Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Líf útilokar Sjálfstæðisflokk og Miðflokk

Stefna flokk­anna tveggja al­gjör­lega ósam­rýman­leg við stefnu Vinstri grænna. Seg­ir drauma­stöð­una að Vinstri græn og Sam­fylk­ing­in fái hrein­an meiri­hluta. Gæti séð fyr­ir sér sam­starf við Sósí­al­ista­flokk­inn

Líf útilokar Sjálfstæðisflokk og Miðflokk
Sósíalistaflokkurinn kæmi til greina Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, útilokar samstarf við Sjálfstæðisflokkinn eða Miðflokkinn. Til greina kæmi að vinna með Sósíalistaflokknum, fái flokkurinn kjörna fulltrúa í borgarstjórn. Mynd: Heiða Helgadóttir

Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, útilokar samstarf við Sjálfstæðisflokk og Miðflokk að afloknum borgarstjórnarkosningum. Stefna flokkanna sé ósamrýmanleg við stefnu Vinstri grænna. Líf segist ánægð með samstarf núverandi meirihluta og vilja halda áfram að vinna að þeim verkefnum sem hafi verið hrint af stað í því samstarfi.

Þetta kemur fram í úttekt á kosningaloforðum Vinstri grænna, og efndum þeirra, í nýjasta tölublaði Stundarinnar sem kom út í dag. Þar er rakið að Vinstri græn gáfu eftir stærsta kosningaloforð sitt, um að leikskólar, grunnskólar og frístundaheimili borgarinnar skyldu verða gjaldfrjáls, strax við myndun borgarstjórnarmeirihlutans að afloknum kosningum 2014. Loforð flokksins fyrir kosningarnar nú eru í heildina mun hófstilltari en var fyrir fjórum árum.

„Mér finnst Píratar vera mjög loðnir í tilsvörum“ 

Líf er spurð að því hvaða samstarfskosti hún sjái fyrir sér, komist Vinstri græn í aðstöðu til að taka þátt í meirihlutasamstarfi að nýju. Hún leggur áherslu á að starfa áfram með Samfylkingunni. „Ég sé fyrir mér að VG og Samfylkingin verði burðarás í næsta meirihluta. Bæði ég og Dagur höfum gefið það út að við viljum starfa áfram saman. Draumastaðan er sú að þessir tveir flokkar fái hreinan meirihluta. Mér finnst Píratar vera mjög loðnir í tilsvörum og hafi ekki verið jafn afdráttarlaus í því að vilja starfa áfram í þessum meirihluta og við.“

Þurfi hins vegar að bæta við samstarfsflokkum segist Líf ekki búin að sjá fyrir sér hvaða flokkar það geti orðið. „Stefnumarkmið Sósíalistaflokksins eru um margt áþekk því sem við í VG leggjum áherslu á, þannig að ég get alveg séð fyrir mér að við myndum vilja starfa með Sósíalistum í borgarstjórn.“

Spurð hvort hún útiloki samstarf við Sjálfstæðisflokk og Miðflokk, líkt og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gerði í síðasta tölublaði Stundarinnar, svarar Líf: „Já, eins og stefna þeirra er þá geri ég það.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár