Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Liðsmenn Kúrda sem lýstir voru látnir var bjargað 26 dögum seinna

Voru lýst­ir látn­ir eft­ir að ekk­ert hafði til þeirra spurst í viku. Voru fast­ir bak við víg­línu óvin­ar­ins. Eng­ar frétt­ir hafa borist af af­drif­um Hauks Hilm­ars­son­ar sem sakn­að er í Sýr­landi.

Liðsmenn Kúrda sem lýstir voru látnir var bjargað 26 dögum seinna
Bjargað eftir að hafa verið talin af Þeim Mashun og Amude var bjargað 26 dögum eftir að talið var að þau hefðu fallið í bardögum Tyrkja gegn Kúrdum í Afrin-héraði. Mynd: Af vef ANF

Tveimur liðsmönnum hersveita Kúrda í Sýrlandi sem taldir voru af eftir að þeir hurfu undir lok janúarmánaðar eftir bardaga milli Kúrda og tyrkneska hersins var bjargað af samherjum sínum eftir 26 daga. Engar fréttir hafa borist af afdrifum Hauks Hilmarsssonar sem hvarf í Afrin-héraði í lok febrúar og ekki hefur verið hægt að afla staðfestingar hvort hann sé lífs eða liðinn.

Á kúrdíska fréttavefnum ANF var greint frá því að þau Avrin Mahsun og Şoreş Amude hefðu 27. febrúar síðastliðinn bæði særst í bardögum í Afrin-héraði og lent aftur fyrir línu hersveita Tyrkja. Þegar ekki hefði tekist að hafa upp á þeim eða staðfesta hvað fyrir þau hefði komið var því lýst yfir af yfirmönnum kúrdísku hersveitanna sem þau tilheyrðu að þau hefðu dáið píslarvættisdauða.

Þeim Mahsun og Amude var hins vegar bjargað 26 dögum síðar eftir því sem kemur fram í fréttatilkynningu frá yfirstjórn YPJ hersveitanna.

Sem fyrr segir hafa engar fregnir borist af afdrifum Hauks Hilmarssonar sem saknað er eftir bardaga Tyrkja gegn Kúrdum í Afrin-héraði 24. febrúar. Ekki hefur verið staðfest að Haukur hafi fallið, líkt og fyrstu fréttir bentu til. Mun það vera venja að sé liðsmanna saknað úr bardagasveitum Kúrda séu þeir lýstir látnir að ákveðnum tíma liðnum, líkt og gerðist í tilfelli þeirra Mahsun og Amude. Því er ekki ólíklegt að fyrstu fregnir af því að Haukur hafi fallið, sem birtust 6. mars, hafi verið byggðar á slíkum heimildum. Þannig var Haukur sagður orðinn píslarvættur í tilkynningu International Freedom Battalion sem er hópur kommúnista, sósíalista og anarkista sem taka þátt í Rojava-byltingunni. 

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
Viðtal

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
5
Viðtal

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
6
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu