Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Loforð og efndir Samfylkingarinnar

Þrjú helstu kosn­ingalof­orð Sam­fylk­ing­ar­inn­ar fyr­ir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar 2014 kruf­in. Sumt virð­ist efnt að fullu, ann­að að hluta og sumt á langt í land. Kosn­ingalof­orð­in nú í beinu sam­hengi.

Loforð og efndir Samfylkingarinnar
Efna sumt Samfylkingin lofaði fyrir síðustu kosningar uppbyggingu íbúða, eflingu almenningssamgangna og inntöku ungbarna á leikskóla. Íbúðauppbyggingin er á áætlun, ekki hefur gengið fullkomlega að taka inn ungbörn á leikskólana og deila má um hversu mikið almenningssamgöngur hafi verið efldar. Mynd: Pressphotos

Samfylkingin lofaði að byggðar yrðu 2.500 til 3.000 leigu- og búseturéttaríbúðir á næstu árum í Reykjavík fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Útlit er fyrir að framkvæmdir verði hafnar við 3.000 íbúðir fyrir árslok 2019. Nú lofar flokkurinn að byggðar verði 1.000 íbúðir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur á komandi kjörtímabili.

Samfylkingin lofaði líka að börn sem náð hefðu 18 mánaða aldri fengju inni á leikskólum borgarinnar. Það hefur ekki gengið eftir. Þó hefur hluti 18 mánaða barna fengið inni á leikskólunum. Nú lofar Samfylkingin því að á næsta kjörtímabili fái öll börn sem náð hafi 12 mánaða aldri dagvistunarpláss.

Samfylkingin boðaði fjölbreytni í samgöngumálum, hvernig sem ber að túlka það, og  lofaði enn fremur að efla almenningssamgöngur „svo strætófarþegar þurfi aldrei að sitja fastir í umferðinni“. Hvort strætófarþegar sitji aldrei fastir í umferðinni þessa dagana skal ósagt látið en með allri sanngirni er hægt að segja að efling almenningssamgangna hafi gengið …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
4
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár