Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Svanhildur fékk meira en fyrri forstjóri, þrátt fyrir „tímabundna launalækkun“

Mán­að­ar­laun fyrr­ver­andi for­stjóra Hörpu, Hall­dórs Guð­munds­son­ar, voru tæp­ar 1,6 millj­ón­ir króna ár­ið 2016 auk launa­tengdra gjalda, en nú­ver­andi for­stjóri, Svan­hild­ur Kon­ráðs­dótt­ir, fékk 1.775.000 kr. á mán­uði, þrátt fyr­ir tíma­bundna lækk­un. Hún hef­ur nú ósk­að eft­ir frek­ari lækk­un í kjöl­far gagn­rýni.

Svanhildur fékk meira en fyrri forstjóri, þrátt fyrir „tímabundna launalækkun“
Mikill styr hefur staðið um launamál forstjóra og starfsmanna Hörpu. Mynd: Harpa.is

Halldór Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Hörpu, fékk 18,8 milljónir króna í laun og launatengd gjöld á árinu 2016, eða um 1.566.666 kr. að meðaltali á mánuði. Svanhildur Konráðsdóttir, núverandi forstjóri, fékk 1.775.000 kr. á mánuði í laun og launatengd gjöld, þrátt fyrir að hafa fengið lægri laun samkvæmt úrskurði kjararáðs fyrstu tvo mánuðina í starfi. Hún hefur nú óskað eftir að laun sín verði lækkuð í 1,3 milljónir króna í kjölfar gagnrýni, en við það bætast launatengd gjöld.

Þetta kemur fram í ársreikningi Hörpu fyrir árið 2016. Berglind Ólafsdóttir, fjármálastjóri Hörpu, staðfestir að upphæðin hafi öll verið vegna launa og launatengdra gjalda Halldórs. Halldór lét af störfum 1. mars 2017. Skömmu áður úrskurðaði kjararáð að laun næsta forstjóra skyldu vera 1.308.736 kr. á mánuði, en þá hafði stjórn Hörpu þegar samið við Svanhildi um 1,5 milljónir króna.

Svanhildur tók á sig „tímabundna lækkun“ að sögn Þórðar Sverrissonar, stjórnarformanns Hörpu, þar til ný lög um kjararáð tóku gildi 1. júlí 2017 sem færðu ákvörðunarvald um laun forstjóra undir stjórn Hörpu. Eru laun hennar nú 1.567.500 kr. eftir kjarasamningsbundna launahækkun. Tuttugu þjónustufulltrúar Hörpu hafa sagt upp til að mótmæla launum forstjóra á sama tíma og þeim var gert að taka á sig launalækkanir. Svanhildur hefur nú óskað eftir að laun sín verði lækkuð afturvirk til að skapa frið um starfsemi Hörpu.

Ríkið og Reykjavíkurborg lögðu til tæpan hálfan milljarð

Rekstur Hörpu hefur verið erfiður frá stofnun og drógust tekjur saman um 120 milljónir króna, eða 9%, á milli áranna 2016 og 2017. Eigendur Hörpu, þ.e. ríkið og Reykjavíkurborg, lögðu fram 450 milljónir króna til rekstursins í fyrra. Í tilkynningu sinni vegna uppsagna þjónustufulltrúa sagði Svanhildur að aðgerðir til hagræðingar í rekstri Hörpu séu farnar að skila árangri, en rekstur án framlaga eigenda hafi batnað um 30 milljónir króna á milli ára.

„Þrátt fyrir að rekstur Hörpu hafi batnað á milli áranna 2016 og 2017 og framlög eigenda aukist um rúmar 250 m.kr. er eigið fé samt orðið neikvætt í árslok vegna hárra afskrifta, árlegrar verðbreytingafærslu og fjármagnskostnaðar,“ sagði Svanhildur í skýrslu forstjóra með ársreikningi. „Fyrirsjáanlegt er að sá mínus muni stöðugt stækka á næstu árum – og það þrátt fyrir að sjóðstreymi og EBITDA verði áfram jákvæð. Þetta er óásættanleg staða en unnið er að því að tryggja Hörpu eðlilegan efnahagsreikning í samstarfi við eigendur félagsins.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
4
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
3
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár