Á tuttugu ára tímabili hefur Margrét átt nokkra hunda og var lengi búin að vita af heimsóknarvinaverkefni Rauða krossins, þar sem hundaeigendur fara með hundana sína í heimsóknir á stofnanir. Henni fannst hún hins vegar aldrei vera með rétta hundinn í slíkt verkefni fyrr en hún eignaðist Garp, sem er þriggja og hálfs árs fiðrildahundur. „Þá fannst mér ég vera komin með hund sem yrði mjög góður í þetta. Mér fannst karakterinn vera upplagður í þetta.“
Garpur er að sögn Margrétar ekta kjölturakki, hlýðinn og góður en reyndar svolítið ör. „Hann er bara skemmtilegur hundur.“ Bæði hún og Garpur þurftu að fara á námskeið og í gegnum stuttan undirbúning áður en þau gátu gerst heimsóknavinir. „Það var athugað hvort hann hlýddi þokkalega og væri nokkuð með skapgerðarbresti. Ég þurfti að kynna mér sögu Rauða krossins og kynna mér heimsóknavinastarfið þannig að það tók nokkrar vikur að gera okkur klár í …
Athugasemdir