Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Liðsmenn Kúrda sem lýstir voru látnir var bjargað 26 dögum seinna

Voru lýst­ir látn­ir eft­ir að ekk­ert hafði til þeirra spurst í viku. Voru fast­ir bak við víg­línu óvin­ar­ins. Eng­ar frétt­ir hafa borist af af­drif­um Hauks Hilm­ars­son­ar sem sakn­að er í Sýr­landi.

Liðsmenn Kúrda sem lýstir voru látnir var bjargað 26 dögum seinna
Bjargað eftir að hafa verið talin af Þeim Mashun og Amude var bjargað 26 dögum eftir að talið var að þau hefðu fallið í bardögum Tyrkja gegn Kúrdum í Afrin-héraði. Mynd: Af vef ANF

Tveimur liðsmönnum hersveita Kúrda í Sýrlandi sem taldir voru af eftir að þeir hurfu undir lok janúarmánaðar eftir bardaga milli Kúrda og tyrkneska hersins var bjargað af samherjum sínum eftir 26 daga. Engar fréttir hafa borist af afdrifum Hauks Hilmarsssonar sem hvarf í Afrin-héraði í lok febrúar og ekki hefur verið hægt að afla staðfestingar hvort hann sé lífs eða liðinn.

Á kúrdíska fréttavefnum ANF var greint frá því að þau Avrin Mahsun og Şoreş Amude hefðu 27. febrúar síðastliðinn bæði særst í bardögum í Afrin-héraði og lent aftur fyrir línu hersveita Tyrkja. Þegar ekki hefði tekist að hafa upp á þeim eða staðfesta hvað fyrir þau hefði komið var því lýst yfir af yfirmönnum kúrdísku hersveitanna sem þau tilheyrðu að þau hefðu dáið píslarvættisdauða.

Þeim Mahsun og Amude var hins vegar bjargað 26 dögum síðar eftir því sem kemur fram í fréttatilkynningu frá yfirstjórn YPJ hersveitanna.

Sem fyrr segir hafa engar fregnir borist af afdrifum Hauks Hilmarssonar sem saknað er eftir bardaga Tyrkja gegn Kúrdum í Afrin-héraði 24. febrúar. Ekki hefur verið staðfest að Haukur hafi fallið, líkt og fyrstu fréttir bentu til. Mun það vera venja að sé liðsmanna saknað úr bardagasveitum Kúrda séu þeir lýstir látnir að ákveðnum tíma liðnum, líkt og gerðist í tilfelli þeirra Mahsun og Amude. Því er ekki ólíklegt að fyrstu fregnir af því að Haukur hafi fallið, sem birtust 6. mars, hafi verið byggðar á slíkum heimildum. Þannig var Haukur sagður orðinn píslarvættur í tilkynningu International Freedom Battalion sem er hópur kommúnista, sósíalista og anarkista sem taka þátt í Rojava-byltingunni. 

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
1
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
5
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár