Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Tilmæli til Braga finnast ekki í gögnum sem velferðarnefnd fékk afhent

Bréf með til­mæl­um sem ráð­herra seg­ir Braga Guð­brands­son, for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu, hafa feng­ið hef­ur enn ekki kom­ið í leit­irn­ar í gagnapakk­an­um sem vel­ferð­ar­ráðu­neyt­ið skil­aði til vel­ferð­ar­nefnd­ar Al­þing­is.

Tilmæli til Braga finnast ekki í gögnum sem velferðarnefnd fékk afhent
Tilmæli til Braga finnast ekki Tilmæli til Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, sem Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra sagði í gær að hefðu verið send út finnast ekki í þeim gögnum sem velferðarnefnd Alþingis voru afhent. Mynd: Heiða Helgadóttir

Bréf með tilmælum um að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, gæti þess að fara ekki út fyrir valdsvið sitt þegar kemur að afskiptum af barnaverndarmálum finnst hvergi í þeim gögnum sem velferðarráðuneytið skilaði til velferðarnefndar Alþingis. 

Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra viðurkenndi í gær að niðurstaða rannsóknar velferðarráðuneytisins á kvörtun Barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar, vegna afskipta Braga af barnaverndarmáli því sem Stundin fjallaði um í forsíðufrétt síðastliðinn föstudag, hefði verið sú að Bragi hefði farið út fyrir valdsvið sitt og að beina ætti tilmælum til hans um að það gerðist ekki aftur.

Ásmundur Einar sagði í Kastljós að tilmæli sem send hefðu verið út vegna málsins hefðu verið í takt við minnisblöð sem samin hefðu verið í ráðuneytinu.

Einu bréfaskiptin sem sér stað í málinu eru hins vegar fjögur samhljóða bréf sem birt voru á vefsíðu velferðarráðuneytisins 26. febrúar, til barnaverndarnefnda Reykjavíkur, Kópavogs og Hafnarfjarðar auk Barnaverndarstofu. Í þeim er engin slík tilmæli að finna. Samkvæmt heimildum Stundarinnar hafa ekki fundist önnur bréf sem hafa að geyma tilmæli til Braga í þeim gögnum sem velferðarráðuneytið afhenti velferðarnefnd Alþingis í síðustu viku. 

Vildu óháða úttekt þegar fyrir þremur og hálfum mánuði

18. janúar síðastliðinn skilaði skrifstofa félagsþjónustu í velferðaráðuneytinu minnisblaði þar sem rakin var niðurstaða rannsóknar ráðuneytisins á umkvörtunum þriggja barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu vegna samskipta þeirra við forstjóra og starfsfólk barnaverndarstofu.

Í minnisblaðinu er lagt til að gerð verði stjórnsýsluúttekt á umræddum samskiptum en svo virðist sem sú tillaga hafi að engu verið höfð þar til nú að Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra lýsti því yfir á opnum fundi velferðarnefndar Alþingis í gær að hann hefði farið fram á það við forsætisráðherra að slík úttekt færi fram, tæpum þremur og hálfum mánuði eftir að það var fyrst lagt til í umræddu minnisblaði.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar er efni þeirra bréfa sem velferðarráðuneytið sendi á barnarverndarnefndirnar þrjár og til Barnaverndarnefndar í meginatriðum byggt á efni umrædds minnisblaðs frá 18. janúar.  Í því var hins vegar tekið fram að mál Barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar væri þess eðlis að það þyrfti frekari skoðunar við.

Lagt til að Braga yrðu send tilmæli

Þann 6. febrúar síðastliðinn skilaði skrifstofa félagsþjónustu í velferðarráðuneytinu síðan öðru minnisblaði þar sem niðurstaða könnunar á umkvörtunum Barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar er til umfjöllunar.

Í því minnisblaði kemur fram að það sé niðurstaða skrifstofu félagsþjónustu að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi ekki brotið lög en hins vegar hafi hann farið út fyrir valdsvið sitt þegar hann hafði afskipti af barnaverndarmálinu sem Stundin fjallaði um í forsíðufrétt sinni síðastliðinn föstudag. Í minnisblaðinu er lagt til að Braga verði sent bréf með tilmælum þar sem hann verði hvattur til að halda sig innan síns valdsviðs eftirleiðis.

Á opnum fundi velferðarnefndar í gær var Ásmundur Einar spurður hvort ráðuneytið hefði beint slíkum tilmælum til Braga en kom sér hjá því að svara spurningunni. Í Kastljósi Ríkisútvarpsins í gærkvöldi viðurkenndi Ásmundur hins vegar að niðurstaða rannsóknar ráðuneytisins hefði verið á þann veg að Bragi hefði farið út fyrir valdsvið sitt og að beina ætti tilmælum til hans um að það gerðist ekki aftur. Spurður hvort þau tilmæli hefðu verið eins og lagt var til í minnisblaðinu frá 6. febrúar svaraði Ásmundur í Kastljósi: „Tilmælin sem voru send voru efnislega algjörlega í takt við minnisblöð sem þar búa að baki. Það er ekkert í þeim sem kallar á annað. Ráðherrann síðan staðfestir tilmæli sem eru send út. Minnisblöðin sem lágu að baki voru þess eðlis að þau voru tillögur til ráðherra, eins og minnisblöð gjarnan eru. Í framhaldinu eru send út bréf eða tilmæli.“

Skjöl um tilmæli finnast ekki í gögnum

Velferðarráðuneytið birti 26. febrúar síðastliðinn bréf til barnarverndarnefndanna þriggja þar sem gerð var grein fyrir niðurstöðum ráðuneytisins, og einni bréf til Barnaverndarstofu, stílað á Braga Guðbrandsson. Í því bréfi kemur hvergi fram að beint sé tilmælum til Braga um að halda sig innan síns valdsviðs eftirleiðis. Hafi Braga verið send tilmæli af því tagi hefur því verið um annað bréf að ræða. Sé það bréf til, hefur það ekki fundist í þeim gögnum sem velferðarráðuneytið hefur afhent velferðarnefnd Alþingis. Þetta herma traustar heimildir Stundarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
1
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Lenti í fæðingunni sem hún óttaðist mest
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Lenti í fæð­ing­unni sem hún ótt­að­ist mest

„Það erf­ið­asta var að það var ekki hlustað á mig þeg­ar ég sagði: Það er eitt­hvað óeðli­legt í gangi,“ seg­ir Sigrún Lilja Guð­jóns­dótt­ir, sem gekk í gegn­um mjög erf­iða fæð­ingu með eft­ir­mál­um á borð við lífs­hættu­leg­an blóð­missi, sýk­ingu, að­gerð og fæð­ing­ar­þung­lyndi. Hún kall­ar eft­ir því að bet­ur sé hlustað á kon­ur sem segja frá óeðli­leg­um sárs­auka og að ókeyp­is neyð­ar­þjón­ustu sé kom­ið á fyr­ir þær sem lenda í al­var­legu fæð­ing­ar­þung­lyndi.
Veikindi kvenna afskrifuð: „Hún er bara móðursjúk“
5
ÚttektMóðursýkiskastið

Veik­indi kvenna af­skrif­uð: „Hún er bara móð­ur­sjúk“

Ein var köll­uð fík­ill þeg­ar hún lýsti óbæri­leg­um lík­am­leg­um kvöl­um. Svo var hún sögð með heilsu­kvíða. Önn­ur var sögð ímynd­un­ar­veik. Sú þriðja áhyggjurófa. Dótt­ir henn­ar, sem var með ógreint heila­æxli, fékk sama við­ur­nefni. Sög­ur þess­ara kvenna, kvenna sem hafa mætt skiln­ings­leysi inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins þrátt fyr­ir al­var­leg­an heilsu­brest, eru sagð­ar í nýj­um hlað­varps­þátt­um Heim­ild­ar­inn­ar: Móð­ur­sýkiskast­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
5
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
6
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár