Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Svanhildur fékk meira en fyrri forstjóri, þrátt fyrir „tímabundna launalækkun“

Mán­að­ar­laun fyrr­ver­andi for­stjóra Hörpu, Hall­dórs Guð­munds­son­ar, voru tæp­ar 1,6 millj­ón­ir króna ár­ið 2016 auk launa­tengdra gjalda, en nú­ver­andi for­stjóri, Svan­hild­ur Kon­ráðs­dótt­ir, fékk 1.775.000 kr. á mán­uði, þrátt fyr­ir tíma­bundna lækk­un. Hún hef­ur nú ósk­að eft­ir frek­ari lækk­un í kjöl­far gagn­rýni.

Svanhildur fékk meira en fyrri forstjóri, þrátt fyrir „tímabundna launalækkun“
Mikill styr hefur staðið um launamál forstjóra og starfsmanna Hörpu. Mynd: Harpa.is

Halldór Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Hörpu, fékk 18,8 milljónir króna í laun og launatengd gjöld á árinu 2016, eða um 1.566.666 kr. að meðaltali á mánuði. Svanhildur Konráðsdóttir, núverandi forstjóri, fékk 1.775.000 kr. á mánuði í laun og launatengd gjöld, þrátt fyrir að hafa fengið lægri laun samkvæmt úrskurði kjararáðs fyrstu tvo mánuðina í starfi. Hún hefur nú óskað eftir að laun sín verði lækkuð í 1,3 milljónir króna í kjölfar gagnrýni, en við það bætast launatengd gjöld.

Þetta kemur fram í ársreikningi Hörpu fyrir árið 2016. Berglind Ólafsdóttir, fjármálastjóri Hörpu, staðfestir að upphæðin hafi öll verið vegna launa og launatengdra gjalda Halldórs. Halldór lét af störfum 1. mars 2017. Skömmu áður úrskurðaði kjararáð að laun næsta forstjóra skyldu vera 1.308.736 kr. á mánuði, en þá hafði stjórn Hörpu þegar samið við Svanhildi um 1,5 milljónir króna.

Svanhildur tók á sig „tímabundna lækkun“ að sögn Þórðar Sverrissonar, stjórnarformanns Hörpu, þar til ný lög um kjararáð tóku gildi 1. júlí 2017 sem færðu ákvörðunarvald um laun forstjóra undir stjórn Hörpu. Eru laun hennar nú 1.567.500 kr. eftir kjarasamningsbundna launahækkun. Tuttugu þjónustufulltrúar Hörpu hafa sagt upp til að mótmæla launum forstjóra á sama tíma og þeim var gert að taka á sig launalækkanir. Svanhildur hefur nú óskað eftir að laun sín verði lækkuð afturvirk til að skapa frið um starfsemi Hörpu.

Ríkið og Reykjavíkurborg lögðu til tæpan hálfan milljarð

Rekstur Hörpu hefur verið erfiður frá stofnun og drógust tekjur saman um 120 milljónir króna, eða 9%, á milli áranna 2016 og 2017. Eigendur Hörpu, þ.e. ríkið og Reykjavíkurborg, lögðu fram 450 milljónir króna til rekstursins í fyrra. Í tilkynningu sinni vegna uppsagna þjónustufulltrúa sagði Svanhildur að aðgerðir til hagræðingar í rekstri Hörpu séu farnar að skila árangri, en rekstur án framlaga eigenda hafi batnað um 30 milljónir króna á milli ára.

„Þrátt fyrir að rekstur Hörpu hafi batnað á milli áranna 2016 og 2017 og framlög eigenda aukist um rúmar 250 m.kr. er eigið fé samt orðið neikvætt í árslok vegna hárra afskrifta, árlegrar verðbreytingafærslu og fjármagnskostnaðar,“ sagði Svanhildur í skýrslu forstjóra með ársreikningi. „Fyrirsjáanlegt er að sá mínus muni stöðugt stækka á næstu árum – og það þrátt fyrir að sjóðstreymi og EBITDA verði áfram jákvæð. Þetta er óásættanleg staða en unnið er að því að tryggja Hörpu eðlilegan efnahagsreikning í samstarfi við eigendur félagsins.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
3
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár