Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Fjölgun borgarfulltrúa bjargaði Vinstri grænum

Hvorki Vinstri græn né Flokk­ur fólks­ins hefðu feng­ið kjörna borg­ar­ful­trúa ef þeim hefði ekki ver­ið fjölg­að. Sjálf­stæð­is­flokki hefði nægt sam­starf við tvo flokka til að mynda meiri­hluta.

Fjölgun borgarfulltrúa bjargaði Vinstri grænum
Líf Magneudóttir Oddviti Vinstri grænna hefði ekki náð kjöri í borgarstjórn hefði borgarfulltrúum ekki verið verið fjölgað úr 15 í 23. Mynd: Heiða Helgadóttir

Hvorki Vinstri græn né Flokkur fólksins hefðu náð kjöri í borgarstjórn ef tala borgarfulltrúa hefði verið óbreytt frá því sem var á síðasta kjörtímabili. Borgarfulltrúum fjölgaði sem kunnugt er úr 15 í 23 við kosningarnar á laugardag.

Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, varð sextándi borgarfulltrúinn í kosningunum og hefði því ekki náð kjöri hefði fulltrúatalan verið óbreytt. Lengra er í Kolbrúnu Baldursdóttur, oddvita Flokks fólksins, en hún varð nítjánda inn í borgarstjórn.

Hefði borgarfulltrúm ekki fjölgað hefðu úrslit verið þau að Sjálfstæðisflokkurinn hefði fengið kjörna sex fulltrúa, Samfylkingin fimm og Viðreisn, Píratar, Sósíalistaflokkur Íslands og Miðflokkur einn fulltrúa hver. Rétt eins og nú hefði aðeins ein tveggja flokka stjórn verið möguleg, samstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Sú stjórn er út af borðinu þar eð Dagur B. Eggertsson hefur hafnað samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn.

Sjálfstæðisflokkur hefði miðað við óbreyttan fulltrúafjölda getað myndað þriggja flokka stjórn með tveimur af hverjum hinna flokkanna fjögurra en eins og nú er getur flokkurinn aðeins myndað þriggja flokka stjórn með Viðreisn og Pírötum. Sú stjórn er þó ekki í boði, þar eð Píratar hafa hafnað samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Nái flokkurinn að mynda stjórn er því hægt að slá því föstu að hún muni alltaf verða að lágmarki fjögurra flokka. Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, hafnaði samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og Miðflokkinn í viðtali við Stundina fyrir kosningar. Því má gera ráð fyrir að eina leið Eyþórs Arnalds og samstarfsfólks hans í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins til að ná meirihluta sé að ná samkomulagi þar um við Viðreisn, Miðflokkinn og Flokk fólksins.

Samfylkingin hefði hins vegar þurft að fá til liðs við sig þrjá aðra flokka hefði fulltrúum ekki verið fjölgað. Raunar þarf flokkurinn, hyggist hann halda meirihlutanum í borgarstjórn, eftir sem áður að fá til liðs við sig að lágmarki þrjá flokka eins og staðan er. Píratar og Vinstri græn lýstu bæði yfir vilja til að halda meirihlutasamstarfinu áfram fyrir kosningar. Séu flokkarnir báðir ennþá viljugir til þess nægir að fá Viðreisn til liðs við meirihlutann en einnig væri hægt að semja um samstarf við Sósíalistaflokkinn og Flokk fólksins. Þá er hent á lofti þeim möguleika að Vinstri græn verði utan meirihlutans en engar fregnir hafa borist af ákvörðunum í þá veru.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár