Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Þingmenn umgangast endurgreiðslukerfið frjálslega þrátt fyrir afdráttarlaus fyrirmæli siðareglna

Ásmund­ur Frið­riks­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, rukk­ar Al­þingi fyr­ir akst­urs­kostn­að vegna próf­kjörs­bar­áttu og þátta­gerð­ar á ÍNN. „Þing­menn skulu sjá til þess að end­ur­greiðsla fyr­ir út­gjöld þeirra sé í full­komnu sam­ræmi við regl­ur sem sett­ar eru um slík mál,“ seg­ir í siða­regl­um þing­manna.

Þingmenn umgangast endurgreiðslukerfið frjálslega þrátt fyrir afdráttarlaus fyrirmæli siðareglna

Þrír þingmenn sem notuðust við eigin bifreiðar fengu meira en 30 þúsund kílómetra aksturskostnað endurgreiddan frá Alþingi í fyrra þrátt fyrir að reglur forsætisnefndar um þingfararkostnað kveði á um að þingmenn sem aka meira en 15 þúsund kílómetra á ári í starfi sínu skuli notast við bílaleigubíl.

Í siðareglum alþingismanna er að finna býsna afdráttarlaust ákvæði um að þingmönnum beri að „sjá til þess að endurgreiðsla fyrir útgjöld þeirra sé í fullkomnu samræmi við reglur sem settar eru um slík mál.“ Svo virðist þó sem ekki finni allir þingmenn sig knúna til að fylgja reglunum með nákvæmum hætti. 

Eins og frægt er orðið fékk Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, 4,6 milljóna króna aksturskostnað endurgreiddan frá Alþingi í fyrra eftir að hafa ekið tæplega 48 þúsund kílómetra. Flokksfélagar Ásmundar, meðal annars Páll Magnússon og Brynjar Níelsson, hafa komið honum til varnar og hæðst að umræðunni um aksturskostnað þingmanna. 

Þann 31. janúar 2017 samþykkti forsætisnefnd Alþingis breytingar á reglum um þingfararkostnað og bætti inn reglu um að „þegar alþingismaður þarf að aka meira en 15.000 km á ári í starfi sínu skal hann fá til afnota bílaleigubifreið sem skrifstofa Alþingis leggur til“.

Ásmundur viðurkenndi í Kastljósi í gær að hann sætti sig ekki við þessa reglu og vildi ekki nota bílaleigubíl, enda væru bílaleigubílar yfirleitt útkeyrðir og slæmir. Sjálfur hefur þó Ásmundur undirgengist siðareglur þar sem hann skuldbindur sig til að tryggja að endurgreiðslur fyrir útgjöld sín séu „í fullkomnu samræmi“ við reglurnar.

Samkvæmt svari þingforseta við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar um aksturskostnað alþingismanna er Ásmundur í hópi átta þingmanna sem fengu meira en 15 þúsund kílómetra aksturskostnað endurgreiddan. Þrír af þessum átta óku meira en 30 þúsund kílómetra á eigin bifreið og fengu meira en þrjár milljónir endurgreiddar.

Forseti Alþingis hefur ekki veitt upplýsingar um hvaða þingmenn þetta eru. Þegar Stundin fjallaði um málið í fyrra og óskaði eftir upplýsingum frá þingmönnum um endurgreiddan aksturskostnað bárust aðeins svör frá 16 þingmönnum. Eva Pandóra Baldursdóttir Pírati var eini þingmaðurinn sem hafði innheimt akstursgjöld og vildi upplýsa hve mikið hún hefði fengið endurgreitt. 

Alþingi niðurgreiðir prófskjörsbaráttu Ásmundar

Ásmundur Friðriksson viðurkenndi í viðtali við Kastljós í gær að hann hefði rukkað Alþingi fyrir aksturskostnaði vegna prófkjörsbaráttu sinnar. „Já já, ég geri það,“ sagði hann. Hann sagðist þó ekki hafa látið ríkið endurgreiða sér kostnað vegna aksturs við upptökur á þættinum Auðlindakistan á ÍNN. Eftir að viðtalið var sýnt kom þó fram að Ásmundur hefði viðurkennt að hafa farið rangt með þegar hann var spurður um þetta atriði. „Hann sagði að upptökufólk hefði setið með honum í bílnum á leið í upptökur á viðtölum. Ferðirnar hafi fyrst og fremst verið til að hitta kjósendur en tökulið ÍNN hafi fengið að fljóta með til að gera sjónvarpsþætti,“ segir á vef RÚV

Reglur um þingfararkostnað lúta að ferðakostnaði sem varðar störf þingmanna með beinum hætti. Í reglunum er til að mynda minnst á „ferðir á fundi eða samkomur sem þingmaður boðar til eða hann er boðaður á“, „ferðir milli heimilis eða starfsstöðvar og Reykjavíkur“, „ferðir á fundi sem hann er boðaður á í Reykjavík vegna þingmannsstarfa meðan hann dvelst á heimili sínu“ og „ferðir í önnur kjördæmi en eigið á fundi sem hann boðar eða er boðaður á starfa sinna vegna“. 

Samkvæmt siðareglum ber þingmönnum að nýta þá aðstöðu sem þeim er veitt við störf sín með ábyrgum hætti. Þeir mega ekki nota aðstöðu sína til að vinna að eigin hagsmunum eða til persónulegs ávinnings fyrir sig eða aðra. Þá ber þeim að forðast árekstra milli almannahagsmuna annars vegar og fjárhagslegra eða annarra persónulegra hagsmuna sinna eða fjölskyldu sinnar hins vegar.

„Ekki bara óheiðarlegt svindl og peningaplokk heldur gríðarlega ólýðræðislegt“

Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi þingkona Hreyfingarinnar, tjáir sig um túlkun Ásmundar á reglunum á Facebook og segir fráleitt að þingmenn rukki Alþingi um aksturskostnað vegna prófkjöra eða kosningabaráttu. „Enda eru þeir þá annað hvort að vinna fyrir sjálfan sig eða flokkinn sinn, ekki þingið. Að skrifa kostnað við prófkjör á Alþingi er ekki bara óheiðarlegt svindl og peningaplokk heldur gríðarlega ólýðræðislegt. Í því felst mikill aðstöðumunur á milli óheiðarlegra þingmanna og annarra frambjóðenda, venjulegs fólks sem þarf að kynna sig á eigin kostnað og taka sér launalaust frí í vinnunni til að ferðast um landið á eigin bíl,“ skrifar Margrét. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár