Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Synir forsætisráðherra Ísraels staddir á Íslandi

Ya­ir og Avner Net­anya­hu, syn­ir for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands, eru stadd­ir á Ís­landi. Ræð­is­mað­ur Ísra­el á Ís­landi seg­ir að ekki sé um op­in­bera heim­sókn að ræða.

Synir forsætisráðherra Ísraels staddir á Íslandi
Benjamin Netanyahu Forsætisráðherra Ísrael hefur sætt gagnrýni, en yfir 100 Palestínumenn hafa fallið í mótmælum undanfarið í skothríð Ísraela.

Yair og Avner Netanyahu, synir forsætisráðherra Ísrael, Benjamin Netanyahu, eru staddir á Íslandi samkvæmt heimildum Stundarinnar. 

Avner og stoltur faðirÞessi mynd var tekin af Avner Netanyahu eftir að hann gekk í ísraelska herinn.

Hinn 27 ára Yair hefur verið viðloðandi stjórnmál í nokkur ár, meðal annars í kosningabaráttu Likud föður síns til þingkosninga 2015. Hann er sagður hafa nokkur áhrif í ísraelskum stjórnmálum, en vakti uppnám í síðustu viku þegar hann birti á Instagram síðu sinni mynd af tyrkneska fánanum sem á stóð „Fuck Turkey“.

Yair hefur einnig sætt gagnrýni fyrir myndbirtingar á samfélagsmyndum sem taldar voru daðra við gyðingahatur, að sögn blaðsins Haaretz. Upptaka af ölvuðum Yair að ræða kynni við vændiskonur og spillingu föður síns í tengslum við borun eftir náttúrugasi var birt opinberlega í byrjun árs. Avner er 23 ára, lauk nýverið herskyldu og starfar sem þjónn á veitingastað í Jerúsalem.

Fyrstir til að fá lífverði

Í fylgd með bræðrunum eru lífverðir, en þeir eru fyrstu synir ísraelsks forsætisráðherra sem fá slíka aðstoð frá hinu opinbera. Fyrirkomulagið var umdeilt þegar það var kynnt og tryggir það þeim einnig bíl og bílstjóra, auk öryggisaðstoðar erlendis, að sögn The Times of Israel.

Ræðismaður Ísraels á Íslandi, Páll Arnór Pálsson, segir heimsókn bræðrana ekki vera opinbera og að hann hafi ekki verið látinn vita af henni fyrir fram. „Líklega vilja þeir hafa þetta bara sem prívat mál,“ segir Páll.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár