Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ruglingsleg skilaboð stjórnarliða um fyrirhugaða skattalækkun

Þing­menn og ráð­herr­ar virð­ast ekki á einu máli um hvort tekju­skatt­ur verði lækk­að­ur um eitt pró­sentu­stig og leggja mis­mun­andi skiln­ing í fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Ruglingsleg skilaboð stjórnarliða um fyrirhugaða skattalækkun
Bjarkey, Bjarni og Kolbeinn Þingmenn stjórnarmeirihlutans virðast leggja ólíkan skilning í boðaðar skattalækkanir. Mynd: Alþingi

Þingmenn og ráðherrar stjórnarmeirihlutans hafa mismunandi skilning á því hvort tekjuskattur í neðra þrepi verði lækkaður á kjörtímabilinu eða ekki og hvort horfið hafi verið frá „áherslu á lækkun tekjuskatts í neðra skattþrepi“ sem kemur fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.

Í stjórnarsáttmálanum, sem var kynntur þann 30. nóvember 2017, kemur fram að samhliða kjarasamningagerð muni ríkisstjórnin beita sér fyrir því að tekjuskattur í neðra þrepi verði lækkaður. Var gengið út frá því, samkvæmt samtölum Stundarinnar við þingmenn, að skatthlutfallið yrði lækkað um 1 prósent, eða sem nemur 14 milljörðum á ársgrundvelli. 

Þremur mánuðum síðar, þann 27. febrúar 2018, gaf ríkisstjórnin svo út yfirlýsingu um fyrirhugaðar aðgerðir í tilefni kjarasamninga. Athygli vekur að þar er engin áhersla lögð á flata lækkun tekjuskatts í neðra skattþrepi heldur talað um „endurskoðun á tekjuskattskerfinu með áherslu á lækkun skattbyrði og mögulegar breytingar á fyrirkomulagi persónuafsláttar og samspili við bótakerfi sem ætlað er að styðja við tekjulægri hópa (lágtekjur og lægri millitekjur)“. 

Slík endurskoðun í þágu tekjulágra hópa fer illa saman við hugmyndir um að lækka almenna þrepið um eitt prósentustig, enda myndi ábatinn af slíkri flatri lækkun dreifast með mjög ójöfnum hætti milli tekjuhópa. 

Eins og Stundin benti á í fréttaskýringu þann 1. desember 2017 myndi lækkun tekjuskatts í neðra skattþrepi skila fólki sem er með meira en 835 þúsund króna heildarlaun á mánuði þrisvar sinnum meiri skattalækkun en fólki á lágmarkslaunum. Hins vegar myndi hækkun persónuafsláttar skila öllum tekjuhópum jafn mikilli skattalækkun. Fyrir 14 milljarða mætti hækka persónuafslátt um að minnsta kosti 61.200 krónur árlega, eða 5.100 krónur á mánuði.  Slík ráðstöfun myndi skila fólki á lágmarkslaunum hátt í tvöfalt meiri ábata heldur en lækkun tekjuskattsins um eitt prósentustig. Fólk við neðri fjórðungsmörk launa fengi um 400 krónum meiri skattalækkun á mánuði með þessu heldur en með lækkun tekjuskatthlutfallsins, og þeir sem eru við miðgildi launa fengju aðeins um 700 krónum minni skattalækkun en þeir fengju við lækkun tekjuskattsins.

Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar var loks kynnt þann 4. apríl síðastliðinn. Í greinargerð hennar (bls. 15) segir meðal annars: 

Í fjármálaáætluninni, líkt og kveðið er á um í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, er gengið út frá að tekjuskattur lækki í neðra skattþrepi. Gert er ráð fyrir að lækkunin nemi um 1 prósentustigi og taki gildi í áföngum á áætlunartímanum. Samhliða er stefnt að heildarendurskoðun tekjuskatts einstaklinga og bótakerfa, m.a. með það að markmiði að unnt verði að draga úr skattbyrði og koma á fót heildstæðu og einfaldara kerfi, ekki síst í þágu tekjulægri hópa. Þar er horft til stuðnings hins opinbera við barnafjölskyldur og vegna húsnæðiskostnaðar, með markvissari fjárhagslegum stuðningi við efnaminni heimili.

Í þessum texta er gerður greinarmunur á tekjuskattslækkuninni og heildarendurskoðun kerfisins. Sú heildarendurskoðun fari fram „samhliða“ lækkun neðra skattþrepsins. Á bls. 32 í greinargerðinni kemur einnig fram að „gert [sé] ráð fyrir lækkun tekjuskatts einstaklinga“ og aftur á bls. 54. 

Á bls. 58 er hins vegar fjallað með ítarlegri hætti um heildarendurskoðun tekjuskatts sem stendur fyrir dyrum. Þar segir: 

Miðað er við að þær breytingar sem endurskoðunin leiðir af sér geti jafngilt eins prósentustigs lækkun neðra tekjuskattsþreps, eða 14 ma.kr. lækkun á skattbyrði fjölskyldna á ársgrundvelli sem verði lögfest sem fyrst og komi til framkvæmdar á kjörtímabilinu.

Í glærusýningu Bjarna Benediktssonar, sem varpað var upp þegar hann kynnti meginatriði fjármálaáætlunar sinnar, kemur aftur á móti skýrt fram að „gert [sé] ráð fyrir eins prósentustigs lækkun á skatthlutfalli neðra þreps“ en að auk þess muni fara fram „samtal við aðila vinnumarkaðarins um samspil bótakerfa og tekjuskattskerfis“. 

Ólík svör við gagnrýni stjórnarandstöðunnar

Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa gagnrýnt harðlega áform um flata lækkun tekjuskatts. Þannig hefur t.d. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, bent á að lækkun á neðra skattþrepi skili tekjulágu þrefalt minna en þeim tekjuhæstu. 

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, hefur gert athugasemd við slíkan málflutning, bæði á Facebook og í grein á Kjarnanum. Af honum hefur mátt skilja að í raun standi ekki til að lækka neðra þrep tekjuskattsins um eitt prósentustig heldur eigi að létta skattbyrði af almenningi sem muni kosta það sama og prósentustigs lækkun, eða 14 milljarða á ársgrundvelli. 

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, hefur gripið til annars konar málsvarnar þegar stjórnarandstaðan gagnrýnir skattaáform ríkisstjórnarinnar.

Í umræðum um fjármálaáætlunina á Alþingi þann 11. apríl síðastliðinn spurði Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hana: „Af hverju stendur hv. þingmaður því fyrir 1% flatri tekjuskattslækkun sem gagnast best þeim sem hæstar hafa tekjurnar?“ Þá sagði Ólafur Ísleifsson, þingmaður Flokks fólksins: „En ég verð að leyfa mér að segja að það kemur afar mikið á óvart, svo ekki sé meira sagt, að flokkur háttvirts þingmanns Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur geti staðið að þeirri forgangsröðun sem birtist m.a. í því að tekjuskattur skuli lækkaður á þann veg að það skuli ekki nýtast hinum tekjulægstu og þeim sem standa hér höllustum fæti.“

Bjarkey hafnaði því ekki að flöt tekjuskattslækkun væri á döfinni heldur sagði:

„Varðandi tekjuskattinn og lækkun hans er það auðvitað svo að ef við hefðum verið ein í ríkisstjórn hefðum við væntanlega ekki farið þessa leið. Það er samkomulagsmál að gera þetta. Það er hins vegar þannig að persónuafslátturinn, eins og ég nefndi í ræðu minni, verður tekinn til skoðunar í tengslum við vinnumarkaðinn og annað slíkt, hvort það sé leiðin sem aðilar telja heppilegast að fara. Ég er sammála því að það ætti að gera.“

„Flokkarnir hafa auðvitað ólíka sýn“

Stundin sendi Kolbeini Proppé og Bjarkeyju tölvupóst og spurði hvort þau kynnu skýringar á misræminu. 

Kolbeinn svaraði: 

Ég skil fjármálaráðherra þannig að hann sé að vísa til umfangs aðgerðanna; að í áætluninni sé gert ráð fyrir skattalækkunaraðgerð sem verði að umfangi 14 milljarðar. Það jafngildir umfangi umræddrar 1% lækkunar. Útfærslan verður unnin í samráði við verkalýðshreyfinguna til að tryggja að breytingarnar skili launafólki og samfélaginu raunverulegum ávinningi. Eins og kemur fram í texta fjármálaáætlunar, og þú vitnar til, þá er ýmislegt til skoðunar, m.a. að gera persónuafslátt útgreiðanlegan þannig að hann fjari út eftir því sem tekjur eru hærri. 

Þar sem útfærslan er eftir hefur í fjármálaáætlun verið reiknað út frá kerfinu eins og það er, hvað varðar lækkun á neðra þrepi um 1%, einfaldlega til að hafa fastar tölur í hendi. Það kemur skýrt fram í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um aðgerðir í tilefni af mati á kjarasamningum, frá í febrúar, að farið verði í þessa endurskoðun, í samstarfi við samtök launþega, og að ætlunin sé að henni ljúki á haustmánuðum 2018 áður en fjárlög 2019 verða afgreidd. Það er í fullu samræmi við textann í fjármálaáætluninni, sem ég kom inn á hér fyrr.

Aðspurður hvort þetta stangist ekki á við yfirlýsingu í stjórnarsáttmála og ummæli Bjarkeyjar um að eins prósentustigslækkun hafi verið samkomulagsatriði flokkanna segir Kolbeinn að hann líti á stefnuna sem birtist í fjármálaáætlun sem nánari útfærslu á stjórnarsáttmálanum. „Flokkarnir hafa auðvitað ólíka sýn á þessi mál og því ekki óeðlilegt að fjármálaráðherra vilji halda sinni til haga. Það liggur engu að síður fyrir að útfærslan er eftir og mun byggja á yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar til verkalýðshreyfingarinnar.“

Bjarkey segir í svari sínu til Stundarinnar að ef Vinstri græn væru ein í ríkisstjórn hefðu þau væntanlega byggt í auknum mæli á þrepaskiptri skattlagningu:

Það sem ég átti við að ef við hefðum verið ein hefðum við væntanlega haldið okkur við þrepaskipt skattkerfi eins og við höfum ítrekað rætt. Um þetta 1% er rætt í stjórnarsáttmála en ítrekað hefur verið rætt um útfærslu sem skilaði allt að 14 mia.

Svo höfum við gefið út að við vild­um end­ur­skoða skatt­kerfið, með áherslu á lækk­un skatt­byrði í þágu tekju­lægri hópa. Þar mynd­um við skoða fyr­ir­komu­lag per­sónu­afslátt­ar og sam­spil við bóta­kerf­in. Mark­miðið væri að styðja við tekju­lægri hóp­ana. Tek að öðru leyti undir með Kolbeini.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár