Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fundi með Braga lokað eftir bréf frá lögfræðingi

Til stóð að fund­ur vel­ferð­ar­nefnd­ar með Braga Guð­brands­syni yrði op­inn en þeirri ákvörð­un var breytt eft­ir at­huga­semd­ir lög­fræð­ings. Tal­in hætta á að trún­að­ur yrði rof­inn í ógáti.

Fundi með Braga lokað eftir bréf frá lögfræðingi
Fundi velferðarnefndar lokað Fundi velferðarnefndar með Braga Guðbrandssyni hefur verið lokað og fjölmiðlum og almenningi því ekki heimilt að fylgjast með honum.

Fundur velferðarnefndar Alþingis, þar sem Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu mun mæta til að greina frá sinni aðkomu að barnarverndarmáli sem Stundin hefur fjallað um síðustu daga, verður lokaður þvert á það sem áður hafði verið gefið út. Ákvörðum um að fundurinn skuli vera lokaður var tekin í gær eftir að formanni nefndarinnar barst bréf frá lögmanni föður manns sem lá undir grun um að hafa brotið gegn dætrum sínum. Þær athugasemdir sem þar komu fram voru metnar og tekin ákvörðun um að loka fundinum.

Fundur velferðarnefndar á að hefjast nú klukkan tíu og sem fyrr segir stóð til að hann yrði opinn fjölmiðlum og öðrum gestum. Af því verður hins vegar ekki. Halldóra Mogensen sagði í samtali við Stundina nú í morgun að henni hefði borist bréf frá lögmanni föður mannsins þar sem settar voru fram athugasemdir við að fundurinn yrði opin. Halldóra hefði þá leitað ráðgjafar á nefndasviði Alþingis og það hefði orðið niðurstaðan að loka fundinum. Ástæðan væri sú að hætta væri á að hugsanlega yrði trúnaður á ákveðnum þáttum málsins rofinn í ógáti. Halldóra bætti því við að í þessu ljósi væri enn ríkari ástæða til þess að Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra hlutaðist til um að aflétta trúnaði yfir þeim gögnum málsins sem ekki innihéldu viðkvæmar persónuupplýsingar.

Tilefni fundarins er forsíðuumfjöllun Stundarinnar frá því á föstudaginn þar sem greint var frá því að Bragi hefði, í samráði við föður málsaðila í barnaverndarmáli, beitt sér fyrir því að faðir, sem barnaverndarnefnd og meðferðaraðili óttuðust að hefði brotið kynferðislega gegn dætrum sínum, fengi að umgangast þær.   

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár