Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Telja það styrkja verslun á landsbyggðinni að gefa áfengissölu frjálsa

Sam­rekst­ur dag­vöru­versl­ana og áfeng­isút­sölu gæti skot­ið stoð­um und­ir rekst­ur að mati fram­kvæmda­stjóra Sam­taka versl­un­ar og þjón­ustu.

Telja það styrkja verslun á landsbyggðinni að gefa áfengissölu frjálsa
Gæti styrkt verslun Yrði áfengissala gerð frjáls gæti það styrkt verslunarrekstur á landsbyggðinni að mati fyrsta flutningsmanns frumvarps um afnám á einkaleyfi ríkisins á smásölu áfengis. Mynd: Shutterstock

Yrði einkaleyfi ríkisins á smásölu áfengis afnumið má ætla að það gæti skotið stoðum undir rekstur verslana á landsbyggðinni. Þetta er skoðun bæði fyrsta flutningsmanns frumvarps þar að lútandi, sem og framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins rekur nú 37 vínbúðir á landsbyggðinni en engu að síður er sú þjónusta ekki til staðar á fjölda þéttbýlisstaða. Víða er um langan veg að fara í næstu áfengisútsölu.

Svo dæmi séu tekin er enga vínbúð að finna á Breiðdalsvík, Stöðvarfirði, Eskifirði eða á Borgarfirði eystri á Austurlandi. Á Norðurlandi eystra eru ekki vínbúðir á Raufarhöfn, í Reykjahlíð við Mývatn, á Grenivík, á Ólafsfirði og hvorki í Grímsey né Hrísey. Á Norðurlandi vestra eru vínbúðir á Sauðárkróki, Blönduósi og Hvammstanga en til dæmis ekki á Skagaströnd, í Varmahlíð eða á Hofsósi. Íbúar á Ströndum þurfa að fara á Hólmavík til að komast í vínbúð en enga slíka er að finna á Drangsnesi eða í Norðurfirði. Á norðanverðum Vestfjörðum er ein vínbúð, á Ísafirði. Hyggist Þingeyringar kaupa sér vín þurfa þeir að keyra að minnsta kosti 50 kílómetra og yfir fjallveg. Á sunnanverðum Vestfjörðum er hvorki vínbúð á Tálknafirði eða á Bíldudal. Auk þessa þéttbýlisstaða sem hér að framan eru taldir upp eru mun fleiri þar sem ekki er áfengisverslun rekin.

Fæstir þessara þéttbýlisstaða eru mjög fjölmennir og er sú staðreynd væntanlega ástæða þess að Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur ekki opnað þar útibú sín. Hins vegar eru víðast hvar reknar matvöruverslanir á umræddum stöðum og eru þess dæmi að sá rekstur hafi verið erfiður, einmitt sökum fámennis.

„Það er deginum ljósara að afnám einkaleyfis ríkisins myndi styrkja verslun í dreifðari byggðum landsins“

Væri til góða fyrir neytendur

Þorsteinn VíglundssonÓtækt er að það sé á hendi einokunaraðila að ákvarða hvar selja megi áfengi, segir Þorsteinn.

Í frumvarpi sem Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður að er lagt til að einkaleyfi ríkisins á smásölu áfengis verði afnumið og einkaaðilum verði heimiluð slík sala. Frumvarpið gerir ráð fyrir að almennt verði heimilt að selja áfengi í smásölu í sérverslunum með mat- og drykkjarvörur, þó ekki í stórmörkuðum og matvöruverslunum. Hins vegar er tiltekið í frumvarpinu að ráðherra geti í reglugerð kveðið á um að í tilteknum sveitarfélögum verði heimilt að veita undanþágu frá meginreglunni um sérverslanir, enda sé talið óhagkvæmt sökum fámennis að reka sérverslanir eingöngu með áfengi. Þetta ákvæði telur Þorsteinn að geti styrkt verslun á landsbyggðinni.

„Samrekstur venjulegra dagvöruverslanna og áfengissölu gæti hæglega skotið stoðum undir verslunarrekstur á þessum fámennari stöðum. Stóra málið er að þetta sé ekki eingöngu ákvörðun einnar einokunarverslunar á hendi ríkisvaldsins, hvar selja megi áfengi. Þetta gæti opnað möguleika á að opnuð yrði áfengisútsala í smærri byggðarlögum þar sem vínbúðirnar hafa ekki treyst sér til að opna og að sama skapi hjálpað til við að halda úti verslun með dagvöru á þessum stöðum. Það væri til góða fyrir neytendur,“ segir Þorsteinn í samtali við Stundina.

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, er á sama máli og Þorsteinn. „Það er deginum ljósara að afnám einkaleyfis ríkisins myndi styrkja verslun í dreifðari byggðum landsins. Við höfum bent á þetta ítrekað við umfjöllun um fyrri frumvörp svipaðs efnis. Ég er ekki í nokkrum minnsta vafa um að afnám á einkaleyfi ríkisins hefði góð áhrif í þessum efnum,“ segir hann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár