Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Loforð og efndir Samfylkingarinnar

Þrjú helstu kosn­ingalof­orð Sam­fylk­ing­ar­inn­ar fyr­ir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar 2014 kruf­in. Sumt virð­ist efnt að fullu, ann­að að hluta og sumt á langt í land. Kosn­ingalof­orð­in nú í beinu sam­hengi.

Loforð og efndir Samfylkingarinnar
Efna sumt Samfylkingin lofaði fyrir síðustu kosningar uppbyggingu íbúða, eflingu almenningssamgangna og inntöku ungbarna á leikskóla. Íbúðauppbyggingin er á áætlun, ekki hefur gengið fullkomlega að taka inn ungbörn á leikskólana og deila má um hversu mikið almenningssamgöngur hafi verið efldar. Mynd: Pressphotos

Samfylkingin lofaði að byggðar yrðu 2.500 til 3.000 leigu- og búseturéttaríbúðir á næstu árum í Reykjavík fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Útlit er fyrir að framkvæmdir verði hafnar við 3.000 íbúðir fyrir árslok 2019. Nú lofar flokkurinn að byggðar verði 1.000 íbúðir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur á komandi kjörtímabili.

Samfylkingin lofaði líka að börn sem náð hefðu 18 mánaða aldri fengju inni á leikskólum borgarinnar. Það hefur ekki gengið eftir. Þó hefur hluti 18 mánaða barna fengið inni á leikskólunum. Nú lofar Samfylkingin því að á næsta kjörtímabili fái öll börn sem náð hafi 12 mánaða aldri dagvistunarpláss.

Samfylkingin boðaði fjölbreytni í samgöngumálum, hvernig sem ber að túlka það, og  lofaði enn fremur að efla almenningssamgöngur „svo strætófarþegar þurfi aldrei að sitja fastir í umferðinni“. Hvort strætófarþegar sitji aldrei fastir í umferðinni þessa dagana skal ósagt látið en með allri sanngirni er hægt að segja að efling almenningssamgangna hafi gengið …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár