindi Sigrúnar og fylgjast áfram með málinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár