Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Íslenska þjóðfylkingin boðar framboð til að hindra bænahús múslima og reisa mislæg gatnamót

Ís­lenska þjóð­fylk­ing­in er snú­in aft­ur eft­ir mis­heppn­að fram­boð til Al­þing­is og boð­ar fram­boð í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­un­um til þess að stöðva borg­ar­línu og bæna­hús múslima og koma á mis­læg­um gatna­mót­um.

Íslenska þjóðfylkingin boðar framboð til að hindra bænahús múslima og reisa mislæg gatnamót
Formaður þjóðfylkingarinnar Guðmundur Karl Þorleifsson boðar að önnur framboð muni koma fram sem myndu „apa eftir“ Íslensku þjóðfylkingunni. Mynd: Íslenska þjóðfylkingin

Íslenska þjóðfylkingin boðaði í dag framboð sitt til borgarstjórnar í Reykjavík með það sem „helstu áherslu“ að „draga til baka lóð undir mosku og allar leyfisveitingar vegna viðbyggingar á bænahúsi múslima í Öskjuhlíð“.

Þjóðfylkingin vill, eins og Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík undir forystu Eyþórs Arnalds, koma í veg fyrir borgarlínu, sem er samstarfsverkefni sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um uppfært almenningssamgöngukerfi í forgangsakstri.

Þess í stað vill Þjóðfylkingin reisa fleiri mislæg gatnamót. Um leið vill Þjóðfylkingin „gera Reykjavík fjölskylduvænni með skipulagningu opinna svæða, það eykur lífsgæði borgarbúa.“

Í núverandi aðalskipulagi Reykjavíkurborgar er lögð áhersla á þéttingu byggðar og styrkingu almenningssamgangna til að vinna gegn sívaxandi umferðarþunga, mengun og kostnaði og skapa aðstæður fyrir bíllausan lífsstíl. Íslenska þjóðfylkingin vill taka u-beygju í skipulagsmálum. „Íslenska þjóðfylkingin hafnar borgarlínu en vill nýta það fjármagn sem Vegagerðin lætur af hendi rakna til uppbyggingar mislægra gatnamóta, þannig að umferð geti óhindrað farið eftir aðalstofnæðum borgarinnar,“ segir í framboðstilkynningu.

Þá boðar flokkurinn enn frekari dreifingu byggðar. „Flytjum stofnanir borgarinnar úr miðbænum í úthverfi þar [sic] er skynsamlegt.“ 

Loks boðaði Þjóðfylkingin í framboðsyfirlýsingu sinni til fjölmiðla og á blaðamannafundi að önnur framboð væru væntanleg, sem myndu herma eftir Þjóðfylkingunni. 

„Formaður flokksins sagði jafnframt að á næstu dögum myndu fleiri framboð líta dagsins ljós sem hefðu í raun enga stefnu aðra en að apa eftir stefnu Íslensku þjóðfylkingarinnar.“

Íslenska þjóðfylkingin hafði einnig áform um að bjóða fram lista til Alþingis í kosningum í fyrra. Í kjölfar þess að yfirkjörstjórnir í Reykjavík norður og suður boðuðu að falsaðar undirskriftir á meðmælalistum þjóðfylkingarinnar yrðu sendar til lögreglu, hætti flokkurinn við framboð.

Framboðstilkynning Íslensku þjóðfylkingarinnar

 

Fréttatilkynning um framboð Íslensku þjóðfylkingarinnar til borgarstjórnar Reykjavíkur. 

Íslenska þjóðfylkingin hélt blaðamannafund í dag laugardag kl. 13. 15 þar sem framboð flokksins í Reykjavík var kynnt.

Formaður flokksins, Guðmundur Karl Þorleifsson, fór yfir helstu stefnumál flokksins og kynnti fólkið í þremur fyrstu sætunum. 

Helstu áherslumál flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar eru að draga til baka lóð undir mosku og allar leyfisveitingar vegna viðbyggingar á bænahúsi múslíma í Öskjuhlíð en þar hefur m.a. verið veitt leyfi fyrir kallturni.

Að öðru leiti í stuttumáli eru helstu stefnumál: 

o   Höfnum þéttingu byggðar á kostnað grænna svæða.

o  Gerum íbúum kleift að eignast þak yfir höfuðið. Endurvekjum verkamannabústaðakerfið.

o  Gerum Reykjavík fjölskylduvænni með opnun leikskóla og róluvalla

o  Gerum Reykjavík fjölskylduvænni með skipulagningu opinna svæða, það eykur lífsgæði borgarbúa.

o  Íslenska þjóðfylkingin hafnar borgarlínu en vill nýta það fjármagn sem Vegagerðin lætur af hendi rakna til uppbyggingar mislægra gatnamóta, þannig að umferð geti óhindrað farið eftir aðalstofnæðum borgarinnar.

o  Gjaldfrjálst verði í strætó fyrir alla sem stunda skóla á höfuðborgarsvæðinu, minkum mengun.

o  Flytjum stofnannir borgarinnar úr miðbænum í úthverfi þar er skynsamlegt. 

o  Hreinsum götur reglulega, það minkar svifryk. Heilsuvernd í fyrirrúmi.

o  Aldraðir eiga skilið áhyggjulaust æfi kvöld, byggjum hjúkrunarheimili og íbúðir fyrir aldraða. 

o   Íslenska þjóðfylkingin hafnar borgarlínu, nýtum fjármuni betur.  Búum til mislæg gatnamót svo umferð geti komist óhindrað leiðar sinnar, það minkar mengun.

Formaður flokksins sagði jafnframt að á næstu dögum myndu fleiri framboð líta dagsins ljós sem hefðu í raun enga stefnu aðra en að apa eftir stefnu Íslensku þjóðfylkingarinnar.

Fyrstu þrjú sæti Íslensku þjóðfylkingarinnar eru skipuð þannig: 

1. sæti. Guðmundur Karl Þorleifsson, formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar.

2. sæti. Hjördís Bech Ásgeirsdóttir, félagsliði.

3. sæti. Jens G. Jensson skipstjóri. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Borgarstjórnarkosningar 2018

Var andvígur frekari uppbyggingu félagslegs húsnæðis fyrir kosningar en gagnrýnir nú meirihlutann fyrir að hunsa vandann
Fréttir

Var and­víg­ur frek­ari upp­bygg­ingu fé­lags­legs hús­næð­is fyr­ir kosn­ing­ar en gagn­rýn­ir nú meiri­hlut­ann fyr­ir að hunsa vand­ann

Ey­þór Arn­alds lýsti sig ger­sam­lega mót­fall­inn auk­inni áherslu á upp­bygg­ingu fé­lags­legs hús­næð­is í Reykja­vík í kosn­inga­prófi RÚV í að­drag­anda sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga. Nú legg­ur hann fram bók­an­ir þar sem meiri­hlut­inn er gagn­rýnd­ur fyr­ir að „hunsa mála­flokk­inn“.
Hagsmunatengsl borgarfulltrúa: Eyþór enn í stjórnum fimm félaga
ÚttektBorgarstjórnarkosningar 2018

Hags­muna­tengsl borg­ar­full­trúa: Ey­þór enn í stjórn­um fimm fé­laga

Ey­þór Arn­alds sit­ur enn í stjórn­um fimm fé­laga og eru tvö þeirra eign­ar­halds­fé­lög með rúm­an einn og hálf­an millj­arð í eign­ir. Hann lof­aði að skilja sig frá við­skipta­líf­inu þeg­ar hann vann leið­toga­próf­kjör Sjálf­stæð­is­flokks­ins í janú­ar. Odd­viti Við­reisn­ar og fleiri ný­ir borg­ar­full­trú­ar sitja í stjórn­um fé­laga.
Vildi ekki verða „húsþræll“ í vinstri- og miðjusamstarfi en myndaði atkvæðablokk með Sjálfstæðisflokknum
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2018

Vildi ekki verða „hús­þræll“ í vinstri- og miðju­sam­starfi en mynd­aði at­kvæða­blokk með Sjálf­stæð­is­flokkn­um

Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sósí­al­ista­flokks­ins, sæt­ir harðri gagn­rýni fyr­ir að hafa stillt sér upp með Sjálf­stæð­is­flokkn­um og Mið­flokkn­um af praktísk­um ástæð­um. „Fram­kvæmd­ar­stjóri borg­ar­stjórn­ar­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins sendi fyr­ir hönd allr­ar stjórn­ar­and­stöð­unn­ar skip­an okk­ar í nefnd­ir,“ sagði Hild­ur Björns­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins, í dag.
Dagur áfram borgarstjóri í nýjum meirihluta
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2018

Dag­ur áfram borg­ar­stjóri í nýj­um meiri­hluta

Full­trú­ar Við­reisn­ar verða formað­ur borg­ar­ráðs og for­seti borg­ar­stjórn­ar. Nýr meiri­hluti Sam­fylk­ing­ar, Við­reisn­ar, Vinstri grænna og Pírata var kynnt­ur við Breið­holts­laug í dag. Líf Magneu­dótt­ir, odd­viti Vinstri grænna, raul­aði „Im­per­ial March“, stef Darth Vader úr Star Wars mynd­un­um og upp­skar mik­inn hlát­ur við­staddra.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár