Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Þingmenn umgangast endurgreiðslukerfið frjálslega þrátt fyrir afdráttarlaus fyrirmæli siðareglna

Ásmund­ur Frið­riks­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, rukk­ar Al­þingi fyr­ir akst­urs­kostn­að vegna próf­kjörs­bar­áttu og þátta­gerð­ar á ÍNN. „Þing­menn skulu sjá til þess að end­ur­greiðsla fyr­ir út­gjöld þeirra sé í full­komnu sam­ræmi við regl­ur sem sett­ar eru um slík mál,“ seg­ir í siða­regl­um þing­manna.

Þingmenn umgangast endurgreiðslukerfið frjálslega þrátt fyrir afdráttarlaus fyrirmæli siðareglna

Þrír þingmenn sem notuðust við eigin bifreiðar fengu meira en 30 þúsund kílómetra aksturskostnað endurgreiddan frá Alþingi í fyrra þrátt fyrir að reglur forsætisnefndar um þingfararkostnað kveði á um að þingmenn sem aka meira en 15 þúsund kílómetra á ári í starfi sínu skuli notast við bílaleigubíl.

Í siðareglum alþingismanna er að finna býsna afdráttarlaust ákvæði um að þingmönnum beri að „sjá til þess að endurgreiðsla fyrir útgjöld þeirra sé í fullkomnu samræmi við reglur sem settar eru um slík mál.“ Svo virðist þó sem ekki finni allir þingmenn sig knúna til að fylgja reglunum með nákvæmum hætti. 

Eins og frægt er orðið fékk Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, 4,6 milljóna króna aksturskostnað endurgreiddan frá Alþingi í fyrra eftir að hafa ekið tæplega 48 þúsund kílómetra. Flokksfélagar Ásmundar, meðal annars Páll Magnússon og Brynjar Níelsson, hafa komið honum til varnar og hæðst að umræðunni um aksturskostnað þingmanna. 

Þann 31. janúar 2017 samþykkti forsætisnefnd Alþingis breytingar á reglum um þingfararkostnað og bætti inn reglu um að „þegar alþingismaður þarf að aka meira en 15.000 km á ári í starfi sínu skal hann fá til afnota bílaleigubifreið sem skrifstofa Alþingis leggur til“.

Ásmundur viðurkenndi í Kastljósi í gær að hann sætti sig ekki við þessa reglu og vildi ekki nota bílaleigubíl, enda væru bílaleigubílar yfirleitt útkeyrðir og slæmir. Sjálfur hefur þó Ásmundur undirgengist siðareglur þar sem hann skuldbindur sig til að tryggja að endurgreiðslur fyrir útgjöld sín séu „í fullkomnu samræmi“ við reglurnar.

Samkvæmt svari þingforseta við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar um aksturskostnað alþingismanna er Ásmundur í hópi átta þingmanna sem fengu meira en 15 þúsund kílómetra aksturskostnað endurgreiddan. Þrír af þessum átta óku meira en 30 þúsund kílómetra á eigin bifreið og fengu meira en þrjár milljónir endurgreiddar.

Forseti Alþingis hefur ekki veitt upplýsingar um hvaða þingmenn þetta eru. Þegar Stundin fjallaði um málið í fyrra og óskaði eftir upplýsingum frá þingmönnum um endurgreiddan aksturskostnað bárust aðeins svör frá 16 þingmönnum. Eva Pandóra Baldursdóttir Pírati var eini þingmaðurinn sem hafði innheimt akstursgjöld og vildi upplýsa hve mikið hún hefði fengið endurgreitt. 

Alþingi niðurgreiðir prófskjörsbaráttu Ásmundar

Ásmundur Friðriksson viðurkenndi í viðtali við Kastljós í gær að hann hefði rukkað Alþingi fyrir aksturskostnaði vegna prófkjörsbaráttu sinnar. „Já já, ég geri það,“ sagði hann. Hann sagðist þó ekki hafa látið ríkið endurgreiða sér kostnað vegna aksturs við upptökur á þættinum Auðlindakistan á ÍNN. Eftir að viðtalið var sýnt kom þó fram að Ásmundur hefði viðurkennt að hafa farið rangt með þegar hann var spurður um þetta atriði. „Hann sagði að upptökufólk hefði setið með honum í bílnum á leið í upptökur á viðtölum. Ferðirnar hafi fyrst og fremst verið til að hitta kjósendur en tökulið ÍNN hafi fengið að fljóta með til að gera sjónvarpsþætti,“ segir á vef RÚV

Reglur um þingfararkostnað lúta að ferðakostnaði sem varðar störf þingmanna með beinum hætti. Í reglunum er til að mynda minnst á „ferðir á fundi eða samkomur sem þingmaður boðar til eða hann er boðaður á“, „ferðir milli heimilis eða starfsstöðvar og Reykjavíkur“, „ferðir á fundi sem hann er boðaður á í Reykjavík vegna þingmannsstarfa meðan hann dvelst á heimili sínu“ og „ferðir í önnur kjördæmi en eigið á fundi sem hann boðar eða er boðaður á starfa sinna vegna“. 

Samkvæmt siðareglum ber þingmönnum að nýta þá aðstöðu sem þeim er veitt við störf sín með ábyrgum hætti. Þeir mega ekki nota aðstöðu sína til að vinna að eigin hagsmunum eða til persónulegs ávinnings fyrir sig eða aðra. Þá ber þeim að forðast árekstra milli almannahagsmuna annars vegar og fjárhagslegra eða annarra persónulegra hagsmuna sinna eða fjölskyldu sinnar hins vegar.

„Ekki bara óheiðarlegt svindl og peningaplokk heldur gríðarlega ólýðræðislegt“

Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi þingkona Hreyfingarinnar, tjáir sig um túlkun Ásmundar á reglunum á Facebook og segir fráleitt að þingmenn rukki Alþingi um aksturskostnað vegna prófkjöra eða kosningabaráttu. „Enda eru þeir þá annað hvort að vinna fyrir sjálfan sig eða flokkinn sinn, ekki þingið. Að skrifa kostnað við prófkjör á Alþingi er ekki bara óheiðarlegt svindl og peningaplokk heldur gríðarlega ólýðræðislegt. Í því felst mikill aðstöðumunur á milli óheiðarlegra þingmanna og annarra frambjóðenda, venjulegs fólks sem þarf að kynna sig á eigin kostnað og taka sér launalaust frí í vinnunni til að ferðast um landið á eigin bíl,“ skrifar Margrét. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár