Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Dagur hafnar samstarfi við Sjálfstæðisflokk og Miðflokk

Sam­fylk­ing­in get­ur ekki unn­ið með flokk­um í borg­ar­stjórn sem hafna upp­bygg­ingu Borg­ar­línu. Dag­ur B. Eggerts­son seg­ir þá sem það gera ekki hafa sett fram nein­ar aðr­ar raun­hæf­ar lausn­ir í sam­göngu­mál­um

Dagur hafnar samstarfi við Sjálfstæðisflokk og Miðflokk
Útilokar Sjálfstæðisflokk og Miðflokk Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, segist ekki geta unnið með Sjálfstæðisflokki og Miðflokki í borgarstjórn Reykjavíkur. Flokkarnir hafni uppbyggingu Borgarlínu og það geti Samfylkingin ekki sætt sig við. Mynd: PressPhotos

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borginni, hafnar samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og Miðflokkinn í borgarstjórn. Helsta áherslumál Samfylkingarinnar sé uppbygging Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu en flokkarnir tveir hafa lýst sig andvíga þeirri uppbyggingu. Af þeim sökum geti Samfylkingin ekki starfað með þeim.

Þetta kemur fram í úttekt Stundarinnar, sem kom út í dag, á kosningaloforðum Samfylkingarinnar frá því fyrir fjórum árum, efndum þeirra og kosningaloforðum þeirra nú. Fyrir kosningarnar 2014 lofaði flokkurinn því að efla almenningssamgöngur og þó vissulega hafi tíðni verið aukin hjá Strætó, forgangsakreinar lagðar og næturstrætó tekinn upp þá er trauðla hægt að halda því fram að nokkur bylting hafi orðið varðandi eflingu almenningssamgangna á kjörtímabilinu. Hins vegar hefur verið unnið að þróun Borgarlínu á þessum árum og nú leggur Samfylkingin höfuðáherslu á að samningar um þær framkvæmdir verði kláraðir strax á þessu ári og framkvæmdir hefjist þegar árið 2019 við fyrsta áfanga. Með því mætti leysa þau vandamál sem glímt er við varðandi samgöngur í borginni.

Ég hef tekið eftir því að þeir frambjóðendur sem hafna Borgarlínu færa ekki fram neinar lausnir“

Uppbygging Borgarlínu er hins vegar ekki á döfinni hjá öllum þeim flokkum sem bjóða fram til borgarstjórnar. Meðal þeirra flokka eru Sjálfstæðisflokkurinn, sem mælist ýmist sem stærsti eða næst stærsti flokkurinn í borginni, og Miðflokkurinn sem spár segja að fá kjörn einn til tvo borgarfulltrúa. Dagur segist ekki geta unnið með þeim flokkum í meirihluta.

 „Nei, ég get það ekki. Ég held að það verði að gera þær kröfur til fólks sem vill stjórna borginni á næsta kjörtímabili að það komi með einhverjar raunhæfar lausnir í samgöngumálum. Ef að þær ganga út á að dreifa byggðinni og auka umferð á Miklubraut og Kringlumýrarbraut, þá held ég að hver maður sjái að það gengur ekki. Ég hef tekið eftir því að þeir frambjóðendur sem hafna Borgarlínu færa ekki fram neinar lausnir. Það tekur bara Morgunblaðslínuna, að vera á móti öllu sem lagt er fram af meirihlutanum í Reykjavík, jafnvel þó að það sé unnið í samstarfi við Sjálfstæðisflokkana í nágrannasveitarfélögunum. Ég held að þarna sé bara verið að ganga í gildru einhverra gamaldags stjórnmála, að stunda einhverja skotgrafapólitík.“

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár