Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Loforð og efndir Samfylkingarinnar

Þrjú helstu kosn­ingalof­orð Sam­fylk­ing­ar­inn­ar fyr­ir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar 2014 kruf­in. Sumt virð­ist efnt að fullu, ann­að að hluta og sumt á langt í land. Kosn­ingalof­orð­in nú í beinu sam­hengi.

Loforð og efndir Samfylkingarinnar
Efna sumt Samfylkingin lofaði fyrir síðustu kosningar uppbyggingu íbúða, eflingu almenningssamgangna og inntöku ungbarna á leikskóla. Íbúðauppbyggingin er á áætlun, ekki hefur gengið fullkomlega að taka inn ungbörn á leikskólana og deila má um hversu mikið almenningssamgöngur hafi verið efldar. Mynd: Pressphotos

Samfylkingin lofaði að byggðar yrðu 2.500 til 3.000 leigu- og búseturéttaríbúðir á næstu árum í Reykjavík fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Útlit er fyrir að framkvæmdir verði hafnar við 3.000 íbúðir fyrir árslok 2019. Nú lofar flokkurinn að byggðar verði 1.000 íbúðir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur á komandi kjörtímabili.

Samfylkingin lofaði líka að börn sem náð hefðu 18 mánaða aldri fengju inni á leikskólum borgarinnar. Það hefur ekki gengið eftir. Þó hefur hluti 18 mánaða barna fengið inni á leikskólunum. Nú lofar Samfylkingin því að á næsta kjörtímabili fái öll börn sem náð hafi 12 mánaða aldri dagvistunarpláss.

Samfylkingin boðaði fjölbreytni í samgöngumálum, hvernig sem ber að túlka það, og  lofaði enn fremur að efla almenningssamgöngur „svo strætófarþegar þurfi aldrei að sitja fastir í umferðinni“. Hvort strætófarþegar sitji aldrei fastir í umferðinni þessa dagana skal ósagt látið en með allri sanngirni er hægt að segja að efling almenningssamgangna hafi gengið …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár