Þingmenn Pírata og Samfylkingarinnar hafa lagt fram vantrauststillögu gegn Sigríði Andersen dómsmálaráðherra.
Þetta var ákveðið í kvöld samkvæmt heimildum Stundarinnar og tillagan send þingfundaskrifstofu Alþingis.
Hefð er fyrir því að vantrauststillögur séu strax teknar fyrir með afbrigðum og má því ætla að málið verði á dagskrá Alþingis við fyrsta tækifæri.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagðist í samtali við Stundina fyrr í dag búast við því að einhverjir stjórnarliðar styddu vantrauststillögu gegn dómsmálaráðherra. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur hins vegar lýst yfir stuðningi við Sigríði Andersen.
Athugasemdir