Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Háskólinn tekur enga ábyrgð á aldursgreiningum flóttabarna

Vís­inda­siðanefnd tel­ur sig ekki geta fjall­að um tann­grein­ing­ar á fylgd­ar­laus­um börn­um og ung­menn­um sem fram­kvæmd­ar eru á tann­lækna­deild Há­skóla Ís­lands þar sem eng­inn þjón­ustu­samn­ing­ur er í gildi vegna rann­sókn­anna.

Háskólinn tekur enga ábyrgð á aldursgreiningum flóttabarna
Háskólinn eigi ekki aðild að aldursgreiningunum Röntgenrannsóknir á tönnum hælisleitenda fara fram við tannlæknadeild Háskóla Íslands. Mynd: Kristinn Magnússon

Vísindasiðanefnd Háskóla Íslands telur sig ekki hafa forsendur til að fjalla efnislega um tanngreiningarnar sem fram fara á tannlæknadeild Háskóla Íslands þar sem enginn samningur er til milli Útlendingastofnunar og tannlæknadeildar Háskóla Íslands er varða aldursgreiningar út frá tönnum. Þetta kemur fram í bréfi vísindasiðanefndar til þriggja kvenna sem fóru fram á að nefndin tæki tanngreiningarnar til umfjöllunar.

Stundin spurðist fyrir um málið hjá Útlendingastofnun en í svari frá stofnuninni kemur fram að Útlendingastofnun hefur ekki samið við neinn um framkvæmd aldursgreininga á tönnum heldur keypt þá þjónustu í hvert og eitt skipti, hingað til af tannlæknunum Svend Richter og Sigríði Rósu Víðisdóttur, aðjúnkt við tannlæknadeild HÍ.

„Þangað til á allra síðustu árum var mjög fátítt að Útlendingstofnun keypti þjónustu við aldursgreiningar. Á árunum 2012–2015 var um að ræða sex tilvik, tíu tilvik árið 2016 og 23 árið 2017. Öll aðkeypt þjónusta Útlendingastofnunar er nú til skoðunar með tilliti til …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár