Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Fundi með Braga lokað eftir bréf frá lögfræðingi

Til stóð að fund­ur vel­ferð­ar­nefnd­ar með Braga Guð­brands­syni yrði op­inn en þeirri ákvörð­un var breytt eft­ir at­huga­semd­ir lög­fræð­ings. Tal­in hætta á að trún­að­ur yrði rof­inn í ógáti.

Fundi með Braga lokað eftir bréf frá lögfræðingi
Fundi velferðarnefndar lokað Fundi velferðarnefndar með Braga Guðbrandssyni hefur verið lokað og fjölmiðlum og almenningi því ekki heimilt að fylgjast með honum.

Fundur velferðarnefndar Alþingis, þar sem Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu mun mæta til að greina frá sinni aðkomu að barnarverndarmáli sem Stundin hefur fjallað um síðustu daga, verður lokaður þvert á það sem áður hafði verið gefið út. Ákvörðum um að fundurinn skuli vera lokaður var tekin í gær eftir að formanni nefndarinnar barst bréf frá lögmanni föður manns sem lá undir grun um að hafa brotið gegn dætrum sínum. Þær athugasemdir sem þar komu fram voru metnar og tekin ákvörðun um að loka fundinum.

Fundur velferðarnefndar á að hefjast nú klukkan tíu og sem fyrr segir stóð til að hann yrði opinn fjölmiðlum og öðrum gestum. Af því verður hins vegar ekki. Halldóra Mogensen sagði í samtali við Stundina nú í morgun að henni hefði borist bréf frá lögmanni föður mannsins þar sem settar voru fram athugasemdir við að fundurinn yrði opin. Halldóra hefði þá leitað ráðgjafar á nefndasviði Alþingis og það hefði orðið niðurstaðan að loka fundinum. Ástæðan væri sú að hætta væri á að hugsanlega yrði trúnaður á ákveðnum þáttum málsins rofinn í ógáti. Halldóra bætti því við að í þessu ljósi væri enn ríkari ástæða til þess að Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra hlutaðist til um að aflétta trúnaði yfir þeim gögnum málsins sem ekki innihéldu viðkvæmar persónuupplýsingar.

Tilefni fundarins er forsíðuumfjöllun Stundarinnar frá því á föstudaginn þar sem greint var frá því að Bragi hefði, í samráði við föður málsaðila í barnaverndarmáli, beitt sér fyrir því að faðir, sem barnaverndarnefnd og meðferðaraðili óttuðust að hefði brotið kynferðislega gegn dætrum sínum, fengi að umgangast þær.   

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
3
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár