Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Forstjóri Isavia segir miklar launakröfur áhyggjuefni: Hækkaði sjálfur í launum um 400 þúsund milli ára

Björn Óli Hauks­son fékk 25,1 millj­ón króna í laun á síð­asta ári. Hækk­an­ir á laun­um stjórn­ar­manna sam­þykkt­ar á síð­asta árs­fundi Isa­via.

Forstjóri Isavia segir miklar launakröfur áhyggjuefni: Hækkaði sjálfur í launum um 400 þúsund milli ára
Launin hækkuðu duglega Laun Björns Óla Haukssonar, forstjóra Isavia, hækkuðu um 400 þúsund krónur á mánuði milli áranna 2016 og 2017. Björn Óli lýsti áhyggjum af miklum launakröfum í komandi kjarasamningum á ársfundi Isavia.

Forstjóri Isavia, Björn Óli Hauksson, sagði í ræðu á ársfundi Isavia 5. apríl síðastliðinn að það veikti samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar að launakostnaður á Íslandi væri á uppleið, á sama tíma og krónan styrktist. „Miklar launakröfur í kjarasamningum eru því áhyggjuefni,“ sagði Björn Óli enn fremur. Þessi orð vekja athygli í ljósi þess að laun Björns Óla sjálfs hækkuðu um um það bil 400 þúsund krónur á mánuði milli áranna 2016 og 2017.

Árið 2016 voru laun Björns Óla 20,8 milljónir króna á ársgrundvelli en árið 2017 voru þau 25,1 milljón króna, að því er Kjarninn greindi frá. Laun Björns Óla hækkuð því um 20 prósent milli ára. Þá var samþykkt á ársfundinum að laun stjórnarmanna Isavia yrðu hækkuð úr 180 þúsund krónum á mánuði í 195 þúsund krónur. Stjórnarformaður Isavia, Ingimundur Sigurpálsson, fær tvöfalda þá upphæð, 390 þúsund krónur á mánuði. Isavia er opinbert hlutafélag og að fullu í eigu íslenska ríkisins. 

Vilhjálmi Birgissyni missboðið

Orð Björns Óla sem vitnað er til hér að framan vöktu litla kátínu Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness, en hann kallaði þau hræsni á Facebook-síðu sinni. „Þvílík hræsni og siðblinda því á sama tíma og forstjóri Isavia lét þessi orð falla lá fyrir að hann sjálfur hafði hækkað í launum um 400.000 kr. á mánuði en mánaðarlaun hans fóru úr 1,7 milljón í 2,1 milljónir.

Kemur svo og talar um að samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar sé að veikjast vegna þess að launakostnaður sé á uppleið og lýsir sérstökum áhyggjum yfir að launakröfur verkafólks og annarra verði of miklar í komandi kjarasamningum.

Halló er til meiri hræsni en þetta? Ný búinn sjálfur að fá 400.000 kr. hækkun á sínum mánaðarlaunum en verkafólk sem vinnur á Keflavíkurvelli og víðar fengu flestir um 12.000 kr. hækkun á sínum launum í fyrra.“

Næst ekki í Björn Óla

Stundin hefur ítrekað reynt að ná tali af Birni Óla vegna þessa, bæði í síðustu viku og í dag en án árangurs.  Hins vegar sendi Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, blaðamanni yfirlýsingu frá Birni Óla vegna málsins. „Það hefur ítrekað komið fram að Ísland er að verða eitt dýrasta land í heimi. Nú síðast var fjallað um það í nýútkominni skýrslu Íslandsbanka um íslenska ferðaþjónustu þar sem segir að verðlag hér landi sé að meðaltali 28% hærra en á hinum Norðurlöndunum. Það eru ýmsir þættir sem þarf að hafa áhyggjur af sem gætu orðið til kostnaðarauka fyrir rekstur Keflavíkurflugvallar, og það var það sem ég benti á í ræðu minni á aðalfundi Isavia. Ég var að lýsa áhyggjum mínum af því að rekstrarkostnaður haldi áfram að aukast og það verði til að veikja samkeppnishæfni landsins enn frekar. Ég er alls ekki á móti þeim launahækkunum sem hafa orðið í samfélaginu undanfarið og fagna því að greidd séu góð laun til okkar öfluga starfsfólks. Þá hlýtur það að vera sameiginlegt verkefni okkar allra er að tryggja samkeppnishæfni Íslands og að kaupmáttur sé áfram hár hér á landi.“

 

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár