Alls 56 prósent Íslendinga telja stéttaskiptingu á Íslandi vera mikla á Íslandi og rúmlega 87 prósent telja að sumir hafi meiri möguleika en aðrir til að komast áfram í lífinu. Einungis 19 prósent telja stéttaskiptingu á Íslandi litla eða enga og 12,7 prósent segja alla Íslendinga hafa jafna möguleika á að komast áfram í lífinu. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem fyrirtækið Maskína gerði fyrir Stundina dagana 15. til 20. febrúar síðastliðinn. 858 manns á aldrinum 18 til 75 ára, alls staðar að á landinu, svöruðu spurningakönnun á netinu um viðhorf sín til stéttaskiptingar á Íslandi.
Niðurstöðurnar úr skoðanakönnuninni benda til að meirihluti Íslendinga beri þá tilfinningu í brjósti að stéttaskipting á Íslandi sé talsverð þegar kemur að möguleikum manna á að lánast í lífinu sé misskipt eftir þjóðfélags- og efnahagsstöðu. Sögulega séð má segja að sú skoðun hafi verið nokkuð útbreidd meðal Íslendinga að stéttaskipting sé lítil eða engin …
Athugasemdir