Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Háskólinn tekur enga ábyrgð á aldursgreiningum flóttabarna

Vís­inda­siðanefnd tel­ur sig ekki geta fjall­að um tann­grein­ing­ar á fylgd­ar­laus­um börn­um og ung­menn­um sem fram­kvæmd­ar eru á tann­lækna­deild Há­skóla Ís­lands þar sem eng­inn þjón­ustu­samn­ing­ur er í gildi vegna rann­sókn­anna.

Háskólinn tekur enga ábyrgð á aldursgreiningum flóttabarna
Háskólinn eigi ekki aðild að aldursgreiningunum Röntgenrannsóknir á tönnum hælisleitenda fara fram við tannlæknadeild Háskóla Íslands. Mynd: Kristinn Magnússon

Vísindasiðanefnd Háskóla Íslands telur sig ekki hafa forsendur til að fjalla efnislega um tanngreiningarnar sem fram fara á tannlæknadeild Háskóla Íslands þar sem enginn samningur er til milli Útlendingastofnunar og tannlæknadeildar Háskóla Íslands er varða aldursgreiningar út frá tönnum. Þetta kemur fram í bréfi vísindasiðanefndar til þriggja kvenna sem fóru fram á að nefndin tæki tanngreiningarnar til umfjöllunar.

Stundin spurðist fyrir um málið hjá Útlendingastofnun en í svari frá stofnuninni kemur fram að Útlendingastofnun hefur ekki samið við neinn um framkvæmd aldursgreininga á tönnum heldur keypt þá þjónustu í hvert og eitt skipti, hingað til af tannlæknunum Svend Richter og Sigríði Rósu Víðisdóttur, aðjúnkt við tannlæknadeild HÍ.

„Þangað til á allra síðustu árum var mjög fátítt að Útlendingstofnun keypti þjónustu við aldursgreiningar. Á árunum 2012–2015 var um að ræða sex tilvik, tíu tilvik árið 2016 og 23 árið 2017. Öll aðkeypt þjónusta Útlendingastofnunar er nú til skoðunar með tilliti til …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ólst upp við listamannslíf og laus við kassahugsun
4
Viðtal

Ólst upp við lista­manns­líf og laus við kassa­hugs­un

Þór­dís Hólm Fil­ips­dótt­ir er dótt­ir rit­höf­und­ar og mynd­list­ar­manns og í upp­eld­inu skiptu orð miklu máli. Skrif eru hluti af líf­inu, sem er eins og mynd­rænt ljóð, þar sem skipt­ast á skin og skúr­ir. Áhrif seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar mót­uðu fjöl­skyldu­sög­una, hún leit­aði ung út í heim og flutti seinna með ung­barn og ung­lings­dótt­ur til Afr­íku. Strax í æsku lærði hún að lifa ut­an ramm­ans og stund­ar nú heild­ræn­ar lækn­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár