Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Forsætisráðherra segir gagnrýni á viðbrögð við Sýrlandsárás óréttmæta

Katrín Jak­obs­dótt­ir tel­ur for­ystu­fólk stjórn­ar­and­stöð­unn­ar reyna að slá póli­tísk­ar keil­ur. „Mér finnst þessi gagn­rýni ekki eiga rétt á sér,“ seg­ir hún í sam­tali við Stund­ina.

Forsætisráðherra segir gagnrýni á viðbrögð við Sýrlandsárás óréttmæta
Óréttmæt gagnrýni Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir gagnrýni á viðbrögð hennar og ríkisstjórnarinnar við loftárásum í Sýrlandi vera óréttmæta. Mynd: Pressphotos

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir gagnrýni á framgöngu hennar varðandi viðbrögð við loftárásum Bandaríkjamanna, Breta og Frakka í Sýrlandi ekki eiga rétt á sér og með henni séu pólitískir andstæðingar hennar að reyna að slá pólitískar keilur. Fullkominn samhljómur sé innan ríkisstjórnarinnar um málið og lögð hafi verið áhersla á að alþjóðasamfélagið verði að stuðla að pólitískum og friðsamlegum lausnum í Sýrlandsstríðinu.

Katrín hefur sætt gagnrýni fyrir þau orð sín að Ísland hafi ekki lýst „sérstökum stuðningi“ við loftárásirnar í ljósi þess að Ísland samþykkti stuðningsyfirlýsingu NATO við loftárásirnar.

Forsætisráðherra segir í samtali við Stundina að þjóðir hafi í upphafi brugðist mismunandi við árásunum.

„Sumar þjóðir lýstu yfir sérstökum stuðningi strax við aðgerðirnar, það gerðu Íslendingar ekki og ekki Norðmenn eða Svíar til að mynda. Síðan var málið tekið fyrir hjá NATO. Það liggur auðvitað fyrir að Ísland er ekki aðili að þessum aðgerðum og ekki heldur NATO. Hins vegar var málið tekið fyrir á þeim vettvangi og samþykkt stuðningsyfirlýsing sem er auðvitað bara málamiðlun þeirra 29 ríkja sem eru aðilar að NATO. Eðli málsins samkvæmt er hún ekki í samræmi við nákvæmar yfirlýsingar einstakra ríkja í þessu máli,“ segir Katrín.

Fylgja þjóðaröryggisstefnu

Katrín segir að fastafulltrúi Íslands hjá NATO hafi samþykk yfirlýsinguna fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin öll og bæði hún sjálf og Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra hafi lagt áherslu á að stefna Íslands varðandi Sýrlandsstríðið sé hins vegar fyrst og fremst sú að stuðla verði að pólitískum og friðsamlegum lausnum og að samstaða náist innan öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir. Það sé grundvallaratriði í hennar huga. Afstaða Vinstri grænna til aðildar Íslands að NATO sé ekki breytt, flokkurinn telji að Ísland ætti ekki að vera aðili að bandalaginu.

„Við höfum hins vegar ákveðið það í stjórnarsáttmála þessarar ríkisstjórnar að við fylgjum samþykkt Alþingis í þessum málum, sem byggir á þjóðaröryggisstefnu Íslands þar sem aðildin að NATO er áréttuð. Við höfum fallist á að fylgja samþykkt meirihluta Alþingis en við erum sem flokkur í grundvallaratriðum ósammála þessu ákvæði í þeirri stefnu.“

Katrín segir þeirra skoðunar að gagnrýni sem hún og Vinstri græn hafa setið undir vegna þessa, frá formönnum Samfylkingar, Viðreisnar og þingmönnum Pírata meðal annarra, sé óréttmæt. Þar fari flokkar sem séu þeirrar skoðunar að aðild Íslands að NATO sé eðlileg á meðan að Vinstri græn séu andvíg henni. Það sé orðin einhver stefnubreyting hjá þeim flokkum og segir Katrín að hún myndi fagna því ef svo væri. Spurð hvort hún telji þá að leiðtogar stjórnarandstöðunar séu að fella pólitískar keilur með gagnrýni sinni svarar hún því játandi. „Já, mér finnst þessi gagnrýni ekki eiga rétt á sér, ef ég á að vera alveg heiðarleg. Það liggur fyrir að við byggjum á þjóðaröryggisstefnu í stjórnarsáttmála og það liggur líka fyrir að ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á friðsamlegar og pólitískar lausnir í málinu og það er fullkominn samhljómur um það innan ríkisstjórnarinnar.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár