Forsætisráðherra segir gagnrýni á viðbrögð við Sýrlandsárás óréttmæta

Katrín Jak­obs­dótt­ir tel­ur for­ystu­fólk stjórn­ar­and­stöð­unn­ar reyna að slá póli­tísk­ar keil­ur. „Mér finnst þessi gagn­rýni ekki eiga rétt á sér,“ seg­ir hún í sam­tali við Stund­ina.

Forsætisráðherra segir gagnrýni á viðbrögð við Sýrlandsárás óréttmæta
Óréttmæt gagnrýni Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir gagnrýni á viðbrögð hennar og ríkisstjórnarinnar við loftárásum í Sýrlandi vera óréttmæta. Mynd: Pressphotos

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir gagnrýni á framgöngu hennar varðandi viðbrögð við loftárásum Bandaríkjamanna, Breta og Frakka í Sýrlandi ekki eiga rétt á sér og með henni séu pólitískir andstæðingar hennar að reyna að slá pólitískar keilur. Fullkominn samhljómur sé innan ríkisstjórnarinnar um málið og lögð hafi verið áhersla á að alþjóðasamfélagið verði að stuðla að pólitískum og friðsamlegum lausnum í Sýrlandsstríðinu.

Katrín hefur sætt gagnrýni fyrir þau orð sín að Ísland hafi ekki lýst „sérstökum stuðningi“ við loftárásirnar í ljósi þess að Ísland samþykkti stuðningsyfirlýsingu NATO við loftárásirnar.

Forsætisráðherra segir í samtali við Stundina að þjóðir hafi í upphafi brugðist mismunandi við árásunum.

„Sumar þjóðir lýstu yfir sérstökum stuðningi strax við aðgerðirnar, það gerðu Íslendingar ekki og ekki Norðmenn eða Svíar til að mynda. Síðan var málið tekið fyrir hjá NATO. Það liggur auðvitað fyrir að Ísland er ekki aðili að þessum aðgerðum og ekki heldur NATO. Hins vegar var málið tekið fyrir á þeim vettvangi og samþykkt stuðningsyfirlýsing sem er auðvitað bara málamiðlun þeirra 29 ríkja sem eru aðilar að NATO. Eðli málsins samkvæmt er hún ekki í samræmi við nákvæmar yfirlýsingar einstakra ríkja í þessu máli,“ segir Katrín.

Fylgja þjóðaröryggisstefnu

Katrín segir að fastafulltrúi Íslands hjá NATO hafi samþykk yfirlýsinguna fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin öll og bæði hún sjálf og Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra hafi lagt áherslu á að stefna Íslands varðandi Sýrlandsstríðið sé hins vegar fyrst og fremst sú að stuðla verði að pólitískum og friðsamlegum lausnum og að samstaða náist innan öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir. Það sé grundvallaratriði í hennar huga. Afstaða Vinstri grænna til aðildar Íslands að NATO sé ekki breytt, flokkurinn telji að Ísland ætti ekki að vera aðili að bandalaginu.

„Við höfum hins vegar ákveðið það í stjórnarsáttmála þessarar ríkisstjórnar að við fylgjum samþykkt Alþingis í þessum málum, sem byggir á þjóðaröryggisstefnu Íslands þar sem aðildin að NATO er áréttuð. Við höfum fallist á að fylgja samþykkt meirihluta Alþingis en við erum sem flokkur í grundvallaratriðum ósammála þessu ákvæði í þeirri stefnu.“

Katrín segir þeirra skoðunar að gagnrýni sem hún og Vinstri græn hafa setið undir vegna þessa, frá formönnum Samfylkingar, Viðreisnar og þingmönnum Pírata meðal annarra, sé óréttmæt. Þar fari flokkar sem séu þeirrar skoðunar að aðild Íslands að NATO sé eðlileg á meðan að Vinstri græn séu andvíg henni. Það sé orðin einhver stefnubreyting hjá þeim flokkum og segir Katrín að hún myndi fagna því ef svo væri. Spurð hvort hún telji þá að leiðtogar stjórnarandstöðunar séu að fella pólitískar keilur með gagnrýni sinni svarar hún því játandi. „Já, mér finnst þessi gagnrýni ekki eiga rétt á sér, ef ég á að vera alveg heiðarleg. Það liggur fyrir að við byggjum á þjóðaröryggisstefnu í stjórnarsáttmála og það liggur líka fyrir að ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á friðsamlegar og pólitískar lausnir í málinu og það er fullkominn samhljómur um það innan ríkisstjórnarinnar.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár