Samfylkingin lofaði að byggðar yrðu 2.500 til 3.000 leigu- og búseturéttaríbúðir á næstu árum í Reykjavík fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Útlit er fyrir að framkvæmdir verði hafnar við 3.000 íbúðir fyrir árslok 2019. Nú lofar flokkurinn að byggðar verði 1.000 íbúðir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur á komandi kjörtímabili.
Samfylkingin lofaði líka að börn sem náð hefðu 18 mánaða aldri fengju inni á leikskólum borgarinnar. Það hefur ekki gengið eftir. Þó hefur hluti 18 mánaða barna fengið inni á leikskólunum. Nú lofar Samfylkingin því að á næsta kjörtímabili fái öll börn sem náð hafi 12 mánaða aldri dagvistunarpláss.
Samfylkingin boðaði fjölbreytni í samgöngumálum, hvernig sem ber að túlka það, og lofaði enn fremur að efla almenningssamgöngur „svo strætófarþegar þurfi aldrei að sitja fastir í umferðinni“. Hvort strætófarþegar sitji aldrei fastir í umferðinni þessa dagana skal ósagt látið en með allri sanngirni er hægt að segja að efling almenningssamgangna hafi gengið …
Athugasemdir