Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Lindarhvoll braut lög þegar upplýsingum um sölu ríkiseignar var leynt

Einka­hluta­fé­lag­ið sem ann­að­ist sölu stöð­ug­leika­eigna rík­is­ins lýt­ur ekki stjórn­sýslu­lög­um og láð­ist að fylgja upp­lýs­inga­lög­um þeg­ar á reyndi.

Lindarhvoll braut lög þegar upplýsingum um sölu ríkiseignar var leynt
Steinar Þór Guðgeirsson lögmaður hefur borið hitann og þungann af starfsemi Lindarhvols. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra átti frumkvæði að stofnun félagsins og Þórhallur Arason er stjórnarformaður þess. Mynd: Mynd af Steinari er kynningarmynd af vef Íslaga ehf

Lindarhvoll, einkahlutafélagið sem var sett á laggirnar til að halda utan um sölu svokallaðra stöðugleikaeigna ríkisins, braut upplýsingalög þegar fyrirtækinu Frigus II ehf. var synjað um aðgang að upplýsingum um sölu á eignarhluta og tengdum kröfum í Klakka ehf. sem áður hét Exista. Þá var Lindarhvoli ekki stætt á því að heita þátttakendum í opinberu söluferli trúnaði um þátttöku þeirra, enda er Lindarhvoll ehf. bundið af upplýsingalögum. Þetta kemur fram í úrskurði sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál kvað upp fyrr í þessum mánuði, en niðurstaða nefndarinnar er sú að Lindarhvoli ehf. beri að veita Frigusi umbeðin gögn. 

Málið varðaði tæplega 18 prósenta hlut ríkisins í Klakka sem boðinn var til sölu haustið 2016, en tvö af þremur félögum sem buðu í hlutinn tengdust stjórnendum Klakka. BLM fjárfestingar ehf. buðu best, en félagið er í eigu vogunarsjóðsins Burlington Loan Management sem var stærsti kröfuhafi bankanna á árunum eftir hrun. Sigurður Valtýsson, forsvarsmaður Frigusar II, gagnrýndi harðlega hvernig staðið var að sölunni á Klakka og fullyrti að þar hefði Lindarhvoll selt ríkiseignir til sérvalinna aðila án þess að gæta að lögum og reglum. Nú liggur fyrir að Lindarhvoll gekk lengra í upplýsingaleynd en lög heimila þegar Frigusi var synjað um upplýsingar um söluferlið. 

Eins og Stundin hefur áður fjallað um er félagið Lindarhvoll einkaaðili og óbundið af stjórnsýslulögum í starfsemi sinni. Umboðsmaður Alþingis benti sérstaklega á þetta þegar frumvarpið um stofnun Lindarhvols var til umfjöllunar í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis árið 2016, en fram kom í ársskýrslu umboðsmanns fyrir 2015 að oft gætti tregðu hjá ríki og sveitarfélögum til að fylgja reglum stjórnsýsluréttarins við ráðstöfun opinberra eigna. Í tilviki stöðugleikaeignanna var umsýslan falin einkahlutafélagi sem svo útvistaði megninu af starfsemi sinni til lögmannsstofunnar Íslaga í eigu Steinars Þórs Guðgeirssonar. Stofan fékk 38,8 milljónir króna frá Lindarhvoli ehf. árið 2016 en ársreikningur fyrir 2017 hefur ekki verið birtur.

Að því er fram kemur á vef Lindarhvols hefur félagið nú lokið öllum þeim verkefnum sem því voru falin með samningi við fjármálaráðuneytið frá apríl 2016 um úrvinnslu og umsýslu stöðugleikaeigna. Samningurinn hefur fallið niður og félaginu verður slitið á næstunni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lindarhvoll

Ríkisendurskoðandi: „Sigurður hafði ekki umboð til að hafa afskipti af málum“
FréttirLindarhvoll

Rík­is­end­ur­skoð­andi: „Sig­urð­ur hafði ekki um­boð til að hafa af­skipti af mál­um“

Guð­mund­ur Björg­vin Helga­son rík­is­end­ur­skoð­andi seg­ir dreif­ingu grein­ar­gerð­ar Sig­urð­ar Þórð­ar­son­ar, setts rík­is­end­ur­koð­anda með Lind­ar­hvoli, vera lög­brot. Grein­ar­gerð­in hafi ekk­ert er­indi átt út úr húsi Rík­is­end­ur­skoð­un­ar. Þá hafi Sig­urð­ur alls ekki haft full­ar heim­ild­ir rík­is­end­ur­skoð­anda í störf­um sín­um, ólíkt því sem hald­ið hafi ver­ið fram.
Sigurður Þórðarson: „Vegið alvarlega að starfsheiðri mínum“
FréttirLindarhvoll

Sig­urð­ur Þórð­ar­son: „Veg­ið al­var­lega að starfs­heiðri mín­um“

Sett­ur rík­is­end­ur­skoð­andi vegna Lind­ar­hvols, Sig­urð­ur Þórð­ar­son, gerði marg­ar og harð­orð­ar at­huga­semd­ir við skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­un­ar í bréfi sem hann sendi Stein­grími J. Sig­fús­syni for­seta Al­þing­is í fe­brú­ar 2021. Sagði hann með­al ann­ars að Rík­is­end­ur­skoð­un rangtúlk­aði bæði gögn um virð­is­aukn­ingu stöð­ug­leika­eigna, sem og skrif hans sjálfs um stjórn­skipu­lag fé­lags­ins.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár