Velferðarráðuneytið vill ekki veita neinar upplýsingar um niðurstöður í málum er varða umkvartanir þriggja barnaverndarnefnda vegna samskipta við Barnaverndarstofu og Braga Guðbrandsson forstjóra hennar.
Þetta er ljóst af svörum ráðuneytisins við upplýsingabeiðni Stundarinnar frá því í febrúar. Eins og Stundin greindi frá þann 9. desember síðastliðinn hefur Bragi Guðbrandsson verið gagnrýndur fyrir óeðlileg inngrip í einstök barnaverndarmál og sagður fara út fyrir valdheimildir sínar.
Ráðuneytið telur Braga ekki hafa ekki gerst sekan um brot í starfi en vill ekki útskýra opinberlega hvernig komist var að þeirri niðurstöðu eða hvað var hæft og hvað ekki í athugasemdum þriggja barnaverndarnefnda sem báru hann þungum sökum.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ákvað þann 23. febrúar síðastliðinn að sækjast eftir sæti fyrir Íslands hönd í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna og útnefna Braga Guðbrandsson sem fulltrúa Íslands.
Sama dag sendi ráðuneytið þremur barnaverndarnefndum bréf og fullyrti á vef sínum að þar væri greint frá „niðurstöðum“ vegna umkvartana nefndanna er vörðuðu samskipti og starfshætti Braga.
Í bréfunum var þó ekki fjallað um neinar niðurstöður í málum heldur eingöngu um viðbrögð ráðuneytisins og fyrirhugaðar aðgerðir til að endurheimta traust og trúnað á sviði barnaverndarmála. Stundin óskaði eftir því að fá afhentar raunverulegar
Athugasemdir