
Þær Brynhildur og Þórey Mjallhvít, ásamt föður sínum, Ómari Harðarsyni, hafa á undanförnum mánuðum farið gaumgæfilega yfir höfundaverk móður þeirra, Heiðar Baldursdóttur rithöfundar, og undirbúið það fyrir endurútgáfu. Heiður var ekki nema 34 ára þegar hún lést en hafði þrátt fyrir það látið að sér kveða á ýmsum sviðum. Hún hafði gefið fjórar bækur og handrit þeirra fimmtu og sjöttu var tilbúið. Þrátt fyrir afköstin sinnti hún aðeins ritstörfum í hjáverkum, því hún var virtur sérkennari og ötul baráttukona fyrir jafnrétti barna, ásamt því að taka þátt í fjölbreyttu grasrótar- og félagsstarfi, meðal annars innan Kennarasambandsins. „Já, mamma var afskaplega mikil baráttukona,“ tekur Brynhildur undir. „Hún var róttæk í stjórnmálaskoðunum og mikill umhverfisverndarsinni og trúði staðfastlega á jafnrétti á milli barna og hafði ákveðið að helga ævi sína því. Hún hafði sérstaka ástríðu fyrir að kenna …
Athugasemdir