Blómkálspasta
Þessi réttur er oftast mjög barnvænn, á því er þó ein undantekning. Annar strákurinn okkar hefur frá fyrstu tíð hatað þennan mat og má segja að við höfum hætt öllum tilraunum til að fá hann til að borða þennan rétt þegar hann var um þriggja ára. Fékk hann þar eftir alltaf núðlusúpu á meðan hin börnin gæddu sér á kræsingunum. Það sem gerði útslagið var þegar við vorum með smiði í vinnu hjá okkur sem komu alltaf á kvöldin. Einn daginn þegar þessi réttur var á borðum urðu þeir hvítir í framan af skelfingu þegar þeir heyrðu litla strákinn formæla matnum, öskrandi með orðbragði sem enginn veit hvar hann lærði og ekki verður haft hér eftir.
Uppskrift:
3 msk. ólífuolía
6-10 hvítlauksrif
1-2 chillípipar
2 meðalstórir blómkálshausar (eða einn stór)
Kjúklingakraftur
2x400 g dósir af …
Athugasemdir