Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Berst fyrir friðun Búðasands

Ág­ústa Odds­dótt­ir hef­ur í tæp tvö ár bar­ist fyr­ir frið­un Búðasands. Hún tel­ur hags­muna­árekstra koma í veg fyr­ir vernd­un svæð­is­ins, en sá sem stund­að hef­ur efnis­töku af sand­in­um á sæti í hrepps­nefnd Kjós­ar­hrepps. Hann seg­ir efnis­tök­una barn síns tíma og að hún verði ekki leyfð áfram í sama magni.

Berst fyrir friðun Búðasands
Berst fyrir Búðasandi Ágústa Oddsdóttir vill að efnistaka á Búðasandi verði tafarlaust stöðvuð og sandurinn friðaður. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Ég get ekki horft á þessa eyðileggingu,“ segir Ágústa Oddsdóttir, en hún er í forsvari fyrir áhugahóp um verndun Búðasands í Kjós sem hefur barist fyrir verndun svæðisins frá árinu 2016. Hún segir að sandurinn sé allur útgrafinn vegna óhóflegrar og óleyfilegrar efnistöku eigenda Háls í Kjós í atvinnuskyni og gagnrýnir hreppsnefnd Kjósarhrepps fyrir aðgerðarleysi í málinu. Ágústa vill að öll efnistaka verði tafarlaust stöðvuð og sandurinn friðaður, en niðurstöður nýlegrar athugunar benda til þess að allt að 30 prósent af allri möl sé horfin af svæðinu. 

Í svari við kvörtunum segir hreppsnefndin hins vegar að umhverfisáhrif af efnistökunni séu einungis sjónræn. Þess má geta að einn eigenda jarðarinnar situr í hreppsnefndinni. Þrátt fyrir að náttúruverndarsamtök hafi um árabil varað við því tjóni sem malarnámið veldur var nýverið kynnt tillaga að nýju aðalskipulagi sem gerir ráð fyrir meiri efnistöku af svæðinu en nú er leyfileg. 

Þórarinn Jónsson er einn eigenda …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár