Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Vantraust á dómsmálaráðherra: Logi býst við stuðningi stjórnarliða

Stjórn­ar­and­stað­an und­ir­býr van­traust­stil­lögu gegn Sig­ríði Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra, sem braut lög við skip­an dóm­ara í Lands­rétt. Formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar býst við stuðn­ingi frá ein­hverj­um stjórn­ar­liða.

Vantraust á dómsmálaráðherra: Logi býst við stuðningi stjórnarliða
Sigríður Andersen Vantraust á dómsmálaráðherra verður líklega til umræðu á Alþingi. Mynd: Haraldur Gudjonsson/hag

Fulltrúar stjórnarandstöðunnar á Alþingi hyggjast á næstunni leggja fram vantrauststillögu á Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra. Hæstiréttur Íslands komst að þeirri niðurstöðu í desember að hún hafi brotið lög við skipun dómara við Landsrétt.

„Það er hlutverk forsætisráðherra að vera með innanborðs fólk sem hún treystir og ég átta mig ekki á því hvernig hún getur treyst ráðherra sem í tvígang hefur verið dæmd,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, og vísar þar í að embættisfærsla ráðherra var metin ólögleg á tveimur dómsstigum.

Fulltrúar stjórnarandstöðunnar hafa fundað um málið og hyggjast hittast aftur til að ræða hvernig standa skuli að tillögunni. Vonast þeir eftir breiðri samstöðu um vantrauststillöguna, að sögn Loga.

„Varðandi stuðninginn, þá býst ég við því að það hljóti að vera stuðningur líka frá einhverjum stjórnarliða,“ segir Logi. „Málið er bara þannig að það er bara næstum því óhugsandi að það muni allir bíta á jaxlinn og láta önnur sjónarmið en réttlætið ráða atkvæði sínu.“

Flokkarnir sem standa að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur innihalda 34 þingmenn af 63, en tveir þingmanna Vinstri grænna, Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, studdu ekki stjórnarsáttmálann. Því er ljóst að hvert atkvæði stjórnarliða mun skipta máli í að verja dómsmálaráðherra vantrausti.

Óvissa verði dómurum gert að víkja

Umboðsmaður Alþingis lýsti því yfir í bréfi til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fyrir helgi að hann teldi ekki tilefni til að hefja frumkvæðisrannsókn á ákvörðunum dómsmálaráðherra vegna skipun dómara við Landsrétt. Nefndin hafði gert hlé á umfjöllun um málið 6. febrúar til þess að gefa umboðsmanni rými til að taka afstöðu til þess hvort hefja ætti slíka rannsókn.

Búist er við niðurstöðu Hæstaréttar í vikunni varðandi vanhæfniskröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar lögmanns gegn Arnfríði Einarsdóttur, eins þeirra dómara sem Sigríður skipaði við Landsrétt. Arnfríður er eiginkona Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks, sem vék úr oddvitasæti í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir Sigríði.

Verði Arnfríði gert að víkja mun töluverð óvissa skapast um þá fjóra dómara sem Sigríður skipaði en ekki voru taldir með þeim hæfustu að mati dómnefndar. Telji Hæstiréttur hana ekki þurfa að víkja er möguleiki á að málinu verði skotið til Mannréttindadómstóls Evrópu.

„Ætlum við að horfa upp á það að allir dómar sem einstakir dómarar kveða upp á þeim tíma verði dæmdir ólöglegir?“

„Það er ljóst að hún stóð ekki rétt að þessu,“ segir Logi. „Í ljósi fordæma frá Evrópu, bæði frá EFTA og Mannréttindadómstólnum, í málum er varða skipan dómara og eru á engan hátt jafn alvarleg og þetta mál er, þá mun þetta mál geta skaðað okkur stórkostlega. Ætlum við að horfa upp á það að allir dómar sem einstakir dómarar kveða upp á þeim tíma verði dæmdir ólöglegir? Mun það kosta íslenska ríkið skaðabætur? Lágmarkið er auðvitað að dómsmálaráðherra víki þá.“

Sigríður nýtur trausts Katrínar

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, vakti máls á þessu og bréfi umboðsmanns í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Hún spurði forsætisráðherra hvort hún hefði áhyggjur af dómskerfinu og bæri traust til þess. „Nýtur dómsmálaráðherra trausts forsætisráðherra sem yfirmaður dómsmála á Íslandi?“ spurði Helga Vala. Hún taldi að ríkið gæti orðið skaðabótaskylt, fari málið alla leið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu.

„Ég ber almennt traust til dómskerfisins í landinu, ég geri það,“ svaraði Katrín. „Hvað varðar traust mitt á dómsmálaráðherra hæstvirtum þá ber ég fullt traust til allra ráðherra í þessari ríkisstjórn.“

Hún taldi að öðru leyti ekki ástæða til að framkvæmdavalið tjái sig um dómsmál áður en niðurstöður liggja fyrir. Katrín hefur áður gefið út að hún líti ekki á Landsréttarmálið sem afsagnarsök fyrir Sigríði Andersen. Í sama streng hafa tekið Bjarkey Olsen, formaður þingflokks Vinstri grænna og Kolbeinn Óttarsson Proppé, fulltrúi flokksins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skipun dómara við Landsrétt

Saga Landsréttarmálsins: Hver ber ábyrgð?
ÚttektSkipun dómara við Landsrétt

Saga Lands­rétt­ar­máls­ins: Hver ber ábyrgð?

Yf­ir­deild MDE átel­ur Sig­ríði And­er­sen, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra, fyr­ir þátt henn­ar í Lands­rétt­ar­mál­inu. Hæstirétt­ur og Al­þingi, þá und­ir meiri­hluta Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisn­ar og Bjartr­ar fram­tíð­ar, fá einnig gagn­rýni. Yf­ir­deild­in seg­ir gjörð­ir Sig­ríð­ar vekja rétt­mæt­ar áhyggj­ur af póli­tískri skip­un dóm­ara.
Fjölskylduvítið
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
PistillSkipun dómara við Landsrétt

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Fjöl­skyldu­vít­ið

Ís­lenska stjórn­mála­fjöl­skyld­an hef­ur öll meg­in­ein­kenni sjúkr­ar fjöl­skyldu út frá kenn­ing­um um með­virkni enda al­in upp við sjúk­leg­ar að­stæð­ur. Í því ljósi er for­vitni­legt að skoða „póli­tískt at og óvirð­ingu Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins í Strass­bourg við Al­þingi Ís­lend­inga“ sem „skipt­ir víst engu máli þeg­ar upp er stað­ið“.
Yfirlýstur andstæðingur Mannréttindadómstólsins flutti erindi á afmæli Hæstaréttar
FréttirSkipun dómara við Landsrétt

Yf­ir­lýst­ur and­stæð­ing­ur Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins flutti er­indi á af­mæli Hæsta­rétt­ar

Dansk­ur pró­fess­or sem er þekkt­ur fyr­ir að vilja að Dan­ir hætti að lúta dóm­um Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu flutti ávarp á af­mæl­is­sam­komu Hæsta­rétt­ar. Boð­ið vek­ur at­hygli þar sem máls­með­ferð Ís­lands vegna Lands­rétt­ar­máls­ins hjá yf­ir­deild MDE stend­ur nú yf­ir.

Mest lesið

Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
1
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.
Stefán Ólafsson
8
Aðsent

Stefán Ólafsson

Af­koma heim­ila: Ís­land í al­þjóð­leg­um sam­an­burði

Af­koma heim­ila launa­fólks er verri á Ís­landi en al­mennt er á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Stefán Ólafs­son seg­ir að þeg­ar harðn­ar á daln­um í efna­hags­líf­inu þyng­ist byrð­ar heim­il­anna jafn­framt mun meira hér á landi. Þannig átti mun hærra hlut­fall heim­ila í erf­ið­leik­um við að ná end­um sam­an hér en var hjá frænd­þjóð­un­um á ár­inu 2023.
Vona sonarins vegna að gripið verði í taumana
10
ViðtalLoftslagsvá

Vona son­ar­ins vegna að grip­ið verði í taum­ana

„Hvað verð­ur hans gat á óson­lag­inu?“ spyrja ný­bök­uðu for­eldr­arn­ir Hjör­dís Sveins­dótt­ir og Árni Freyr Helga­son sig, horf­andi á þriggja mán­aða gaml­an son­inn, Matth­ías. Það er kyn­slóð son­ar­ins og þær sem á eft­ir hon­um koma sem munu þurfa að tak­ast á við heit­ari heim, öfg­ar í veðri og veð­ur­far hér­lend­is sem verð­ur gjör­ólíkt því sem hef­ur ver­ið frá land­námi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ríkið lagði beingreiðslur beint inn á KS
2
Viðskipti

Rík­ið lagði bein­greiðsl­ur beint inn á KS

Þrátt fyr­ir að lög hafi í tæp þrjá­tíu ár kveð­ið skýrt á um að bein­greiðsl­ur til bænda skuli ein­ung­is greidd­ar bænd­um var það fyrst fyr­ir ári sem rík­ið hætti að leggja þær inn á þriðja að­ila. Kaup­fé­lag Skag­firð­inga fékk í mörg­um til­fell­um slík­ar greiðsl­ur lagð­ar inn á sinn reikn­ing. KS lán­aði bónda á fimmta tug millj­óna króna fyr­ir kvóta­kaup­um í fyrra, vaxta­laust og óverð­tryggt.
Ragnhildur Helgadóttir
4
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
5
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.
„Ekki Sjálfstæðisflokkinn“ svara Sjálfstæðismenn til áratuga
8
Allt af létta

„Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ svara Sjálf­stæð­is­menn til ára­tuga

„Ef það væru kosn­ing­ar á morg­un, hvern mynd­irðu kjósa?“ spyr Ás­geir Bolli Krist­ins­son menn reglu­lega sem hafa kos­ið Sjálf­stæð­is­flokk­inn í ára­tugi – jafn­vel hálfa öld. „Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ er svar­ið. „Mið­flokk­inn“ fylg­ir gjarn­an í kjöl­far­ið. Bolli ákvað að grípa til sinna ráða til þess að smala óánægju­fylg­inu „heim“ en tel­ur hæp­ið að Val­höll verði við beiðni hans um svo­kall­að­an DD-lista.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár