Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Synir forsætisráðherra Ísraels staddir á Íslandi

Ya­ir og Avner Net­anya­hu, syn­ir for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands, eru stadd­ir á Ís­landi. Ræð­is­mað­ur Ísra­el á Ís­landi seg­ir að ekki sé um op­in­bera heim­sókn að ræða.

Synir forsætisráðherra Ísraels staddir á Íslandi
Benjamin Netanyahu Forsætisráðherra Ísrael hefur sætt gagnrýni, en yfir 100 Palestínumenn hafa fallið í mótmælum undanfarið í skothríð Ísraela.

Yair og Avner Netanyahu, synir forsætisráðherra Ísrael, Benjamin Netanyahu, eru staddir á Íslandi samkvæmt heimildum Stundarinnar. 

Avner og stoltur faðirÞessi mynd var tekin af Avner Netanyahu eftir að hann gekk í ísraelska herinn.

Hinn 27 ára Yair hefur verið viðloðandi stjórnmál í nokkur ár, meðal annars í kosningabaráttu Likud föður síns til þingkosninga 2015. Hann er sagður hafa nokkur áhrif í ísraelskum stjórnmálum, en vakti uppnám í síðustu viku þegar hann birti á Instagram síðu sinni mynd af tyrkneska fánanum sem á stóð „Fuck Turkey“.

Yair hefur einnig sætt gagnrýni fyrir myndbirtingar á samfélagsmyndum sem taldar voru daðra við gyðingahatur, að sögn blaðsins Haaretz. Upptaka af ölvuðum Yair að ræða kynni við vændiskonur og spillingu föður síns í tengslum við borun eftir náttúrugasi var birt opinberlega í byrjun árs. Avner er 23 ára, lauk nýverið herskyldu og starfar sem þjónn á veitingastað í Jerúsalem.

Fyrstir til að fá lífverði

Í fylgd með bræðrunum eru lífverðir, en þeir eru fyrstu synir ísraelsks forsætisráðherra sem fá slíka aðstoð frá hinu opinbera. Fyrirkomulagið var umdeilt þegar það var kynnt og tryggir það þeim einnig bíl og bílstjóra, auk öryggisaðstoðar erlendis, að sögn The Times of Israel.

Ræðismaður Ísraels á Íslandi, Páll Arnór Pálsson, segir heimsókn bræðrana ekki vera opinbera og að hann hafi ekki verið látinn vita af henni fyrir fram. „Líklega vilja þeir hafa þetta bara sem prívat mál,“ segir Páll.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
2
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
3
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár