Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Fjármálaáætlun prentuð út að nýju vegna villna

„Það hef­ur lít­ið upp á sig að reyna að lesa fjár­mála­áætl­un­ina núna, því við vit­um ekki hvar vill­urn­ar eru,“ seg­ir Björn Leví Gunn­ars­son, þing­mað­ur Pírata í fjár­laga­nefnd.

Fjármálaáætlun prentuð út að nýju vegna villna

Prenta þarf út fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar að nýju vegna villna sem slæddust inn í greinargerð hennar. Þingmaður Pírata segist hafa rekið augun í tölulegar villur þar sem skeikar um tugi milljarða og jafnvel billjón króna. 

„Þingsályktunartillagan og allt efni hennar er rétt en í ljós kom að í greinargerðum tiltekinna málefnasviða höfðu nokkrar skýringartöflur af tæknilegum orsökum ekki skilað sér með réttum hætti,“ segir Elva Björk Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi fjármálaráðuneytisins í svari við fyrirspurn Stundarinnar um málið. „Þegar þetta kom í ljós var skjalið uppfært með réttum töflum í greinargerðum málefnasviða.“

Björn Leví Gunnarsson, fulltrúi Pírata í fjárlaganefnd, furðar sig á að þingmenn hafi ekki verið látnir vita af málinu fyrr. Nú sé sú staða komin upp að nefndarritarar Alþingis, sem aðstoða þingmenn við greiningu á fjármálaáætluninni, fái ekki eintak af henni fyrr en á mánudaginn næstkomandi. 

„Nefndarritarar fjárlaganefndar hafa ekki enn fengið eintak og reyndar fengu þeir heldur ekki boð á kynningarfund um fjármálaáætlunina eins og þeir fengu í fyrra,“ segir hann í samtali við Stundina. „Nefndarritarar hjálpa okkur þingmönnum að fara yfir fjármálaáætlunina og greina hana, en þeir hafa ekki getað gert það af því að þeir hafa ekki fengið eintak. Þá dugar ekki að fara bara í rafræna eintakið á vefnum því villurnar eru líka þar.“ 

Hann segir undarlegt að heyra fyrst af þessu frá nefndasviði Alþingis en ekki forseta þingsins.  „Þegar fjármálaáætlun var kynnt í fyrra voru einhverjar villur, en ekki nægilega margar til þess að það teldist nauðsynlegt að prenta upp ný eintök, en nú virðast villurnar alvarlegri. Það þýðir auðvitað að það hefur lítið upp á sig að reyna að lesa fjármálaáætlunina núna, því við vitum ekki hvar villurnar eru. Ég hefði kannski haldið, í ljósi yfirlýsinga ríkisstjórnarinnar um eflingu Alþingis og ný og betri vinnubrögð, að það væri hægt að koma rafrænum leiðréttum eintökum til þingmanna og nefndarritara fyrir helgi.“ 

Björn greinir frá því á Facebook að á meðal villna sem hann hefur fundið séu „10 milljarða munur á málefnasviðinu um fjármagnskostnað og lífeyrsskuldbindingar“ en jafnframt „billjón króna munur (já, billjón) í áætluðu markmiði um útflutningstekjur, þó nokkrar afritunarvillur þar sem markmiðin eru nákvæmlega þau sömu og í fyrra, að þar er vísað í 2018 en ekki 2019“. 

Elva Björk, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, bendir á það í samtali við Stundina að efni þingsályktunarinnar liggi fyrir sem og almenn greinargerð. „Þingið hefur verið upplýst um að þingsályktunin verði prentuð upp vegna uppfærslu töfluviðauka,“ segir hún.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu