Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Baráttumaður fyrir landamæralausum heimi

Aktív­ist­inn Hauk­ur Hilm­ars­son er sagð­ur hafa fall­ið í inn­rás tyrk­neska hers­ins í norð­ur­hluta Sýr­lands, 31 árs að aldri. Hauk­ur á að baki merki­leg­an fer­il sem bar­áttu­mað­ur fyr­ir flótta­mönn­um, sem sum­ir þakka hon­um líf sitt. Vin­ir hans og fjöl­skylda minn­ast hans sem hug­sjóna­manns sem fórn­aði öllu fyr­ir þá sem minna mega sín.

Baráttumaður fyrir landamæralausum heimi
Mótmælendur reyndu frelsun Stór hópur mótmælenda gerði aðsúg að lögreglustöðinni við Hverfisgötu þegar Haukur var handtekinn. Mynd: Pressphotos

Hugsjónamaður með ljónshjarta, baráttumaður fyrir þeim sem minnst mega sín, tilbúinn til að fórna öllu fyrir velferð annarra. Svona lýsa vinir og fjölskylda Hauki Hilmarssyni aktívista, sem sagður er hafa fallið í átökum í norðurhluta Sýrlands, 31 árs að aldri. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Haukur komið töluvert við sögu íslenskra stjórnmála í rúman áratug, meðal annars fyrir þátt sinn í búsáhaldabyltingunni og baráttu fyrir réttindum flóttamanna, sem margir þakka honum líf sitt. Barátta hans leiddi hann í fremstu víglínu vandans, þar sem hann varði hugsjónina í bardögum við ISIS.

Myndin af HaukiHersveit YPG sendi út þessa mynd af Hauki þegar tilkynnt var um að hann hefði fallið í árás tyrkneska hersins í Afrin.

Lítið er vitað um atburði dagsins 24. febrúar, þegar Haukur er sagður hafa fallið í sprengjuregni tyrkneskra hersveita ásamt tveimur öðrum úr hans hersveit. Heimildum ber saman um að Haukur hafi komið til Rojava, svæðis …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Yazan mjög verkjaður eftir örfáar vikur án heilbrigðisþjónustu
Allt af létta

Yaz­an mjög verkj­að­ur eft­ir ör­fá­ar vik­ur án heil­brigð­is­þjón­ustu

Lík­am­lega van­líð­an­in sem Yaz­an Tamimi, 12 ára gam­all dreng­ur með vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm­inn duchenne, sem senda á úr landi, upp­lifði eft­ir ör­fárra vikna rof á heil­brigð­is­þjón­ustu í sum­ar sýn­ir hve lít­ið þarf til svo að drengn­um hraki, seg­ir formað­ur Duchenne á Ís­landi: „Þetta er mjög krí­tísk­ur tími.“
Kostnaðurinn jókst verulega á sama tíma og miklu færri sóttu um
FréttirFlóttamenn

Kostn­að­ur­inn jókst veru­lega á sama tíma og miklu færri sóttu um

Kostn­að­ur við þjón­ustu við um­sækj­end­ur um al­þjóð­lega vernd jókst um rúm 50 pró­sent á fyrstu sex mán­að­um þessa árs sam­an­bor­ið við fyrri helm­ing síð­asta árs. Samt fækk­aði um­sókn­um um hæli hér á landi um 50 pró­sent milli tíma­bila. Kostn­að­ar­aukn­ing­una má rekja til tafa í máls­með­ferð hjá Út­lend­inga­stofn­un og kær­u­nefnd út­lend­inga­mála.
Ætluðu til Ameríku en festust á Íslandi
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Ætl­uðu til Am­er­íku en fest­ust á Ís­landi

Fyr­ir klukk­an tíu á morgn­anna pakka þeir fögg­um sín­um nið­ur og setja þær í geymslu. Þeir líta eft­ir lög­regl­unni og fara svo af stað út, sama hvernig viðr­ar. Þeir mæla göt­urn­ar til klukk­an fimm á dag­inn, þang­að til svefnstað­ur­inn opn­ar aft­ur. Til­vera þessa svefnstað­ar er ekki tryggð. Flosn­að hef­ur úr hópn­um sem þar sef­ur á síð­ustu mán­uð­um og líka bæst við.
Fótboltamaðurinn sem ætlaði að verða pípari en endaði í neyðarskýlinu
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Fót­bolta­mað­ur­inn sem ætl­aði að verða píp­ari en end­aði í neyð­ar­skýl­inu

Hann út­skrif­að­ist úr ís­lensku­námi frá Tækni­skól­an­um, var byrj­að­ur að æfa fót­bolta með Þrótti og að læra píp­ar­ann þeg­ar fót­un­um var kippt und­an hon­um. Hús­næð­ið var tek­ið af hon­um, heil­brigð­is­þjón­ust­an og vasa­pen­ing­arn­ir líka. Nú gist­ir hann á sófa vin­ar síns eða í neyð­ar­skýli Rauða kross­ins. Fram­tíð þess hef­ur ekki ver­ið tryggð.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár