Ragnhildur Bjarkadóttir sálfræðingur er í herferð sem snýst um að aðstoða fólk við að finna og viðhalda hamingjunni í lífi sínu.
Hún er móðir fjögurra barna, eiginkona, hámenntaður frumkvöðull og það sem margir myndu kalla ofurkonu sem að hennar mati er ekki til, heldur afsprengi sorglegrar markaðsetningar sem leiðir eingöngu til vanlíðunar. Hún er sálfræðingur að mennt, með framhaldsmenntun í fjölskyldumeðferð, meistaragráðu í sálfræði og alþjóðasamskiptum. Ásamt æskuvinkonu sinni, Hrefnu Hugodóttir hjúkrunarfræðingi og fjölskylduráðgjafa, reka þær fyrirtækið Auðnast sem býður upp á heildræna heilsueflandi stefnu í fyrirtækjum.
Hamingju Íslendinga fer hrakandi þrátt fyrir vaxandi hagsæld
„Við höfum tapað grunnkjarnanum, en hann þurfum við til að líða vel. Sem er að gefa okkur tíma fyrir okkur sjálf og fjölskylduna. Hamingjan fæst ekki með markaðsdrifinni hugsun. En markaðsöflin hafa náð tökum á hamingjunni og þau hvísla að okkur falsorðum um hvernig við eigum að verða hamingjusöm. Við öðlumst ekki djúpa hamingju með …
Athugasemdir