Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Fjármálaáætlun prentuð út að nýju vegna villna

„Það hef­ur lít­ið upp á sig að reyna að lesa fjár­mála­áætl­un­ina núna, því við vit­um ekki hvar vill­urn­ar eru,“ seg­ir Björn Leví Gunn­ars­son, þing­mað­ur Pírata í fjár­laga­nefnd.

Fjármálaáætlun prentuð út að nýju vegna villna

Prenta þarf út fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar að nýju vegna villna sem slæddust inn í greinargerð hennar. Þingmaður Pírata segist hafa rekið augun í tölulegar villur þar sem skeikar um tugi milljarða og jafnvel billjón króna. 

„Þingsályktunartillagan og allt efni hennar er rétt en í ljós kom að í greinargerðum tiltekinna málefnasviða höfðu nokkrar skýringartöflur af tæknilegum orsökum ekki skilað sér með réttum hætti,“ segir Elva Björk Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi fjármálaráðuneytisins í svari við fyrirspurn Stundarinnar um málið. „Þegar þetta kom í ljós var skjalið uppfært með réttum töflum í greinargerðum málefnasviða.“

Björn Leví Gunnarsson, fulltrúi Pírata í fjárlaganefnd, furðar sig á að þingmenn hafi ekki verið látnir vita af málinu fyrr. Nú sé sú staða komin upp að nefndarritarar Alþingis, sem aðstoða þingmenn við greiningu á fjármálaáætluninni, fái ekki eintak af henni fyrr en á mánudaginn næstkomandi. 

„Nefndarritarar fjárlaganefndar hafa ekki enn fengið eintak og reyndar fengu þeir heldur ekki boð á kynningarfund um fjármálaáætlunina eins og þeir fengu í fyrra,“ segir hann í samtali við Stundina. „Nefndarritarar hjálpa okkur þingmönnum að fara yfir fjármálaáætlunina og greina hana, en þeir hafa ekki getað gert það af því að þeir hafa ekki fengið eintak. Þá dugar ekki að fara bara í rafræna eintakið á vefnum því villurnar eru líka þar.“ 

Hann segir undarlegt að heyra fyrst af þessu frá nefndasviði Alþingis en ekki forseta þingsins.  „Þegar fjármálaáætlun var kynnt í fyrra voru einhverjar villur, en ekki nægilega margar til þess að það teldist nauðsynlegt að prenta upp ný eintök, en nú virðast villurnar alvarlegri. Það þýðir auðvitað að það hefur lítið upp á sig að reyna að lesa fjármálaáætlunina núna, því við vitum ekki hvar villurnar eru. Ég hefði kannski haldið, í ljósi yfirlýsinga ríkisstjórnarinnar um eflingu Alþingis og ný og betri vinnubrögð, að það væri hægt að koma rafrænum leiðréttum eintökum til þingmanna og nefndarritara fyrir helgi.“ 

Björn greinir frá því á Facebook að á meðal villna sem hann hefur fundið séu „10 milljarða munur á málefnasviðinu um fjármagnskostnað og lífeyrsskuldbindingar“ en jafnframt „billjón króna munur (já, billjón) í áætluðu markmiði um útflutningstekjur, þó nokkrar afritunarvillur þar sem markmiðin eru nákvæmlega þau sömu og í fyrra, að þar er vísað í 2018 en ekki 2019“. 

Elva Björk, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, bendir á það í samtali við Stundina að efni þingsályktunarinnar liggi fyrir sem og almenn greinargerð. „Þingið hefur verið upplýst um að þingsályktunin verði prentuð upp vegna uppfærslu töfluviðauka,“ segir hún.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
4
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
4
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
6
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár