Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Markaðsöflin hvísla að okkur falsorðum um hamingjuna

Ham­ingj­an er villt­asta til­finn­ing­in, hún þen­ur hjart­að af vellíð­an og er hún um­vef­ur þig reyn­ir þú allt til þess að halda í hana. Ragn­hild­ur Bjarka­dótt­ir, sál­fræð­ing­ur og sér­fræð­ing­ur í ham­ingju, er með leið­ar­vís­ir um hvernig hægt er að finna ham­ingj­una og við­halda henni á ein­fald­an hátt.

Markaðsöflin hvísla að okkur falsorðum um hamingjuna

Ragnhildur Bjarkadóttir sálfræðingur er í herferð sem snýst um að aðstoða fólk við að finna og viðhalda hamingjunni í lífi sínu.

Hún er móðir fjögurra barna, eiginkona, hámenntaður frumkvöðull og það sem margir myndu kalla ofurkonu sem að hennar mati er ekki til, heldur afsprengi sorglegrar markaðsetningar sem leiðir eingöngu til vanlíðunar. Hún er sálfræðingur að mennt, með framhaldsmenntun í fjölskyldumeðferð, meistaragráðu í sálfræði og alþjóðasamskiptum. Ásamt æskuvinkonu sinni, Hrefnu Hugodóttir hjúkrunarfræðingi og fjölskylduráðgjafa, reka þær fyrirtækið Auðnast sem býður upp á heildræna heilsueflandi stefnu í fyrirtækjum.

Hamingju Íslendinga fer hrakandi þrátt fyrir vaxandi hagsæld  

„Við höfum tapað grunnkjarnanum, en hann þurfum við til að líða vel. Sem er að gefa okkur tíma fyrir okkur sjálf og fjölskylduna. Hamingjan fæst ekki með markaðsdrifinni hugsun. En markaðsöflin hafa náð tökum á hamingjunni og þau hvísla að okkur falsorðum um hvernig við eigum að verða hamingjusöm. Við öðlumst ekki djúpa hamingju með …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár