Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Vill að kynjafræði verði skyldunámsgrein á öllum skólastigum

Ingi­björg Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Vinstri grænna, legg­ur fram þings­álykt­un­ar­til­lögu um kynja­fræði­kennslu á öll­um stig­um skóla­kerf­is­ins.

Vill að kynjafræði verði skyldunámsgrein á öllum skólastigum

Ingibjörg Þórðardóttir, varaþingkona Vinstri grænna, hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að kynjafræði verði kennd sem skyldunámskeið á öllum skólastigum. Þannig verði mennta- og menningarmálaráðherra falið að skipa starfshóp sem undirbúi breytingar á aðalnámskrám leik-, grunn- og framhaldsskóla í þessu skyni og geri jafnframt tillögur um breytingu á kennaranámi sem verði til þess að allir kennarar öðlist lágmarksþekkingu á kynjafræði. Jafnframt verði komið á ítarlegra námi í kynjafræði sem búi kennara undir að kenna kynjafræði sem sérstaka námsgrein á öllum skólastigum. 

Fram kemur í greinargerð tillögunnar að mikilvægt sé að vinna gegn úreltum hugmyndum um að eðli og hlutverk karla og kvenna sé ólíkt. „Slíkar hugmyndir setja konur í veikari stöðu í samfélaginu og hafa einnig skaðleg áhrif á líf karla.“

Með kynjafræðikennslu megi vinna gegn úreltum staðalímyndum kynjanna sem hafa áhrif á ráðningar í stjórnunarstörf og dreifingu valds, þar með launakjör, móta viðhorf samfélagsins til kynbundins ofbeldis, styrkja sjálfsmynd og sjálfsöryggi stúlkna og auka tilfinningalegt frelsi drengja til að þeir eigi auðveldara með að leita sér hjálpar. Auk þess geti kynjafræðikennsla stuðlað að því að opna augu nemenda fyrir því að hæfni einstaklings til að hugsa um heimili og ala upp börn er óháð kyni og átt þátt í að útrýma hugmyndum um að sum störf séu karlastörf en önnur kvennastörf. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Menntamál

Meðlimur siðanefndar segir viðbrögð rektors ósanngjörn og ala á skoðanakúgun
FréttirMenntamál

Með­lim­ur siðanefnd­ar seg­ir við­brögð rektors ósann­gjörn og ala á skoð­anakúg­un

„Brottrekst­ur aka­demísks starfs­manns í kjöl­far þess að hann tjá­ir sig á innri vef eig­in stofn­un­ar er til þess fall­ið að grafa und­an grund­vall­ar­gildi há­skóla­sam­fé­lags­ins um frelsi til hugs­un­ar og tján­ing­ar,“ seg­ir í bréfi Jóns Ás­geirs Kalm­ans­son­ar til rektors Land­bún­að­ar­há­skól­ans vegna fyr­ir­hug­aðr­ar upp­sagn­ar pró­fess­ors vegna harð­orðr­ar gagn­rýni henn­ar.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár