Liðsmenn Kúrda sem lýstir voru látnir var bjargað 26 dögum seinna

Voru lýst­ir látn­ir eft­ir að ekk­ert hafði til þeirra spurst í viku. Voru fast­ir bak við víg­línu óvin­ar­ins. Eng­ar frétt­ir hafa borist af af­drif­um Hauks Hilm­ars­son­ar sem sakn­að er í Sýr­landi.

Liðsmenn Kúrda sem lýstir voru látnir var bjargað 26 dögum seinna
Bjargað eftir að hafa verið talin af Þeim Mashun og Amude var bjargað 26 dögum eftir að talið var að þau hefðu fallið í bardögum Tyrkja gegn Kúrdum í Afrin-héraði. Mynd: Af vef ANF

Tveimur liðsmönnum hersveita Kúrda í Sýrlandi sem taldir voru af eftir að þeir hurfu undir lok janúarmánaðar eftir bardaga milli Kúrda og tyrkneska hersins var bjargað af samherjum sínum eftir 26 daga. Engar fréttir hafa borist af afdrifum Hauks Hilmarsssonar sem hvarf í Afrin-héraði í lok febrúar og ekki hefur verið hægt að afla staðfestingar hvort hann sé lífs eða liðinn.

Á kúrdíska fréttavefnum ANF var greint frá því að þau Avrin Mahsun og Şoreş Amude hefðu 27. febrúar síðastliðinn bæði særst í bardögum í Afrin-héraði og lent aftur fyrir línu hersveita Tyrkja. Þegar ekki hefði tekist að hafa upp á þeim eða staðfesta hvað fyrir þau hefði komið var því lýst yfir af yfirmönnum kúrdísku hersveitanna sem þau tilheyrðu að þau hefðu dáið píslarvættisdauða.

Þeim Mahsun og Amude var hins vegar bjargað 26 dögum síðar eftir því sem kemur fram í fréttatilkynningu frá yfirstjórn YPJ hersveitanna.

Sem fyrr segir hafa engar fregnir borist af afdrifum Hauks Hilmarssonar sem saknað er eftir bardaga Tyrkja gegn Kúrdum í Afrin-héraði 24. febrúar. Ekki hefur verið staðfest að Haukur hafi fallið, líkt og fyrstu fréttir bentu til. Mun það vera venja að sé liðsmanna saknað úr bardagasveitum Kúrda séu þeir lýstir látnir að ákveðnum tíma liðnum, líkt og gerðist í tilfelli þeirra Mahsun og Amude. Því er ekki ólíklegt að fyrstu fregnir af því að Haukur hafi fallið, sem birtust 6. mars, hafi verið byggðar á slíkum heimildum. Þannig var Haukur sagður orðinn píslarvættur í tilkynningu International Freedom Battalion sem er hópur kommúnista, sósíalista og anarkista sem taka þátt í Rojava-byltingunni. 

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
4
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár