Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Dreymir um að fá börnin til Íslands

Han­an Salim Wahba, fimm barna móð­ir og af­greiðslu­kona í 10/11.

Dreymir um að fá börnin til Íslands

Ég er frá Palestínu, er gift og á fimm börn. Ég elska landið mitt en ég get ekki búið þar, því eins og flestir vita ríkir stríð í landinu. Eiginmaður minn og börn eru enn í Palestínu. Ég hef ekki séð þau í tvö ár. Ég hef verið að reyna að fá þau til Íslands, en mér er sagt að ég þurfi að vera þolinmóð. En ég er orðin þreytt á að bíða. Þegar ég sé mæður úti að ganga með börn sín fæ ég verk í hjartað. Börnin mín þarfnast mín og ég þarfnast þeirra. 

Dóttur mína, sem er átján ára, dreymir um að verða hjúkrunarfræðingur eða læknir og vill fara í háskóla hér. Sextán ára dóttir mín er að kenna sjálfri sér íslensku svo hún geti eignast vini á Íslandi. Yngsta dóttir mín, tólf ára, hefur verið veik undanfarið, sefur hvorki né borðar. Hún saknar mín svo mikið. Sonur minn, sem er 15 ára, elskar fótbolta og segist ætla að verða jafn góður og Messi eða Ronaldo. Hann segist einnig vilja verða flugmaður. Yngsti sonur minn er nú orðinn níu ára, en var ekki nema sjö ára þegar ég fór. 

Það er erfitt að vera ein á Íslandi. Ég elska Ísland og Íslendingar hafa reynst mér mjög vel. Ég fékk íslenska kennitölu og leyfi til að dvelja hér og vinna. En ég sakna barnanna minna. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár