Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Fjármálaáætlun prentuð út að nýju vegna villna

„Það hef­ur lít­ið upp á sig að reyna að lesa fjár­mála­áætl­un­ina núna, því við vit­um ekki hvar vill­urn­ar eru,“ seg­ir Björn Leví Gunn­ars­son, þing­mað­ur Pírata í fjár­laga­nefnd.

Fjármálaáætlun prentuð út að nýju vegna villna

Prenta þarf út fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar að nýju vegna villna sem slæddust inn í greinargerð hennar. Þingmaður Pírata segist hafa rekið augun í tölulegar villur þar sem skeikar um tugi milljarða og jafnvel billjón króna. 

„Þingsályktunartillagan og allt efni hennar er rétt en í ljós kom að í greinargerðum tiltekinna málefnasviða höfðu nokkrar skýringartöflur af tæknilegum orsökum ekki skilað sér með réttum hætti,“ segir Elva Björk Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi fjármálaráðuneytisins í svari við fyrirspurn Stundarinnar um málið. „Þegar þetta kom í ljós var skjalið uppfært með réttum töflum í greinargerðum málefnasviða.“

Björn Leví Gunnarsson, fulltrúi Pírata í fjárlaganefnd, furðar sig á að þingmenn hafi ekki verið látnir vita af málinu fyrr. Nú sé sú staða komin upp að nefndarritarar Alþingis, sem aðstoða þingmenn við greiningu á fjármálaáætluninni, fái ekki eintak af henni fyrr en á mánudaginn næstkomandi. 

„Nefndarritarar fjárlaganefndar hafa ekki enn fengið eintak og reyndar fengu þeir heldur ekki boð á kynningarfund um fjármálaáætlunina eins og þeir fengu í fyrra,“ segir hann í samtali við Stundina. „Nefndarritarar hjálpa okkur þingmönnum að fara yfir fjármálaáætlunina og greina hana, en þeir hafa ekki getað gert það af því að þeir hafa ekki fengið eintak. Þá dugar ekki að fara bara í rafræna eintakið á vefnum því villurnar eru líka þar.“ 

Hann segir undarlegt að heyra fyrst af þessu frá nefndasviði Alþingis en ekki forseta þingsins.  „Þegar fjármálaáætlun var kynnt í fyrra voru einhverjar villur, en ekki nægilega margar til þess að það teldist nauðsynlegt að prenta upp ný eintök, en nú virðast villurnar alvarlegri. Það þýðir auðvitað að það hefur lítið upp á sig að reyna að lesa fjármálaáætlunina núna, því við vitum ekki hvar villurnar eru. Ég hefði kannski haldið, í ljósi yfirlýsinga ríkisstjórnarinnar um eflingu Alþingis og ný og betri vinnubrögð, að það væri hægt að koma rafrænum leiðréttum eintökum til þingmanna og nefndarritara fyrir helgi.“ 

Björn greinir frá því á Facebook að á meðal villna sem hann hefur fundið séu „10 milljarða munur á málefnasviðinu um fjármagnskostnað og lífeyrsskuldbindingar“ en jafnframt „billjón króna munur (já, billjón) í áætluðu markmiði um útflutningstekjur, þó nokkrar afritunarvillur þar sem markmiðin eru nákvæmlega þau sömu og í fyrra, að þar er vísað í 2018 en ekki 2019“. 

Elva Björk, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, bendir á það í samtali við Stundina að efni þingsályktunarinnar liggi fyrir sem og almenn greinargerð. „Þingið hefur verið upplýst um að þingsályktunin verði prentuð upp vegna uppfærslu töfluviðauka,“ segir hún.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
5
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár