Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Svara engu um afstöðu sína til ríkisstjórnarsamstarfsins

„Ég væri svo mjög til í að þurfa ekki að vinna með Sjálf­stæð­is­flokkn­um,“ skrif­ar Þor­steinn V. Ein­ars­son, þriðji mað­ur á lista Vinstri grænna í Reykja­vík. Líf Magneu­dótt­ir og El­ín Odd­ný Sig­urð­ar­dótt­ir svara ekki spurn­ing­um um mál­ið.

Svara engu um afstöðu sína til ríkisstjórnarsamstarfsins

Líf Magneudóttir og Elín Oddný Sigurðardóttir, frambjóðendur í 1. og 2. sæti á framboðslista Vinstri grænna í Reykjavík, vilja ekki tjá sig um ríkisstjórnarsamstarf flokksins við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn né um þá framtíðarsýn sem birtist í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Þær bregðast ekki við fyrirspurn Stundarinnar um málið og hafa ekki svarað spurningum um afstöðu þeirra til stjórnarsamstarfsins á samfélagsmiðlum.

Umræður sköpuðust um málið á Facebook-síðu Davíðs Stefánssonar, fyrrverandi varaþingmanns, í síðustu viku. Þar beindi hann eftirfarandi spurningum til efstu frambjóðenda og „taggaði“ þá svo þeim yrði gert viðvart um erindið: „Situr þú í flokksráði sem samþykkti núverandi ríkisstjórnarsamstarf? (Ef já) Kaustu með eða á móti? Styður þú núverandi ríkisstjórnarsamstarf?“

Þorsteinn V. Einarsson„Ég styð Kötu og Svandísi og Rósu og Andrés Inga,“ skrifar hann.

Einungis Þorsteinn V. Einarsson, þriðji maður á framboðslistanum, svaraði spurningum Davíðs. „Ég er ekki í flokksráði og þurfti því ekki að taka afstöðu á sínum tíma. Ég styð Kötu og Svandísi og Rósu og Andrés Inga. Ég styð þátttöku í ríkisstjórn og fyllist oft stolti af því sem ráðherrar VG eru að gera. Hins vegar viðurkenni ég fúslega að ég væri svo mjög til í að þurfa ekki að vinna með Sjálfstæðisflokknum,“ skrifaði hann. „Hvað varðar svo borgina þá er enginn flokkur með öll þau gildi sem samræmast betur minni pólitísku sannfæringu en Vinstri græn. Svo ekki sé talað um fólkið. Og það er af þeim ástæðum, gildunum og fólkinu, sem ég vil starfa innan VG og vonast til að fá tækifæri til þess í borgarstjórn eftir kosningar.“

Stundin sendi hinum frambjóðendunum fyrirspurn um málið á mánudag og ítrekaði í gær. Líf og Elín brugðust ekki við erindinu.

Í kosningabaráttunni fyrir síðustu þingkosningar hvatti Líf til þess að Sjálfstæðisflokknum yrði haldið frá völdum. „Gefum íhaldinu frí, langt frí,“ skrifaði hún á Facebook. Eftir að VG myndaði ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum viðurkenndi Líf að hafa verið full yfirlýsingaglöð. „Ég hefði viljað að hér hefði verið mynduð vinstristjórn, og í ljósi alls sem á undan var gengið hvarflaði ekki að mér annað en að vinstriflokkarnir myndu fá afgerandi umboð kjósenda til að mynda slíka stjórn. Það fékkst ekki og niðurstöður kosninganna urðu aðrar en ég og aðrir félagar VG hefðum viljað,“ skrifaði hún í aðdraganda flokksráðsfundar VG þar sem stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar var samþykktur. „Þó sú ríkisstjórn sem er í burðarliðnum sé ekki sú ríkisstjórn sem ég hefði kosið þá er hún niðurstaða kosninganna og það er ekki útilokað að hún geti komið góðum verkum til leiðar. Ég vona það að minnsta kosti.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár