Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Alþingi hefur ekki yfirlit yfir ábendingar úr rannsóknarskýrslum

For­seti Al­þing­is seg­ir það ekki hlut­verk embætt­is­ins eða skrif­stofu þings­ins að taka sam­an ábend­ing­ar úr rann­sókn­ar­skýrsl­um Al­þing­is sem snúi að þing­inu sjálfu.

Alþingi hefur ekki yfirlit yfir ábendingar úr rannsóknarskýrslum
Ekki hlutverk Steingríms Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir það ekki hlutverk forseta að taka saman ábendingar úr rannsóknarskýrslum Alþingis sem beint sé að þinginu sjálfu. Mynd: Pressphotos

Forseti Alþingis eða skrifstofa þingsins búa ekki yfir yfirliti yfir þær ábendingar í rannsóknarskýrslum Alþingis sem sérstaklega er beint að Alþingi sjálfu. Þær hafa ekki verið teknar saman og lítur forseti þingsins ekki svo á að það sé hans hlutverk, eða stjórnsýslu Alþingis, að gera slíkt né heldur að tryggja að brugðist sé við ábendingum sem beint er til þingsins. Það sé löggjafarvaldsins, þingmanna sjálfra, að gera það í samræmi við meginregluna um sjálfstæði Alþingis.

Þetta kemur fram í svari Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, við fyrirspurn Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata. Björn spurði meðal annars um hvort forseti hefði tekið saman yfirlit yfir ábendingarnar, hvernig tryggt hefði verið að þeim hefði verið fylgt eftir og hver bæri ábyrgð á að svo hefði verið gert.

Ekki hlutverk forseta

Í svarinu kemur fram að slíkt yfirlit hafi ekki verið tekið saman af hálfu forseta Alþingis eða skrifstofu þingsins. Umræddar skýrslur varði ekki stjórnsýslu á vegum Alþingis eða stjórnsýslu sem þinginu hafi verið sérstaklega falin samkvæmt lögum og því sé það ekki hlutverk forseta Alþingis að hlutast til um viðbrögð við umræddum ábendingum, þó þær snúi að þinginu sjálfu. Alþingi sjálft, löggjafarsamkoman, hafi fjallað um störf rannsóknarnefndanna sem um ræðir og beint tilmælum til stjórnvalda þegar við hefur átt. Þannig hafi nefnd níu þingmanna fjallað um ábendingar og tillögur í skýrslu rannsóknarnefndar á falli falli íslensku bankanna. Sú nefnd hafi skilað þingsályktunartillögu árið 2010 um afgreiðslu skýrslunnar frá Alþingi og var sú tillaga samþykkt.

Í svari forseta segir enn fremur: „Í samræmi við 8. mgr. 45. gr. laga um þingsköp Alþingis hefur forsætisráðherra gert grein fyrir því í skýrslum sínum um meðferð og framkvæmd ályktana Alþingis hvernig brugðist hefur verið við ábendingum og tillögum rannsóknarnefndar Alþingis.“

Björn Leví spurði einnig hver hefði verið tilnefndur ábyrgðaraðili umræddra mála. Í svari Steingríms kemur fram að það falli ekki undir stjórnsýslu þingsins að tilnefna slíkan aðila heldur leiði það af meginreglunni um sjálfstæði Alþingis að þingið sjálft ákveði með hvaða hætti það vilji framfylgja ályktunum sínum eða þeim rannsóknum sem farið hafi fram á þess vegum. Það sé ekki hlutverk forseta.

 




Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
3
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
5
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár