Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Vill að kynjafræði verði skyldunámsgrein á öllum skólastigum

Ingi­björg Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Vinstri grænna, legg­ur fram þings­álykt­un­ar­til­lögu um kynja­fræði­kennslu á öll­um stig­um skóla­kerf­is­ins.

Vill að kynjafræði verði skyldunámsgrein á öllum skólastigum

Ingibjörg Þórðardóttir, varaþingkona Vinstri grænna, hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að kynjafræði verði kennd sem skyldunámskeið á öllum skólastigum. Þannig verði mennta- og menningarmálaráðherra falið að skipa starfshóp sem undirbúi breytingar á aðalnámskrám leik-, grunn- og framhaldsskóla í þessu skyni og geri jafnframt tillögur um breytingu á kennaranámi sem verði til þess að allir kennarar öðlist lágmarksþekkingu á kynjafræði. Jafnframt verði komið á ítarlegra námi í kynjafræði sem búi kennara undir að kenna kynjafræði sem sérstaka námsgrein á öllum skólastigum. 

Fram kemur í greinargerð tillögunnar að mikilvægt sé að vinna gegn úreltum hugmyndum um að eðli og hlutverk karla og kvenna sé ólíkt. „Slíkar hugmyndir setja konur í veikari stöðu í samfélaginu og hafa einnig skaðleg áhrif á líf karla.“

Með kynjafræðikennslu megi vinna gegn úreltum staðalímyndum kynjanna sem hafa áhrif á ráðningar í stjórnunarstörf og dreifingu valds, þar með launakjör, móta viðhorf samfélagsins til kynbundins ofbeldis, styrkja sjálfsmynd og sjálfsöryggi stúlkna og auka tilfinningalegt frelsi drengja til að þeir eigi auðveldara með að leita sér hjálpar. Auk þess geti kynjafræðikennsla stuðlað að því að opna augu nemenda fyrir því að hæfni einstaklings til að hugsa um heimili og ala upp börn er óháð kyni og átt þátt í að útrýma hugmyndum um að sum störf séu karlastörf en önnur kvennastörf. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Menntamál

Meðlimur siðanefndar segir viðbrögð rektors ósanngjörn og ala á skoðanakúgun
FréttirMenntamál

Með­lim­ur siðanefnd­ar seg­ir við­brögð rektors ósann­gjörn og ala á skoð­anakúg­un

„Brottrekst­ur aka­demísks starfs­manns í kjöl­far þess að hann tjá­ir sig á innri vef eig­in stofn­un­ar er til þess fall­ið að grafa und­an grund­vall­ar­gildi há­skóla­sam­fé­lags­ins um frelsi til hugs­un­ar og tján­ing­ar,“ seg­ir í bréfi Jóns Ás­geirs Kalm­ans­son­ar til rektors Land­bún­að­ar­há­skól­ans vegna fyr­ir­hug­aðr­ar upp­sagn­ar pró­fess­ors vegna harð­orðr­ar gagn­rýni henn­ar.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár