Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Telja það styrkja verslun á landsbyggðinni að gefa áfengissölu frjálsa

Sam­rekst­ur dag­vöru­versl­ana og áfeng­isút­sölu gæti skot­ið stoð­um und­ir rekst­ur að mati fram­kvæmda­stjóra Sam­taka versl­un­ar og þjón­ustu.

Telja það styrkja verslun á landsbyggðinni að gefa áfengissölu frjálsa
Gæti styrkt verslun Yrði áfengissala gerð frjáls gæti það styrkt verslunarrekstur á landsbyggðinni að mati fyrsta flutningsmanns frumvarps um afnám á einkaleyfi ríkisins á smásölu áfengis. Mynd: Shutterstock

Yrði einkaleyfi ríkisins á smásölu áfengis afnumið má ætla að það gæti skotið stoðum undir rekstur verslana á landsbyggðinni. Þetta er skoðun bæði fyrsta flutningsmanns frumvarps þar að lútandi, sem og framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins rekur nú 37 vínbúðir á landsbyggðinni en engu að síður er sú þjónusta ekki til staðar á fjölda þéttbýlisstaða. Víða er um langan veg að fara í næstu áfengisútsölu.

Svo dæmi séu tekin er enga vínbúð að finna á Breiðdalsvík, Stöðvarfirði, Eskifirði eða á Borgarfirði eystri á Austurlandi. Á Norðurlandi eystra eru ekki vínbúðir á Raufarhöfn, í Reykjahlíð við Mývatn, á Grenivík, á Ólafsfirði og hvorki í Grímsey né Hrísey. Á Norðurlandi vestra eru vínbúðir á Sauðárkróki, Blönduósi og Hvammstanga en til dæmis ekki á Skagaströnd, í Varmahlíð eða á Hofsósi. Íbúar á Ströndum þurfa að fara á Hólmavík til að komast í vínbúð en enga slíka er að finna á Drangsnesi eða í Norðurfirði. Á norðanverðum Vestfjörðum er ein vínbúð, á Ísafirði. Hyggist Þingeyringar kaupa sér vín þurfa þeir að keyra að minnsta kosti 50 kílómetra og yfir fjallveg. Á sunnanverðum Vestfjörðum er hvorki vínbúð á Tálknafirði eða á Bíldudal. Auk þessa þéttbýlisstaða sem hér að framan eru taldir upp eru mun fleiri þar sem ekki er áfengisverslun rekin.

Fæstir þessara þéttbýlisstaða eru mjög fjölmennir og er sú staðreynd væntanlega ástæða þess að Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur ekki opnað þar útibú sín. Hins vegar eru víðast hvar reknar matvöruverslanir á umræddum stöðum og eru þess dæmi að sá rekstur hafi verið erfiður, einmitt sökum fámennis.

„Það er deginum ljósara að afnám einkaleyfis ríkisins myndi styrkja verslun í dreifðari byggðum landsins“

Væri til góða fyrir neytendur

Þorsteinn VíglundssonÓtækt er að það sé á hendi einokunaraðila að ákvarða hvar selja megi áfengi, segir Þorsteinn.

Í frumvarpi sem Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður að er lagt til að einkaleyfi ríkisins á smásölu áfengis verði afnumið og einkaaðilum verði heimiluð slík sala. Frumvarpið gerir ráð fyrir að almennt verði heimilt að selja áfengi í smásölu í sérverslunum með mat- og drykkjarvörur, þó ekki í stórmörkuðum og matvöruverslunum. Hins vegar er tiltekið í frumvarpinu að ráðherra geti í reglugerð kveðið á um að í tilteknum sveitarfélögum verði heimilt að veita undanþágu frá meginreglunni um sérverslanir, enda sé talið óhagkvæmt sökum fámennis að reka sérverslanir eingöngu með áfengi. Þetta ákvæði telur Þorsteinn að geti styrkt verslun á landsbyggðinni.

„Samrekstur venjulegra dagvöruverslanna og áfengissölu gæti hæglega skotið stoðum undir verslunarrekstur á þessum fámennari stöðum. Stóra málið er að þetta sé ekki eingöngu ákvörðun einnar einokunarverslunar á hendi ríkisvaldsins, hvar selja megi áfengi. Þetta gæti opnað möguleika á að opnuð yrði áfengisútsala í smærri byggðarlögum þar sem vínbúðirnar hafa ekki treyst sér til að opna og að sama skapi hjálpað til við að halda úti verslun með dagvöru á þessum stöðum. Það væri til góða fyrir neytendur,“ segir Þorsteinn í samtali við Stundina.

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, er á sama máli og Þorsteinn. „Það er deginum ljósara að afnám einkaleyfis ríkisins myndi styrkja verslun í dreifðari byggðum landsins. Við höfum bent á þetta ítrekað við umfjöllun um fyrri frumvörp svipaðs efnis. Ég er ekki í nokkrum minnsta vafa um að afnám á einkaleyfi ríkisins hefði góð áhrif í þessum efnum,“ segir hann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár