Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Houssin ekki fylgdarlaust ungmenni við komuna til landsins

Út­lend­inga­stofn­un leið­rétt­ir rang­færsl­ur í frétta­flutn­ingi af máli Houss­in Bsra­oui. Houss­in, sem varð fyr­ir al­var­legri lík­ams­árás á Litla Hrauni, var send­ur aft­ur til Mar­okkó í fyrra­dag.

Houssin ekki fylgdarlaust ungmenni við komuna til landsins
Houssin Bsraoui hefur verið fluttur úr landi. Mynd: Facebook

Útlendingastofnun hefur sent frá sér tilkynningu vegna fréttaflutnings af Houssin Bsraoui, ungs hælisleitenda frá Marokkó, sem fluttur var úr landi í fyrradag. Houssin varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Litla Hrauni í síðasta mánuði. 

Í tilkynningu Útlendingastofnunar segir meðal annars að í fjölmiðlum í gær hafi komið fram að Houssin sé 18 ára, en það sé rangt. „Við undirbúning flutnings til heimalands staðfestu yfirvöld í Marokkó auðkenni mannsins og gáfu út tímabundin ferðaskilríki fyrir hann, þar sem fram kemur rétt nafn mannsins og aldur. Hann er fæddur árið 1996 og var því ekki fylgdarlaust ungmenni við komuna til landsins árið 2016,“ segir í tilkynningu Útlendingastofnunar. 

Í fréttum kom einnig fram að vinir og velunnarar Houssins hafi ekki vitað af brottflutningnum fyrirfram, og ekki heldur Rauði krossinn, en samkvæmt Útlendingastofnun var öllum hlutaðeigandi ljóst að flutningur yrði framkvæmdur á næstunni. Endanleg niðurstaða hafi legið fyrir um að honum bæri að yfirgefa landið og hafði Útlendingastofnun óskað eftir flutningi hans við stoðdeild ríkislögreglustjóra.

„Samkvæmt upplýsingum frá stoðdeild var manninum boðið að haft yrði samband við verjanda hans eða aðra þegar hann var upplýstur um ferðaáætlun, eins og venja er við undirbúning flutnings fullorðinna einstaklinga úr landi. Maðurinn óskaði ekki eftir því að haft yrði samband við neinn fyrir sína hönd og var það því ekki gert. Hann hafði aðgang að síma til að geta sjálfur haft samband við þá sem hann vildi,“ segir jafnframt. 

Í viðtali við RÚV í gær sagði Guðríður Lára Þrastardóttir, talsmaður hælisleitenda hjá Rauða krossi Íslands, ekki algengt að hælisleitendur væru fluttir úr landi þegar sótt hefði verið um endurupptöku mála líkt og í tilfelli Houssins. Í tilkynningu Útlendingastofnunar segir hins vegar að beiðni um endurupptöku fresti ekki réttaráhrifum fyrirliggjandi ákvörðunar. „Fullyrðingar í fjölmiðlum um að það hafi verið venjan hingað til að beiðni um endurupptöku fresti framkvæmd flutnings eru rangar. Útlendingastofnun óskar aðeins eftir því við stoðdeild að flutningi sé frestað vegna framkominnar endurupptökubeiðni til kærunefndar útlendingamála ef nefndin óskar eftir því við Útlendingastofnun. Sama verklag var viðhaft í þessu máli og öðrum.“

Kvaðst ekki eiga afturkvæmt til fjölskyldu sinnar

Houssin Bsraoui sótti um alþjóðlega vernd hér á landi þann 7. september 2016 hjá lögreglustjóranum á Austfjörðum. Þá hafði íbúi á Breiðdalsvík orðið var við tvo drengi sem höfðu hreiðrað um sig í yfirgefinni bifreið. Sögðust þeir ætla að hjóla til Reykjavíkur. Annar þeirra var Houssin. Kvaðst hann vera fæddur árið 1999, og því undir 18 ára aldri. Gögn sem Útlendingastofnun fengu send frá yfirvöldum í Marokkó segja hins vegar að hann sé fæddur 1996. 

Umsóknin um alþjóðlega vernd var byggð á því að Houssin væri í hættu í heimaríki sínu vegna vandamála sem upp hafi komið milli hans og þess vinahóps sem hann tilheyrði og annars hóps í heimabænum hans Saleh. Hann byggi við óásættanlegar félagslegar aðstæður yrði honum gert að flytjast aftur til heimalandsins. Í viðtölum hjá Barnashúsi sagðist Houssin hafa hætt í skóla eftir 6. bekk því foreldrar hans hafi ekki haft efni á því lengur og þá hafi verið gerð krafa um að hann færi að vinna. Hann segist hafa unnið í hálft ár, en yfirgefið heimaland sitt í kjölfarið. Hann sagði mikla stéttaskiptingu vera í Marokkó og þá helst milli þeirra sem ættu peninga og þeirra sem ættu þá ekki. Fjölskylda hans væri nálægt botninum. 

Síðar greindi Houssin frá því að hann ætti ekki afturkvæmt til fjölskyldu sinnar í Marokkó þar sem faðir hans hefði margsinnis rekið hann af heimilinu. Hann sagði föður sinn beita móður hans ofbeldi og hafði Houssin átt í útistöðum við föður sinn vegna þess.

Houssin kvaðst hafa farið frá Marrokkó til Spánar, þaðan til Frakklands, frá Frakklandi til Þýskalands, þaðan til Danmerkur og loks þaðan til Íslands. Hann smyglaði sér frá Danmörku til Íslands með því að fela sig undir gámi, eða bíl sem flutti gám, um borð í Norrænu. 

Í ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja honum um alþjóðlega vernd segir að ljóst sé að Houssin sé í viðkvæmri stöðu. Hann var metinn fullorðinn í aldursgreiningu, en naut hins vegar vafans við meðferð málsins hjá Útlendingastofnun varðandi aldur sinn og var því álitinn barn að aldri. Hins vegar liggi fyrir að hann hafi lagt í ferðalag sitt af efnahagslegum ástæðum og að hann eigi fjölskyldu og heimili í Marokkó. Þess má geta að í umsögn Barnaverndarstofu segir einnig að það sé mat stofnunarinnar að það þjóni best hagsmunum Houssin að hann fari aftur til heimalands síns, þar sem hann eigi sinn uppruna og fjölskyldu. 

Erfið ár á Íslandi

Houssin hafði dvalið á Íslandi í nær eitt og hálft ár þegar hann var fluttur aftur til Marokkó í fyrradag. Þar sem hann sótti um alþjóðlega vernd hjá lögreglunni á Egilsstöðum var hann í umsjá barnaverndaryfirvalda í Fjarðabyggð. Barnaverndaryfirvöld höfðu hins vegar ekki útvegað honum skólavist, atvinnu eða fósturfjölskyldu þrátt fyrir að hafa dvalið á landinu í á níunda mánuð. Houssin lýsti yfir eindregnum vilja til þess að flytjast til Reykjavíkur frá Reyðarfirði og reyndu barnaverndaryfirvöld að koma honum í fóstur í höfuðborginni. Vegna ósamkomulags fósturmóður við barnsföður sinn var drengnum hins vegar gert að flytja af fósturheimilinu nokkrum dögum eftir að fósturvistun hófst og var honum þá komið fyrir á gistiheimili í miðborg Reykjavíkur.

Stuttu eftir komuna til Reykjavíkur gerði Houssin tilraun til þess að koma sér í skip vestur um haf og hefur hann ítrekað verið handtekinn við að reyna að smygla sér um borð í skip á leið til Kanada. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum var hann að lokum úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna þessara tilrauna og fluttur á Litla Hraun. Þar varð hann fyrir alvarlegri líkamsárás og var hann fluttur á sjúkrahús nokkuð slasaður, með brotnar tennur og illa marinn. „Mér skilst líka að hann hafi orðið fyrir annarri árás fyrir stuttu síðan og óskaði í kjölfarið eftir að vera fluttur af Litla Hrauni en að það hafi ekki verið orðið við því,“ sagði Guðríður Lára í viðtali við Vísi um árásina.

Einstaklingar metnir út frá stöðu en ekki aldri 

Útlendingastofnun bendir á að það sé ekki skilyrði fyrir því að hljóta alþjóðlega vernd að vera yngri en 18 ára, og það hafi því ekki verið á grundvelli aldursgreiningar sem félagi hans, Yassine, hafi fengið alþjóðlega vernd en ekki hann. 

Stundin fjallaði um aldursgreiningar á hælisleitendum í október síðastliðnum. Þar kom meðal annars fram að staðfest dæmi væri um það hér á landi að tanngreiningar hafi ekki gefið rétta niðurstöðu. Guðríður Lára sagði þá í viðtali við Stundina að Rauði kross Íslands myndi frekar vilja að hver og einn einstaklingur væri metinn út frá sinni stöðu, en ekki nákvæmum aldri. „Okkar útgangspunktur er sá að það er alveg sama hvaða líkamsrannsókn þú notar þá geturðu aldrei fengið nákvæma niðurstöðu,“ sagði hún. „Við getum ekki bent á neina aðferð sem segir okkur hundrað prósent hvenær viðkomandi verður átján ára. Við eigum engin svör við því. Það sem við myndum vilja sjá er að hver og einn einstaklingur sé metinn út frá sinni stöðu, en ekki nákvæmum aldri. Einnig viljum við að almennt sé gengið út frá því að fólk segi satt til um aldur í stað þess að ganga út frá því gagnstæða.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fólki sparkað úr landi fyrir að verja stjórnarskrána
1
Fréttir

Fólki spark­að úr landi fyr­ir að verja stjórn­ar­skrána

Banda­ríkja­stjórn bann­aði Har­vard-há­skóla að taka við er­lend­um nem­end­um síð­ast­lið­inn fimmtu­dag með nýrri til­skip­un en Har­vard hef­ur kært ákvörð­un­ina og seg­ir hana skýrt brot gegn fyrsta við­auka stjórn­ar­skrár­inn­ar um tján­ing­ar­frelsi. Bráða­birgða­lög­bann hef­ur ver­ið sett á til­skip­un­ina. „Hægt og ró­lega er­um við að sjá fall Banda­ríkj­anna," seg­ir Gunn­hild­ur Fríða Hall­gríms­dótt­ir, sem er að út­skrif­ast úr há­skól­an­um.
Sýnin aldrei skoðuð af óháðum sérfræðingum
6
Fréttir

Sýn­in aldrei skoð­uð af óháð­um sér­fræð­ing­um

Embætti land­lækn­is tókst ekki að fá óháð­an er­lend­an að­ila til að end­ur­skoða sýni í kjöl­far al­var­legra mistaka sem voru gerð við grein­ingu sýna á Leit­ar­stöð Krabba­meins­fé­lags­ins ár­ið 2018. „Eng­inn að­ili hafði bol­magn til að taka á móti svo mörg­um sýn­um og af­greiða með skjót­um hætti,“ seg­ir í svari land­lækn­is við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
1
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.
Var krabbamein í sýninu?
2
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
3
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár