Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri í Kaupfélagi Skagfirðinga (KS) á Sauðárkróki, greiddi sér út 60 milljóna króna arð úr eignarhaldsfélagi sínu árið 2016. Hagnaðurinn er meðal annars tilkominn vegna viðskipta sem eignarhaldsfélag stundaði með hlutabréf í útgerðarfélagi Kaupfélags Skagfriðinga, FISK Seafood, fyrir rúmum tíu árum síðan. Eignarhaldsfélag Þórólfs heitir Háahlíð 2 ehf. Kaupfélag Skagfirðinga, sem er samvinnufélag og starfar samkvæmt lögum um slík félög, er í eigu á annað þúsund félagsmanna sem standa að fyrirtækinu. Þórólfur er hins vegar æðsti stjórnandi þess.
Árið 2016 gerðist það að dótturfélag Háuhliðar 2 ehf., AB 179 ehf., rann inn í þetta móðurfélag sitt. Í gögnum um sameiningu félaganna tveggja frá því í október 2016 kemur fram að Háahlíð 2 átti nærri 290 milljóna króna eignir og skuldaði nánast ekkert á þessum tíma og að AB 179 ehf. átti rúmlega 43 milljóna króna eignir og skuldaði lítið sem ekkert.
Þetta félag, AB 179 ehf., var stofnað …
Athugasemdir