Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Fjölgun borgarfulltrúa bjargaði Vinstri grænum

Hvorki Vinstri græn né Flokk­ur fólks­ins hefðu feng­ið kjörna borg­ar­ful­trúa ef þeim hefði ekki ver­ið fjölg­að. Sjálf­stæð­is­flokki hefði nægt sam­starf við tvo flokka til að mynda meiri­hluta.

Fjölgun borgarfulltrúa bjargaði Vinstri grænum
Líf Magneudóttir Oddviti Vinstri grænna hefði ekki náð kjöri í borgarstjórn hefði borgarfulltrúum ekki verið verið fjölgað úr 15 í 23. Mynd: Heiða Helgadóttir

Hvorki Vinstri græn né Flokkur fólksins hefðu náð kjöri í borgarstjórn ef tala borgarfulltrúa hefði verið óbreytt frá því sem var á síðasta kjörtímabili. Borgarfulltrúum fjölgaði sem kunnugt er úr 15 í 23 við kosningarnar á laugardag.

Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, varð sextándi borgarfulltrúinn í kosningunum og hefði því ekki náð kjöri hefði fulltrúatalan verið óbreytt. Lengra er í Kolbrúnu Baldursdóttur, oddvita Flokks fólksins, en hún varð nítjánda inn í borgarstjórn.

Hefði borgarfulltrúm ekki fjölgað hefðu úrslit verið þau að Sjálfstæðisflokkurinn hefði fengið kjörna sex fulltrúa, Samfylkingin fimm og Viðreisn, Píratar, Sósíalistaflokkur Íslands og Miðflokkur einn fulltrúa hver. Rétt eins og nú hefði aðeins ein tveggja flokka stjórn verið möguleg, samstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Sú stjórn er út af borðinu þar eð Dagur B. Eggertsson hefur hafnað samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn.

Sjálfstæðisflokkur hefði miðað við óbreyttan fulltrúafjölda getað myndað þriggja flokka stjórn með tveimur af hverjum hinna flokkanna fjögurra en eins og nú er getur flokkurinn aðeins myndað þriggja flokka stjórn með Viðreisn og Pírötum. Sú stjórn er þó ekki í boði, þar eð Píratar hafa hafnað samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Nái flokkurinn að mynda stjórn er því hægt að slá því föstu að hún muni alltaf verða að lágmarki fjögurra flokka. Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, hafnaði samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og Miðflokkinn í viðtali við Stundina fyrir kosningar. Því má gera ráð fyrir að eina leið Eyþórs Arnalds og samstarfsfólks hans í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins til að ná meirihluta sé að ná samkomulagi þar um við Viðreisn, Miðflokkinn og Flokk fólksins.

Samfylkingin hefði hins vegar þurft að fá til liðs við sig þrjá aðra flokka hefði fulltrúum ekki verið fjölgað. Raunar þarf flokkurinn, hyggist hann halda meirihlutanum í borgarstjórn, eftir sem áður að fá til liðs við sig að lágmarki þrjá flokka eins og staðan er. Píratar og Vinstri græn lýstu bæði yfir vilja til að halda meirihlutasamstarfinu áfram fyrir kosningar. Séu flokkarnir báðir ennþá viljugir til þess nægir að fá Viðreisn til liðs við meirihlutann en einnig væri hægt að semja um samstarf við Sósíalistaflokkinn og Flokk fólksins. Þá er hent á lofti þeim möguleika að Vinstri græn verði utan meirihlutans en engar fregnir hafa borist af ákvörðunum í þá veru.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár