Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Alþingi hefur ekki yfirlit yfir ábendingar úr rannsóknarskýrslum

For­seti Al­þing­is seg­ir það ekki hlut­verk embætt­is­ins eða skrif­stofu þings­ins að taka sam­an ábend­ing­ar úr rann­sókn­ar­skýrsl­um Al­þing­is sem snúi að þing­inu sjálfu.

Alþingi hefur ekki yfirlit yfir ábendingar úr rannsóknarskýrslum
Ekki hlutverk Steingríms Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir það ekki hlutverk forseta að taka saman ábendingar úr rannsóknarskýrslum Alþingis sem beint sé að þinginu sjálfu. Mynd: Pressphotos

Forseti Alþingis eða skrifstofa þingsins búa ekki yfir yfirliti yfir þær ábendingar í rannsóknarskýrslum Alþingis sem sérstaklega er beint að Alþingi sjálfu. Þær hafa ekki verið teknar saman og lítur forseti þingsins ekki svo á að það sé hans hlutverk, eða stjórnsýslu Alþingis, að gera slíkt né heldur að tryggja að brugðist sé við ábendingum sem beint er til þingsins. Það sé löggjafarvaldsins, þingmanna sjálfra, að gera það í samræmi við meginregluna um sjálfstæði Alþingis.

Þetta kemur fram í svari Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, við fyrirspurn Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata. Björn spurði meðal annars um hvort forseti hefði tekið saman yfirlit yfir ábendingarnar, hvernig tryggt hefði verið að þeim hefði verið fylgt eftir og hver bæri ábyrgð á að svo hefði verið gert.

Ekki hlutverk forseta

Í svarinu kemur fram að slíkt yfirlit hafi ekki verið tekið saman af hálfu forseta Alþingis eða skrifstofu þingsins. Umræddar skýrslur varði ekki stjórnsýslu á vegum Alþingis eða stjórnsýslu sem þinginu hafi verið sérstaklega falin samkvæmt lögum og því sé það ekki hlutverk forseta Alþingis að hlutast til um viðbrögð við umræddum ábendingum, þó þær snúi að þinginu sjálfu. Alþingi sjálft, löggjafarsamkoman, hafi fjallað um störf rannsóknarnefndanna sem um ræðir og beint tilmælum til stjórnvalda þegar við hefur átt. Þannig hafi nefnd níu þingmanna fjallað um ábendingar og tillögur í skýrslu rannsóknarnefndar á falli falli íslensku bankanna. Sú nefnd hafi skilað þingsályktunartillögu árið 2010 um afgreiðslu skýrslunnar frá Alþingi og var sú tillaga samþykkt.

Í svari forseta segir enn fremur: „Í samræmi við 8. mgr. 45. gr. laga um þingsköp Alþingis hefur forsætisráðherra gert grein fyrir því í skýrslum sínum um meðferð og framkvæmd ályktana Alþingis hvernig brugðist hefur verið við ábendingum og tillögum rannsóknarnefndar Alþingis.“

Björn Leví spurði einnig hver hefði verið tilnefndur ábyrgðaraðili umræddra mála. Í svari Steingríms kemur fram að það falli ekki undir stjórnsýslu þingsins að tilnefna slíkan aðila heldur leiði það af meginreglunni um sjálfstæði Alþingis að þingið sjálft ákveði með hvaða hætti það vilji framfylgja ályktunum sínum eða þeim rannsóknum sem farið hafi fram á þess vegum. Það sé ekki hlutverk forseta.

 




Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár