Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Hjónin bæði í fangelsi fyrir ofbeldi gegn börnunum

Tipvipa Ar­un­vongw­an var dæmd fyr­ir að beita dótt­ur sína og stjúp­dæt­ur lík­am­leg­um refs­ing­um og mis­þyrm­ing­um. Hún hef­ur haf­ið afplán­un á Hólms­heiði, þar sem eig­in­mað­ur henn­ar, Kjart­an Ad­olfs­son, sat í gæslu­varð­haldi áð­ur en hann var flutt­ur á Litla-Hraun. Hann var ákærð­ur fyr­ir gróf kyn­ferð­is­brot gegn dætr­um sín­um og bíð­ur dóms.

Hjónin bæði í fangelsi fyrir ofbeldi gegn börnunum
Systurnar Linda og Anna leituðu báðar til lögreglunnar vegna framgöngu föður síns og stjúpu. Þær eru nú komnar á betri stað, dvelja á sama fósturheimili þar sem þær geta verið eins lengi og þær vilja. Systkini þeirra eru líka komin á fósturheimili. Mynd: Heiða Helgadóttir

Tipvipa Arunvongwan hefur hafið afplánun á Hólmsheiði vegna heimilisofbeldis gegn dóttur sinni og stjúpdætrum, þeim Önnu Gílaphon og Lindu Bíú Kjartansdætrum. 

Anna, sem er átján ára í dag, lýsti grimmilegu ofbeldinu í ítarlegu viðtali við Stundina í janúar, þar sem hún greindi jafnframt frá kynferðislegri misnotkun föður síns, sem bíður nú dóms. Kjartan Adolfsson, faðir barnanna, hefur setið í gæsluvarðhaldi á Hólmsheiði frá því að hann var handtekinn í nóvember 2017 eftir að Linda kærði hann fyrir kynferðisbrot, um einu og hálfu ári eftir að Anna kærði hann fyrir kynferðisbrot. 

Enn í dag glímir Anna við afleiðingar ofbeldisins, ekki aðeins sálrænar afleiðingar þess heldur einnig líkamlegar. Ör eru á andliti hennar og líkama, auk þess sem ristarnar á henni eru svo illa farnar að hún verður að nota innlegg til þess að fá ekki verki þegar hún gengur, því …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár