Tvenna páska í röð hef ég verið stödd í brimbrettabúðum í smábæjum í Marokkó. Það er upplifun út af fyrir sig að kippa sér út úr velsældinni á Íslandi og yfir til Afríku þar sem vatn er virkilega af skornum skammti, sturtuferðirnar kaldar, internetið stopult og þú heppin/n ef rafmagnið helst á allan daginn. Þetta er svolítið eins og að fara 30 ár aftur í tímann þegar bílbelti voru óþörf, ef farþegar voru of margir í bílinn þá var einum bara hent í skottið og reykingar voru hinn eðlilegasti hlutur ofan í öndunarfæri barna. Þar sem við vorum eru svo líka asnar á hlaupum á hraðbrautinni og ferðast fólk á þeim með vörur í vögnum milli staða.
Þetta frí er mér afar kærkomið. Ég fer algjörlega úr minni stressandi veröld í ró og dagurinn snýst um að berjast við öldur, njóta sólarinnar og samvista við vinkonur mínar. Þetta árið tókum …
Athugasemdir