Margir fylgdust með beinni útsendingu frá afhendingu Söguverðlaunanna á RÚV í síðustu viku, nokkurs konar uppskeruhátíð þeirra sem starfa að barnabókmenntum, læsi barna og barnamenningu. Þar voru Guðrúnu Helgadóttur rithöfundi veitt æðstu verðlaunin – sögusteininn sem veitt eru þeim sem hefur með höfundarverki sínu lagt hvað mest af mörkum til að auðga og efla íslenska barnamenningu. Það var Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sem afhenti Guðrúnu viðurkenninguna eftir að börnin Birta Hall og Ingvar Wu höfðu tekið við hana ítarlegt viðtal sem ábyggilega fékk flesta sem á horfðu til að brosa breitt. Guðni var ekki spar á stóru orðin og sagði meðal annars að Guðrún væri „okkar Astrid Lindgren og Tove Jansson“. Hvernig ætli henni hafi liðið, að sitja undir þessum gullhömrum? „Forsetinn var afskaplega þægilegur þarna, þetta var fallega sagt og ég tek auðvitað mikið mark á því sem hann segir,“ segir Guðrún. Hún hefur tekið vel á móti …
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.
Skrifar bækur fyrir fólk sem börn geta líka lesið
Hún hefur hrærst í heimi barna alla sína ævi og hefur ákveðnar skoðanir á flestum hlutum sem að þeim snúa. Guðrún Helgadóttir rithöfundur hefur þó aðeins eitt ráð til foreldra, til þess að börnin þeirra geti orðið sterkir, heilbrigðir og vonandi hamingjusamir einstaklingar: Að vera góð við þau.

Mest lesið

1
Hélt að hún myndi höndla álagið betur
Að vinna með börnum er það skemmtilegasta sem Gunnhildur Gunnarsdóttir barnasálfræðingur gerir. Þegar hún tók að sér tímabundið starf á leikskóla til að tryggja syni sínum leikskólapláss hélt hún að hún myndi höndla álagið en það kom henni á óvart hversu krefjandi starfsumhverfið er. „Stundum þegar ég kom heim eftir langan dag vildi ég bara að enginn talaði við mig, ég var svo ótrúlega þreytt.“

2
Trump biður um aðstoð Nató við innlimun Grænlands
„Við munum tala við ykkur,“ sagði Bandaríkjaforseti við framkvæmdastjóra Nató í Hvíta húsinu í dag, eftir að hann sagðist telja innlimun Grænlands í Bandaríkin myndu verða að veruleika.

3
Trump segir að fjölmiðlar séu „ólöglegir“
Bandaríkjaforseti hélt ræðu í dómsmálaráðuneytinu þar sem hann úrskurðaði tiltekna fjölmiðla ólöglega fyrir að fjalla neikvætt um hann.

4
Aðalsteinn Kjartansson
Að teygja sig of langt
Á sama tíma og annars staðar er reynt að verja fjölmiðla, vill formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að þingmenn rannsaki þá. Ekki dugir þriggja ára rannsókn lögreglunnar sem leiddi ekkert annað í ljós en það að rétt var haft eftir þeim sem lýstu sér sem „skæruliðadeild“ Samherja, þegar það talaði frjálslega um að ná sér niður á þeim sem ljóstraði upp um stórfelldar mútugreiðslur útgerðarinnar.

5
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
Við erum öll Jesús og Satan
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, hefur lært að hún á margt ólært. En hún hefur lært að sorgin og gleðin eru einn og sami hluturinn og að markmiðið er að geta haldið á þeim báðum samtímis.

6
Halla Gunnarsdóttir kjörin formaður VR
Halla Gunnarsdóttir fékk 45 prósent atkvæða í formannskjöri VR, sem lauk í hádeginu í dag. Hún er því nýkjörinn formaður í stærsta stéttarfélagi landsins.
Mest lesið í vikunni

1
Forstjóri klórar sér í höfðinu vegna hagræðingartillögu
Forstjóri Nýsköpunarsjóðs Kríu gerir sér ekki grein fyrir því hvernig ríkið ætlar að ná 9,7 milljarða hagræðingu með því að leggja niður sjóðinn. Þá telur hún það ekki vita á gott að setja eignir sjóðsins á brunaútsölu.

2
Sif Sigmarsdóttir
Verðlaun fyrir ræfilsskap
Vísbendingar um uppgjöf Hollywood gagnvart Trump blöstu við löngu fyrir endurkjör hans í embætti forseta.

3
Hélt að hún myndi höndla álagið betur
Að vinna með börnum er það skemmtilegasta sem Gunnhildur Gunnarsdóttir barnasálfræðingur gerir. Þegar hún tók að sér tímabundið starf á leikskóla til að tryggja syni sínum leikskólapláss hélt hún að hún myndi höndla álagið en það kom henni á óvart hversu krefjandi starfsumhverfið er. „Stundum þegar ég kom heim eftir langan dag vildi ég bara að enginn talaði við mig, ég var svo ótrúlega þreytt.“

4
Illa brugðið yfir stefnuræðu Trumps
Inga Dóra Guðmundsdóttir, sem býr í Grænlandi, segir að sér hafi brugðið illa við stefnuræðu Trumps á dögunum og spurt sig hvort valdamesti maður heims hafi virkilega hótað sér og öðrum Grænlendingum úr „áhrifamesta ræðupúlti heims“.Grænlendingar muni aldrei samþykkja að verða hluti af Bandaríkjunum.

5
Heimurinn hefur breyst — en Ísland ekki
Heimsókn Zelenskís til Bandaríkjanna og fundur hans með Trump og Vance markaði þáttaskil – heimurinn er breyttur.

6
Ekki fórn að vinna á leikskóla
Arnar Dan Kristjánsson leikari lítur ekki á það sem fórn að vinna á leikskóla til að koma dóttur sinni að á leikskóla. Hann lítur á það sem mestu gjöf í heimi að geta haft áhrif á litla heima.
Mest lesið í mánuðinum

1
Með hærri laun en mamma sem er kennari
Hrannar Ása Magnúsar læknanemi varð orðlaus þegar hann komst að því að hann var með hærri laun í sumarvinnunni sinni en mamma hans sem er kennari í fullu starfi.

2
Hjólhýsabyggðin á Sævarhöfða fær nýjan samastað
Hjólhýsahverfinu á Sævarhöfða verður fundin ný staðsetning í samræmi við samstarfsyfirlýsingu nýs meirihluta í Reykjavík. Fyrri borgarstjóri sagði slíkt ekki koma til skoðunar þannig að um stefnubreytingu er að ræða. „Okkur finnst mikilvægt að mæta þessum hópi,“ segir forseti borgarstjórnar.

3
Vilja losna við gamla refi úr ríkis stjórnum
Fjármálaráðherra hefur sett nýjar reglur um hvernig staðið er að vali í stjórnir stórra ríkisfyrirtækja. Helmingur stjórnarformanna í þessum fyrirtækjum í dag hefur gegnt trúnaðarstörfum við flokkana sem skipuðu þá.

4
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Okkar besti maður
Þegar kerfin bregðast er vert að skoða hvernig kerfin eru skipuð. Hvað lá til grundvallar niðurstöðu dómnefndar sem mat Brynjar Níelsson hæfastan umsækjenda um stöðu dómara – og það sem er ekki metið.

5
Bankastjórarnir fengu 260 milljónir fyrir sinn snúð
Bankastjórar íslensku viðskiptabankanna fjögurra fengu samtals 260 milljónir króna í launagreiðslur, hlunnindi og sérstakar árangurstengdar greiðslur á síðasta ári. Bankarnir þeirra skiluðu myndarlegum hagnaði.

6
Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
Eitt orð má aldrei nota á bráðamóttöku Landspítalans og það er orðið rólegt. Nánast um leið og Jón Ragnar Jónsson bráðalæknir hefur orð á að það sé óvenju rólegt á næturvakt eina helgina dynja áföllin á. Hann hefur rétt komið manni til lífs þegar neyðarbjallan hringir á ný. Síðan endurtekur sama sagan sig.
Athugasemdir