Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, telur að fjölmiðlar eigi ekki að sakast við skrifstofu Alþingis út af þeirri leynd sem hvílt hefur yfir akstursgjöldum til þingmanna í gegnum árin. Forseti Alþingis bendir á að það séu forseti Alþingis og forsætisnefnd sem ákveði stefnuna í upplýsingamálum Alþingis – hvaða upplýsingar um starfsemi þingsins eigi og megi veita og hvaða upplýsingar ekki – hverju sinni og að skrifstofa Alþingis sé í raun bara að fylgja þeirri stefnu sem þessir aðilar marka.
Svar Steingríms undirstrikar enn að það séu flokkspólitískar ákvarðanir hverju sinni, jafnvel skoðanir eða heimssýn forseta Alþingis að stóru leyti, hvaða upplýsingar um starfsemi þjóð- og löggjafarþings Íslendinga megi opinbera til fjölmiðla og almennings. Eins og kunnugt er þá eru Alþingi og stofnanir þingsins undanþegnar ákvæðum upplýsingalaga og því gilda engar formlegar reglur um upplýsingagjöf um Alþingi.
Þetta kemur fram í svari frá Steingrími við fyrirspurn Stundarinnar um hvað hafi breyst …
Athugasemdir