Vísindasiðanefnd Háskóla Íslands telur sig ekki hafa forsendur til að fjalla efnislega um tanngreiningarnar sem fram fara á tannlæknadeild Háskóla Íslands þar sem enginn samningur er til milli Útlendingastofnunar og tannlæknadeildar Háskóla Íslands er varða aldursgreiningar út frá tönnum. Þetta kemur fram í bréfi vísindasiðanefndar til þriggja kvenna sem fóru fram á að nefndin tæki tanngreiningarnar til umfjöllunar.
Stundin spurðist fyrir um málið hjá Útlendingastofnun en í svari frá stofnuninni kemur fram að Útlendingastofnun hefur ekki samið við neinn um framkvæmd aldursgreininga á tönnum heldur keypt þá þjónustu í hvert og eitt skipti, hingað til af tannlæknunum Svend Richter og Sigríði Rósu Víðisdóttur, aðjúnkt við tannlæknadeild HÍ.
„Þangað til á allra síðustu árum var mjög fátítt að Útlendingstofnun keypti þjónustu við aldursgreiningar. Á árunum 2012–2015 var um að ræða sex tilvik, tíu tilvik árið 2016 og 23 árið 2017. Öll aðkeypt þjónusta Útlendingastofnunar er nú til skoðunar með tilliti til …
Athugasemdir