Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fjölgun borgarfulltrúa bjargaði Vinstri grænum

Hvorki Vinstri græn né Flokk­ur fólks­ins hefðu feng­ið kjörna borg­ar­ful­trúa ef þeim hefði ekki ver­ið fjölg­að. Sjálf­stæð­is­flokki hefði nægt sam­starf við tvo flokka til að mynda meiri­hluta.

Fjölgun borgarfulltrúa bjargaði Vinstri grænum
Líf Magneudóttir Oddviti Vinstri grænna hefði ekki náð kjöri í borgarstjórn hefði borgarfulltrúum ekki verið verið fjölgað úr 15 í 23. Mynd: Heiða Helgadóttir

Hvorki Vinstri græn né Flokkur fólksins hefðu náð kjöri í borgarstjórn ef tala borgarfulltrúa hefði verið óbreytt frá því sem var á síðasta kjörtímabili. Borgarfulltrúum fjölgaði sem kunnugt er úr 15 í 23 við kosningarnar á laugardag.

Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, varð sextándi borgarfulltrúinn í kosningunum og hefði því ekki náð kjöri hefði fulltrúatalan verið óbreytt. Lengra er í Kolbrúnu Baldursdóttur, oddvita Flokks fólksins, en hún varð nítjánda inn í borgarstjórn.

Hefði borgarfulltrúm ekki fjölgað hefðu úrslit verið þau að Sjálfstæðisflokkurinn hefði fengið kjörna sex fulltrúa, Samfylkingin fimm og Viðreisn, Píratar, Sósíalistaflokkur Íslands og Miðflokkur einn fulltrúa hver. Rétt eins og nú hefði aðeins ein tveggja flokka stjórn verið möguleg, samstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Sú stjórn er út af borðinu þar eð Dagur B. Eggertsson hefur hafnað samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn.

Sjálfstæðisflokkur hefði miðað við óbreyttan fulltrúafjölda getað myndað þriggja flokka stjórn með tveimur af hverjum hinna flokkanna fjögurra en eins og nú er getur flokkurinn aðeins myndað þriggja flokka stjórn með Viðreisn og Pírötum. Sú stjórn er þó ekki í boði, þar eð Píratar hafa hafnað samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Nái flokkurinn að mynda stjórn er því hægt að slá því föstu að hún muni alltaf verða að lágmarki fjögurra flokka. Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, hafnaði samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og Miðflokkinn í viðtali við Stundina fyrir kosningar. Því má gera ráð fyrir að eina leið Eyþórs Arnalds og samstarfsfólks hans í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins til að ná meirihluta sé að ná samkomulagi þar um við Viðreisn, Miðflokkinn og Flokk fólksins.

Samfylkingin hefði hins vegar þurft að fá til liðs við sig þrjá aðra flokka hefði fulltrúum ekki verið fjölgað. Raunar þarf flokkurinn, hyggist hann halda meirihlutanum í borgarstjórn, eftir sem áður að fá til liðs við sig að lágmarki þrjá flokka eins og staðan er. Píratar og Vinstri græn lýstu bæði yfir vilja til að halda meirihlutasamstarfinu áfram fyrir kosningar. Séu flokkarnir báðir ennþá viljugir til þess nægir að fá Viðreisn til liðs við meirihlutann en einnig væri hægt að semja um samstarf við Sósíalistaflokkinn og Flokk fólksins. Þá er hent á lofti þeim möguleika að Vinstri græn verði utan meirihlutans en engar fregnir hafa borist af ákvörðunum í þá veru.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár