Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Katrín telur eðlilegt að ráðuneyti Ásmundar beri ábyrgð á framkvæmd og afmörkun óháðrar úttektar

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra túlk­aði spurn­ing­ar þing­konu um verk­samn­ings­gerð og ábyrgð á fram­kvæmd óháðr­ar at­hug­un­ar sem efa­semd­ir um heil­indi sér­fræð­ing­anna sem ann­ast verk­efn­ið.

Katrín telur eðlilegt að ráðuneyti Ásmundar beri ábyrgð á framkvæmd og afmörkun óháðrar úttektar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir eðlilegt að velferðarráðuneytið sjálft annist verksamningsgerð, afmarki nánar viðfangsefni og beri ábyrgð á framkvæmd athugunar sem lýtur meðal annars að ráðuneytinu sjálfu og málsmeðferð þess er varðar tiltekin barnaverndarmál þrátt fyrir að athugunin hafi verið kynnt sem óháð úttekt á vef forsætisráðuneytisins.

Þá vísar Katrín því á bug að athugunin hafi verið boðuð með villandi hætti. „Ég var ekkert óheiðarleg í þeirri framsetningu og finnst það furðulegt að nálgast það þannig af háttvirtum þingmanni,“ sagði Katrín í svari við fyrirspurn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur á Alþingi í gær.

Forsætisráðuneytið tilkynnti þann 2. maí síðastliðinn að forsætisráðherra hefði ákveðið að fram færi „óháð úttekt“ á tilteknum málum á sviði barnaverndar sem verið hafa til umfjöllunar í velferðarráðuneytinu og hjá velferðarnefnd Alþingis. Í umræðum á Alþingi sama dag sagði Katrín meðal annars að hún liti á það sem „skyldu [s]ína sem forsætisráðherra að nýta þær heimildir sem ráðherrar hafa í lögum um Stjórnarráðið til þess að geta kallað til óháða sérfræðinga eins og ég hef nú gert, til þess að láta slíkt mat fara fram“. 

Stundin greindi svo frá því í gærmorgun að ábyrgðin á framkvæmd úttektarinnar lægi hjá velferðarráðuneytinu sem sæi um verksamningsgerðina og nánari afmörkun verkefnisins. Stundin spurði forsætisráðuneytið hvort Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari og Kristín Benediktsdóttir lagadósent fengju starfsmenn sér til aðstoðar við gerð úttektarinnar og hvort ætlast væri til þess að þau tækju viðtöl eða kölluðu eftir frekari gögnum frá hlutaðeigandi aðilum vegna barnaverndarmálanna sem Bragi Guðbrandsson hafði afskipti af og kvartað var undan. 

Forsætisráðuneytið vísaði spurningum Stundarinnar til velferðarráðuneytisins, enda kemur það í hlut þess að afmarka og skilgreina nánar viðfangsefni og markmið athugunarinnar þrátt fyrir að hún hafi verið kynnt sem „óháð úttekt“ á vef forsætisráðuneytisins og lúti sérstaklega að vinnubrögðum velferðarráðuneytisins sjálfs og embættisfærslum Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu sem núverandi félagsmálaráðherra kallaði til starfa innan ráðuneytisins samhliða kosningabaráttu hans vegna framboðs til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. 

Úttektin var boðuð eftir að í ljós kom að Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra hélt því leyndu fyrir velferðarnefnd Alþingis að Bragi hefði verið snupraður af ráðuneytinu vegna óeðlilegra afskipta af barnaverndarmáli þar sem Bragi beitti sér fyrir því að faðir fengi að umgangast dætur sínar þrátt fyrir grunsemdir barnaverndarnefndar og meðferðaraðila um að hann hefði misnotað þær kynferðislega.

Stjórnvöld í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi bíða eftir niðurstöðu úttektarinnar, enda höfðu ríkin lýst yfir stuðningi við framboð Braga Guðbrandssonar til Barnaréttarnefndar Sameinuðuð þjóðanna áður en utanríkisráðuneytum þeirra var greint frá því að Bragi hefði, að mati íslenska velferðarráðuneytisins, farið út fyrir starfssvið sitt með óeðlilegum afskiptum af viðkvæmu máli. „Nýlega var okkur greint frá því að sett hefði verið af stað óháð athugun á verklagi barnaverndaryfirvalda á Íslandi. Við fylgjumst með framgangi athugunarinnar í gegnum sendiráð okkar í Reykjavík og bíðum frekari upplýsinga,“ sagði upplýsingafulltrúi hjá sænska utanríkisráðuneytinu nýlega í tölvupósti til Stundarinnar. 

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata, gerði athugunina að umtalsefni í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í gær:

„Á vefmiðli Stundarinnar í dag kemur fram að velferðarráðuneytið annist verksamningsgerð og semji við úttektaraðila, skilgreini verkefnið og beri ábyrgð á framkvæmd þess. Áður en lengra er haldið vil ég segja að ég hef enga ástæðu til að efast um heilindi þeirra einstaklinga sem fengnir hafa verið til að vinna úttektina, en ég vil þó spyrja hæstvirtan forsætisráðherra hvort henni finnist það heiðarleg framsetning af hennar hálfu að svara fyrirspurn minni um skipan nefndarinnar í óundirbúnum fyrirspurnatíma þann 2. maí á þennan veg, með leyfi forseta: „Það er hins vegar skylda mín sem forsætisráðherra að nýta þær heimildir sem ráðherrar hafa í lögum um Stjórnarráðið til þess að geta kallað til óháða sérfræðinga, eins og ég hef nú gert, til þess að láta slíkt mat fara fram.“ Í sömu ræðu vísaði ráðherra einnig í nauðsyn þess að nýta þessar heimildir til að tryggja að þessi mál, barnaverndarmál, væru hafin yfir allan vafa. Ég vil því spyrja hæstvirtan forsætisráðherra: Finnst hæstvirtum ráðherra þetta heiðarleg framsetning af sinni hálfu? Í öðru lagi: Telur hæstvirtur ráðherra að niðurstaða úttektar sem velferðarráðuneytið verkstýrir um sín eigin verk geti verið hafin yfir allan vafa?“

Katrín svaraði:

„Herra forseti. Háttvirtur þingmaður spyr hvort ég hafi verið óheiðarleg í framsetningu á því hvernig staðið er að úttekt á málum barnaverndar í kjölfar umfjöllunar í fjölmiðlum um þau mál. Ég svara því neitandi. Ég var ekki óheiðarleg í þeirri framsetningu og finnst furðulegt af háttvirtum þingmanni að nálgast það þannig.

Staðreyndir málsins eru þær að ég kallaði til þá sérfræðinga sem hér um ræðir, Kjartan Bjarna Björgvinsson héraðsdómara og Kristínu Benediktsdóttur dósent, og óskaði eftir því að þau myndu framkvæma þessa úttekt. Ég lagði fram minnisblað í ríkisstjórn um það mál þar sem ríkisstjórninni var tilkynnt um þetta. Í því minnisblaði var sömuleiðis farið yfir hver verkefni þessara sérfræðinga væru.

Í svari mínu við fyrirspurn háttvirts þingmanns, ef ég man rétt, kom líka fram að verkefnið væri ekki unnið samkvæmt lögum um rannsóknarnefndir, heldur samkvæmt lögum um Stjórnarráðið. Verkefnið er að fara yfir málsmeðferð stjórnvalda í þeim málum sem voru til umfjöllunar, þ.e. Barnaverndarstofu, barnaverndarnefnda og velferðarráðuneytis. Hins vegar þarf samkvæmt stjórnarráðslögum greiðsla þessa máls sem verður greidd af ráðstöfunarfé ríkisstjórnar að fara í gegnum velferðarráðuneytið og því er verksamningur gerður við það.

Það er ekkert í þessari málsmeðferð sem dregur úr því að þeir sérfræðingar sem ég fékk til starfans, eins og kom fram í svari mínu við fyrirspurn háttvirts þingmanns, geti sinnt af heilindum því verkefni sem þeim var falið. Úttektinni verður skilað til ríkisstjórnarinnar. Í þessu sama minnisblaði kom fram að þessi niðurstaða yrði líka birt opinberlega þegar hún lægi fyrir. Háttvirtur þingmaður þarf því ekki að hafa neinar áhyggjur af óheiðarleika í þessu máli.“

Þórhildur kom aftur upp og sagði:

„Herra forseti. Enn hef ég áhyggjur. Áhyggjur mínar snúa einfaldlega að því — og nú spyr ég um heiðarlega framsetningu vegna þess að af orðum hæstvirts ráðherra mátti skilja að það væri á ábyrgð hæstvirts forsætisráðherra að skipa þessa óháðu úttektaraðila og að í stað þess að þeir ynnu á verksamningi við velferðarráðuneytið myndu þeir vinna á verksamningi við forsætisráðuneytið, eða a.m.k. ótengdir velferðarráðuneytinu. Ég leyfi mér að endurtaka síðari spurningu mína við hæstvirtan forsætisráðherra. Finnst hæstvirtum forsætisráðherra eðlilegt að niðurstaða úttektar sem velferðarráðuneytið verkstýrir verði hafið yfir allan vafa ef það snýr að störfum velferðarráðuneytisins sjálfs? Er það trúverðugt?“

Og Katrín svaraði: 

„Herra forseti. Það kom fram í máli mínu við fyrri fyrirspurn háttvirts þingmanns að ég hefði kallað þessa sérfræðinga til. Það er sannleikanum samkvæmt. Það er það sem ég sagði við háttvirtan þingmann þá og get staðfest við hann nú. Það var sömuleiðis ég sem lagði upp línur verkefnisins, þ.e. að fara yrði yfir öll gögn og málsmeðferð þeirra stjórnvalda sem um ræddi. Það liggur hins vegar fyrir að þau gögn liggja fyrir í velferðarráðuneytinu. Samkvæmt stjórnarráðslögunum er þetta á málasviði velferðarráðuneytisins. Það liggur líka fyrir að það var ósk hæstvirts félags- og jafnréttismálaráðherra að hann myndi hvorki stýra verkefninu né því hvaða sérfræðingar yrðu fengnir til verksins. En, já, það er rétt, þetta mun fara úr bókum velferðarráðuneytisins í gegnum ráðstöfunarfé ríkisstjórnar. Ef háttvirtur þingmaður hefur áhyggjur af því, eins og ég sagði áðan, að þeir sérfræðingar muni ekki sinna þessu verkefni af heilindum vegna þessa get ég alveg fullvissað hann um að ég hef enga ástæðu til að ætla það.“

Stundin hefur óskað eftir því að fá verksamninginn afhentan og ítarupplýsingar um afmörkun og markmið úttektarinnar. Forsætisráðuneytið gat ekki veitt þær upplýsingar og velferðarráðuneytið hefur ekki tilkynnt um móttöku upplýsingabeiðninnar þrátt fyrir að hátt í vika sé liðin síðan forsætisráðuneytið áframsendi hana þangað. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár