Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Berst fyrir friðun Búðasands

Ág­ústa Odds­dótt­ir hef­ur í tæp tvö ár bar­ist fyr­ir frið­un Búðasands. Hún tel­ur hags­muna­árekstra koma í veg fyr­ir vernd­un svæð­is­ins, en sá sem stund­að hef­ur efnis­töku af sand­in­um á sæti í hrepps­nefnd Kjós­ar­hrepps. Hann seg­ir efnis­tök­una barn síns tíma og að hún verði ekki leyfð áfram í sama magni.

Berst fyrir friðun Búðasands
Berst fyrir Búðasandi Ágústa Oddsdóttir vill að efnistaka á Búðasandi verði tafarlaust stöðvuð og sandurinn friðaður. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Ég get ekki horft á þessa eyðileggingu,“ segir Ágústa Oddsdóttir, en hún er í forsvari fyrir áhugahóp um verndun Búðasands í Kjós sem hefur barist fyrir verndun svæðisins frá árinu 2016. Hún segir að sandurinn sé allur útgrafinn vegna óhóflegrar og óleyfilegrar efnistöku eigenda Háls í Kjós í atvinnuskyni og gagnrýnir hreppsnefnd Kjósarhrepps fyrir aðgerðarleysi í málinu. Ágústa vill að öll efnistaka verði tafarlaust stöðvuð og sandurinn friðaður, en niðurstöður nýlegrar athugunar benda til þess að allt að 30 prósent af allri möl sé horfin af svæðinu. 

Í svari við kvörtunum segir hreppsnefndin hins vegar að umhverfisáhrif af efnistökunni séu einungis sjónræn. Þess má geta að einn eigenda jarðarinnar situr í hreppsnefndinni. Þrátt fyrir að náttúruverndarsamtök hafi um árabil varað við því tjóni sem malarnámið veldur var nýverið kynnt tillaga að nýju aðalskipulagi sem gerir ráð fyrir meiri efnistöku af svæðinu en nú er leyfileg. 

Þórarinn Jónsson er einn eigenda …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár