Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Árangurslaust fjárnám í steikhúsi Björns Inga

Sýslu­mað­ur­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu gerði í fe­brú­ar ár­ang­urs­laust fjár­nám í fé­lag­inu BOS ehf. sem rak Arg­entínu steik­hús. Björn Ingi Hrafns­son er stjórn­ar­formað­ur fé­lags­ins, en hann var sak­að­ur um að hafa reynt að greiða skuld­ir með steik­um.

Árangurslaust fjárnám í steikhúsi Björns Inga
Björn Ingi Hrafnsson Fjölmiðlaveldi hans borgaði ekki opinber gjöld, og sama virðist gilda um steikhús sem hann tók yfir. Mynd: Skjáskot af ÍNN

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur gert árangurslaust fjárnám í félaginu BOS ehf. sem rekur Argentínu steikhús. Stjórnarformaður félagsins er Björn Ingi Hrafnsson. Greiðsluáskoranir höfðu borist frá lífeyrissjóðum á innan við tveimur mánuðum eftir að hann tók við rekstrinum síðasta haust.

Tilkynnt var í október síðastliðnum að Björn Ingi væri tekinn við rekstri Argentínu steikhúss. Félagið sem áður rak Argentínu, Pottur ehf., var úrskurðað gjaldþrota í mars 2017. Kristján Þór Sigfússon átti félagið, en hann hafði verið annar eigenda Argentínu nánast frá stofnun þess.

„Ég er spennt­ur fyr­ir þessu verk­efni,“ sagði Björn Ingi í samtali við vef Morgunblaðsins 6. október. „Ég hef alltaf haft mjög mikl­ar mæt­ur á þess­um veit­ingastað og veit að svo er um fleiri. Af því að Arg­entína bygg­ir á góðum og gild­um hefðum steik­húsa verður ekki um neina bylt­ingu að ræða, frem­ur ýms­ar hæg­fara breyt­ing­ar. En það er ým­is­legt spenn­andi á döf­inni sem gam­an verður að setja í gang.“

Árni Harðarson, forsvarsmaður Dalsins ehf., sagði í tilkynningu 20. febrúar að Björn Ingi hefði hótað sér og boðist til að greiða sex milljóna króna skuldir með úttektarheimildum á steikum á Argentínu. Dalurinn keypti Birtíng útgáfufélag í maí í fyrra eftir að kaupum Pressunnar á Birtíngi hafði verið rift vegna bágrar fjárhagsstöðu Pressunnar. Aðstandendur Dalsins hafa kært Björn Inga fyrir fjárdrátt. Hann lýsti því yfir í febrúar að hann hefði kært þá á móti fyrir fjársvik. Fjölmiðlaveldi Björns Inga sleppti því að greiða opinber gjöld um langt skeið, til dæmis skatta af launum starfsfólks og lífeyrissjóðsgjöld. Svo virðist sem sama sé upp á teningnum hjá Argentínu Steikhúsi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Viðskiptafléttur

Eignarhaldi fjölskyldu Hreiðars Más í sjóði Stefnis leynt í gegnum skattaskjól
FréttirViðskiptafléttur

Eign­ar­haldi fjöl­skyldu Hreið­ars Más í sjóði Stefn­is leynt í gegn­um skatta­skjól

Ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar og tengdra að­ila hef­ur síð­ast­lið­in ár ver­ið í eigu Tor­tóla­fé­lags sem eig­in­kona hans á. Sjóð­ur í stýr­ingu Stefn­is, dótt­ur­fé­lags Ari­on banka, var form­leg­ur hlut­hafi en á bak við hann er Tor­tólu­fé­lag. Fram­kvæmda­stjóri Stefn­is seg­ir að fyr­ir­tæk­ið hafi ekki vit­að hver hlut­hafi sjóðs­ins var.
Leita sannleikans um harmþrungið leyndarmál
Fréttir

Leita sann­leik­ans um harm­þrung­ið leynd­ar­mál

Mæðg­urn­ar Astra­ea Jill Robert­son og Amy Robert­son, af­kom­end­ur konu sem fóst­ur­móð­ir Júlí­us­ar Víf­ils Ingvars­son­ar sendi í fóst­ur í Skotlandi ár­ið 1929, komu til Ís­lands í byrj­un árs í leit að svör­um við spurn­ing­um sem leit­að hafa á fjöl­skyld­una. Þeim finnst tími til kom­inn að stíga fram og segja sögu móð­ur þeirra og ömmu sem var alltaf hald­ið í skugg­an­um.

Mest lesið

Ungfrú Ísland Teen, útlitsstaðlar og tíðarandi fegurðarsamkeppna
6
Samantekt

Ung­frú Ís­land Teen, út­lits­staðl­ar og tíð­ar­andi feg­urð­ar­sam­keppna

Feg­urð­ar­sam­keppn­in Ung­frú Ís­land Teen hef­ur hlot­ið um­deilda at­hygli ný­lega. En í ár er í fyrsta sinn keppt í ung­linga­flokki. Sól­rún Ósk Lár­us­dótt­ir sál­fræð­ing­ur tel­ur mik­il­vægt að ýta und­ir aðra þætti fólks en út­lit. Nanna Hlín Hall­dórs­dótt­ir heim­spek­ing­ur seg­ir feg­urð­ar­sam­keppn­ina mögu­lega birt­ing­ar­mynd um bak­slag í jafn­rétt­is­mál­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu