Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Formaður Samtaka atvinnulífsins segir neikvæðni fjölmiðla skapa bjagaða mynd af veruleika Íslendinga

Tals­menn ís­lenskra at­vinnu­rek­enda segja að vel­sæld þjóð­ar­inn­ar hvíli á frum­kvæði kraft­mik­illa ein­stak­linga sem „efn­ast stund­um vel“. Búa þurfi þeim góð skil­yrði og hlífa við skriffinnsku.

Formaður Samtaka atvinnulífsins segir neikvæðni fjölmiðla skapa bjagaða mynd af veruleika Íslendinga

Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins sem var endurkjörinn á aðalfundi samtakanna í dag, segir að fjölmiðlar skapi bjagaða mynd af veruleika Íslendinga með krassandi fyrirsögnum og upphrópunum. Þannig vilji stundum gleymast að á Íslandi ríki einhver mesta velmegun sem þekkist í heiminum.

Þeir Halldór Benjamín Þorgeirsson, framkvæmdastjóri SA, telja að þessi velmegun sé drifin áfram af frumkvöðlum, kraftmiklum einstaklingum sem leggi fram peninga sína, reynslu og þekkingu, skapi atvinnu fyrir aðra og efnist oft vel sjálfir. Mikilvægt sé að búa þessum einstaklingum góð skilyrði og tryggja að reglurnar sem þeir þurfa að fylgja séu ekki of margar og íþyngjandi. 

Þetta kom fram í ræðum Eyjólfs Árna og Halldórs Benjamíns á Ársfundi atvinnulífsins sem haldinn var hátíðlegur í Hörpu í dag. Á meðal ræðumanna voru einnig Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Eamonn Butler, framkvæmdastjóri Adam Smith-stofnunarinnar í London.

Sótt að markaðshagkerfinu 

„Það er sótt að markaðshagkerfinu í dag, og þegar vel gengur leita of margir í úreltar hugmyndir aftan úr hagsögunni,“ sagði Halldór Benjamín meðal annars í ávarpi sínu. „Ég geri engan ágreining við fólk um að við deilum um skiptingu stækkandi þjóðarköku. En við megum aldrei trúa því að framfarir verði af sjálfu sér.“ 

„Ég ætla að segja ykkur lítið leyndarmál. Verðmætin verða ekki til í endalausum starfshópum, nefndum og vinnuhópum hins opinbera. Verðmætin verða ekki heldur til í eftirlitsiðnaðinum og gjaldeyriseftirliti Seðlabanka Íslands og verðmætin verða heldur ekki til í sívaxandi regluverki ríkis og sveitarfélaga þar sem meira og minna allt er bannað nema það sé sérstaklega leyft. Verðmætin verða fyrst og fremst til í atvinnulífinu. Hjá atorkusömu fólki sem leggur tíma sinn, hugmyndir og verðmæti til þess að skapa eitthvað nýtt. Hjá fyrirtækjum sem taka áhættu þegar við sköpum áhættu fyrir einkaframtakið til að blómstra.“

„Þau leggja mikið á sig til að allt gangi vel
og takist það, þá efnast þau stundum vel“

Eyjólfur Árni tók í sama streng og sagði velsæld þjóðarinnar vera undir frumkvöðlum komna. „Það eru einstaklingar sem sækja fram og nýta þau tækifæri sem bjóðast. Konur og karlar stofna til rekstrar og leggja þar inn þekkingu sína, reynslu og eigin fjármuni til að skapa sér og sínum atvinnu við hæfi. Þau leggja mikið á sig til að allt gangi vel og takist það, þá efnast þau stundum vel og sjá að árangurinn var erfiðisins virði. Það er þó ekki alltaf efnislegi ávinningurinn sem veitir mesta gleði. Ánægjan felst ekki síst í að skapa eitthvað nýtt, byggja upp rekstur, veita þjónustu eða þróa nýja vöru og skapa störf. Þessu fólki þarf að búa góð skilyrði og gæta þess að drekkja því ekki í skriffinnsku og ónauðsynlegum reglum. Undir þessu fólki, frumkvöðlunum, er velsæld þjóðarinnar komin.“ 

Gagnrýndi rýrnun persónuafsláttar og bóta

Eyjólfur vék þó einnig að ábyrgð hins opinbera og raunvirðisrýrnun persónuafsláttar og bóta. „Undanfarin ár hefur kaupmáttur launa vaxið hér meira en áður hefur gerst á jafn skömmum tíma. Í kjarasamningum undanfarinn áratug hafa lægstu laun hækkað mun meira en þau sem hærri eru. Samt blasir við megn óánægja þeirra sem lægst hafa launin og ekki sýnt hvernig best er að bregðast við,“ sagði hann og bætti við: „Ein ástæða kann að vera sú að á sama tíma og launin skila meiri kaupmætti en áður hefur kerfisbundið dregið úr vægi persónuafsláttar, barnabóta og vaxtabóta auk þess sem ýmsar gjaldskrár fyrir opinbera þjónustu hafa hækkað mikið. Afleiðingin er sú að ráðstöfunartekjur þeirra lægst launuðu hafa ekki aukist eins og stefnt var að með kjarasamningunum.“ 

Þá sagði Eyjólfur að þótt stjórnendur fyrirtækja væru mikilvægir byggðist góður árangur í rekstri ekki síst á vinnu fjölda fólks sem sinnir störfum sínum af alúð og trúmennsku, en jafnframt á almennu rekstrarumhverfi og ýmsum ytri skilyrðum.

„Sérstaklega er mikilvægt að fyrirtæki sem eru skráð á almennan hlutabréfamarkað móti starfskjarastefnu fyrir stjórnendur sína og setji launum og aukagreiðslum skynsamleg mörk sem samræmast íslenskum veruleika. Við vitum öll að umræða um mjög há laun stjórnenda hefur áhrif. Stundum hefur tilhneigingin verið sú að bíða þess að umræðan hjaðni og líta þá svo á, að þar með sé málinu lokið. Það er hins vegar ekki svo. Á tímum nútíma fjölmiðlunar og samfélagsmiðla gleymist ekkert, umræðan hefur neikvæð áhrif, ekki einungis á viðkomandi fyrirtæki, heldur atvinnulífið í heild.“ 

„Sífelld leit fjölmiðla og samfélagsmiðla að krassandi fyrirsögnum og upphrópunum
skapar bjagaða mynd af veruleikanum“

Í ræðunni gagnrýndi hann þó einnig, eins og fyrr segir, að of mikið væri um upphrópanir sem sköpuðu bjagaða mynd af veruleikanum. „Við lifum lengur en flestar þjóðir og búum við öfundsverðar aðstæður. En samt fer hluti umræðu í þjóðfélaginu fram með neikvæðum formerkjum eins og hér sé allt í kalda koli. Sífelld leit fjölmiðla og samfélagsmiðla að krassandi fyrirsögnum og upphrópunum skapar bjagaða mynd af veruleikanum. Þetta er áhyggjuefni þótt ekki sé það séríslenskt vandamál.“

Hér má lesa ræðu Eyjólfs í heild og hér er myndbandsupptaka af fundinum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
2
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár