„Ég get ekki horft á þessa eyðileggingu,“ segir Ágústa Oddsdóttir, en hún er í forsvari fyrir áhugahóp um verndun Búðasands í Kjós sem hefur barist fyrir verndun svæðisins frá árinu 2016. Hún segir að sandurinn sé allur útgrafinn vegna óhóflegrar og óleyfilegrar efnistöku eigenda Háls í Kjós í atvinnuskyni og gagnrýnir hreppsnefnd Kjósarhrepps fyrir aðgerðarleysi í málinu. Ágústa vill að öll efnistaka verði tafarlaust stöðvuð og sandurinn friðaður, en niðurstöður nýlegrar athugunar benda til þess að allt að 30 prósent af allri möl sé horfin af svæðinu.
Í svari við kvörtunum segir hreppsnefndin hins vegar að umhverfisáhrif af efnistökunni séu einungis sjónræn. Þess má geta að einn eigenda jarðarinnar situr í hreppsnefndinni. Þrátt fyrir að náttúruverndarsamtök hafi um árabil varað við því tjóni sem malarnámið veldur var nýverið kynnt tillaga að nýju aðalskipulagi sem gerir ráð fyrir meiri efnistöku af svæðinu en nú er leyfileg.
Þórarinn Jónsson er einn eigenda …
Athugasemdir